Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 35
Fjártakan
Ólafsdal 13. ágúst 1892.
Háttvirti kæri vin! Bestu þakkir fyrir vinsaml. bréf 4. þ.m.
Þegar ég fór inn á Borðeyri núna í vikunni, leit ég til nátthagans
hjá yður. Virtist mér hann bæði fremur lítið fjárhæli og ekki
álitlegt, vegna þess hvað honum snarhallar út að girðingunni. Svo
er girðingin mjög léleg og verður ekki gjörð fjárheld nema með
allmiklum kostnaði. Mér líst öllu betur á nátthagann á Prestbakka.
Vildi hans vegna heldur fá beit þar útfrá, ef hún væri fáanleg, en
urn það veit ég ekki ennþá. Ég skrifa nú síra Páli um þetta og fáist
beit hjá honum og Jóni á Kollsá, þá hugsa ég helst að hafa nokkuð
af fénu þar í þetta sinn. Vilji þeir ekki ljá beitina, þá kemur til yðar
kasta að reyna að gjöra nátthagann fjárheldan og ljá okkur beit-
ina. Bið ég síra Pál að úttala um þetta við yður. Með mikilli
virðingu og vinsemd. Yðar TBjarnason.
Ólafsdal 1. sept. 1893.
Háttvirti vin! Ég hef nú ákveðið vigtardaga á fénu þannig. Féð
sem von er á er þetta:
Ur Kirkjuhvammshreppsdeild, 27. og 28. sept. á Tjörn á
Vatnsnesi, Ánastöðum og Völlum 480 fjár.
Ur Torfastaðahreppsdeild ytri, 29. sept. á Sveðjustöðum 300
fjár.
Úr Torfastaðahreppsdeild fremri, 30. sept. á Núpi 170 fjár.
Frá Staðarhreppi og Jóni Jasonssyni, 2. okt. á Stað og Borðeyri
70 Qár.
Allt sem þú átt að vigta 1020 fjár.
33
L