Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 40
Hinn 27. er sunnudagur og hefi ég skrifað deildarstjórunum
afsökun um það. Tíminn er naumur frá réttunum því skipið á að
koma 30. sept. Reislu hefir þú og hin félagsreislan mun vera hjá
Páli Leví. Eg bið þig athuga um það og ráðstafa því sem með þarf
um það. Farva hefur þú á Borðeyri og talsvert meiri en þú þarft.
Ég bið þig leggja af við Pál Leví svo hann hafi eins mikið og þú, því
á hans svæði á að vigta 1500 ijár en á þínu 1300, svo það veitir ekki
af að þú látir hann fá 5 dósir — hann mun hafa 8 en þú 18. Ég bið
þig koma farvanum til Páls eða að Söndum ásamt reislunni, ef hún
er ekki hjá honum.
Gimbrar má taka 95 p. og þyngri, geldar ær 100 p. og þyngri,
geldinga 90 p. og þyngri. Kirninga enga stórhyrnda og alls ekki ef
geltir voru eldri en á 1. hausti. Enga kind má taka sem er útlitsljót
eða með kláða ef sést. Geldinga á að merkja í hnakkann en geldar
ær og gimbrar bæði á hnakka og malir. Það verður að merkja nett
en þó greinilega og hafa til þess lítinn farvakúst. Gjörðu svo vel að
skoða farvann og vita hvort hann er hæfilega þykkur, því ef hann
er of þykkur verður þú að hafa með þér olíu til að þynna hann
með og láta Pál vita um það og helst að taka þá með þér olíu handa
honum. Ég hef ráðstafað til þín til vöktunar 1650 fjár og kemur
það ekki fyrr en 28. sept. Ég bið þig að útvega vöktunarmenn og
annast það að öllu leyti. — Þinn Torfi.
Ólafsdal 20. sept. 1896.
Kæri vinur! Bestu þökk fyrir bréfið 4. þ.m. Hvað áhrærir aldur
geldu ánna, ættu þær helst ekki að vera eldri en 3 vetra. Alls ekki
eldri en 4 vetra. Aðalatriðið er að þær séu í raun og veru geldar en
ekki geltar upp og feitar og líkar sauðum. Ég læt þig alveg ráða
hvar þú vaktar féð. Ég held bara að vaktartíminn á fénu kvölds og
morgna verði nokkuð lengri ef það er haft á austurtanganum.
Verði nátthaginn ekki dýrari þá sýnist mér hann álitlegri, svo
framarlega þó, að vel fari um féð í nátthaganum. Ég læt þig alveg
ráða, því ég veit þú þekkir allar ástæður betur en ég. Þinn einl. vin
TBjarnason.
38