Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 44
Áður höfðu þeir gefíð loforð um hross að sumrinu og sauði að
haustinu.
Nú verða birt atriði úr bréfum Torfa til Kristjáns Gíslasonar
afhendingarstjóra á Borðeyri. Þau veita yfirsýn yfír komu vor-
skipa til Húnaflóa um 6 ára skeið.
1893,18. júlí: „Ég býst við þér og skipinu að Óspakseyri á hverri
stundu.“ Piltar frá Ólafsdal áttu að taka þar sekkjavöru fyrir
Torfa og talsvert af sápu af lista Reykjanesdeildar.
1894,14.júní: „Zöllner skrifar að „Stamford“ komi með Breiða-
fjarðar vörurnar 27.-28. þ.m.“ Biður Kristján að vera kominn
tímanlega 27. júní. Sjálfur var Torfi að fara til Reykjavíkur.
1894, 19. júlí: „Ég sendi nú norður með það sem vantaði í
Bitrudeildina. Einnig sendi ég púðrið, eldspýturnar og sápu-
kassann sem kom úr Stöðinni (Skarðsstöð). Það á líklega að fara á
Norðurfjörð. Þar með eru líka aunglarnir sem Víkara vantar . . .
Fyrir alla muni að búa svo í hendur Bjartmari þær vörur sem eftir
verða í skipinu, að hann ekki ruglist í hvað hver á að fá af því.“
1895, 2. febr. Biður um upplýsingar og tillögur Kristjáns um
kröfur um uppbætur: 1. Frá Kaldrananesdeild vegna undirvigtar
á kaffisekk. 2. Frá Gufudalsdeild vegna 2 p. rullu, sem ekki kom til
skila frá Skeljavík. 3. Frá Bæjardeild um 10 p. uppbót á kandís-
kassa. 4. Frá Saurbæjardeild vegna reyktóbaks. 5. Frá Bitrudeild
um oftalið haframjöl og salt.
1895, 20. júní, 2 bréf frá Stykkishólmi. Öllu reglað niður:
„Zöllner hefír nú skrifað að seglskip Allina eigi að koma með
Húnaflóa vörurnar og taka ullina til baka. Skipið á að hlaða sig í
Leith 6.-8. júní. Má því búast við að það komi fyrir mánaðarlokin.
Ég hef nú skrifað Birni á Smáhömrum og beðið hann að senda til
þín strax þegar skipið kemur og verður þú þá að vera viðbúinn.—
Um leið og þú ferð inn á Skeljavík, lætur þú menn vita hvenær
42