Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 45
þú munir koma í Bitru. Skipið á að losa fyrst á Skeljavík, svo í
Bitru, þar næst í Miðfirði og síðast á Borðeyri. Fari svo að skipið
komi bráðum, getur orðið nauðsynlegt að byrja að taka á móti ull
fyrir eða um mánaðamótin. . . “
Torfi var að fara til Reykjavíkur og lagði allt í Kristjáns hendur
með umboði: „Þú tekur á móti bréfurn til mín hjá kapteininum og
finnur þar í reikninga Zöllners sem þér er nauðsynlegt að hafa við
höndina. Þú skalt því opna bréfin. Kapteininum skrifa ég um að
afhenda þér bréfin. Afhendingar- og pöntunarlistana sendi ég að
Smáhömrum."
1895, 1. júlí. Olíuföt fóru skipavillt: „Eg kom heirn í gærkvöldi
og frétti núna í þessari svipan að félagsskipið sé komið. Eins og þú
nrunt sjá á skjölunum, vantar 17 olíuföt fyrir norðan. 16 af þeim
eru nú í Skarðsstöð og eiga að koma norðurfyrir með timburskipi
frá Birni Sigurðssyni (kaupmanni í Flatey). Ef þú ert ekki búinn að
afhenda olíuna þarf ekki annað en að vísa þeim kringum Stein-
grímsfjörð að þessari olíu. Þeir geta þá tekið hana hjá Birni þegar
viðarskip hans kernur. Ef þú ert búinn að afhenda olíufötin, þá
dugir ekki að senda þessi Stöðvarföt. Þá má til að láta olíuna vanta
hjá þeim sem ná til Borðeyrar og koma henni með sauðaskipinu í
haust. Láttu mig vita. Eg verð að reyna að setja olíuna upp á Björn
ef hún gengur ekki út á Skeljavík, nfl. ef þeir eru búnir að fá sína
olíu.“
Margt kallar að: „Þegar þú kernur í Bitruna bið ég þig að senda
strax til mín svo ég geti fundið þig þar. Hefir þú nokkra ráðstöfun
gjört um ullartöku? Ætli það verði nógur tími að byrja að taka ull á
Borðeyri 8. þ.m., klára ullina þar og fara svo á Skeljavík og taka
ullina þar? Skipið má hvort sem er til með að fara inn á Skeljavík
eftir ullinni þegar það kemur . . . “
1895, 28. nóv. Allt hefir komist í rétt horf: Þakkar bréf og
kvittanir. „Eg bæti strax bankabyggspokanum inn í Torfastaða-
deildina en held að ég ætli að fá bankabygg afgangs. Ætli það væri
ekki rétt að bæta Arna bankabyggspokann ef afgangur verður?“
43