Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 46
1896, 23.júní. Vörur hafakomið með aukaferð. Sumirverða að
fara tvisvar í kaupstaðinn þetta vorið: „Þær sortir sem komnar eru
eru allar, en aðeins fáar. Það sem komið er er best að afhenda
þeim sem taka eiga, sem eru Bæjardeild og Fremri-Torfastaða-
deild. Aðvaraðu deildarstjórann í Fremri-Torfastaðadeild um af-
hendinguna. Geymdu pöntunarlistann en sendu mér faktúrurn-
ar með ferð. „Allina“ á að koma með aðal vörurnar norður. Átti að
byrja að hlaða 10. þ.m.“
1896, 28. júní. 2 bréf, um sumt samhljóða: Félagsskipið átti að
fara frá Leith um miðjan þennan mánuð. Koma við á Norðurfirði.
„Ég læt senda til þín frá Smáhömrum með þetta bréf þegar „All-
ina“ kemur á Skeljavík. Þá verður þú að bregða við, fara norður og
aðvara menn um leið. Einnig ætti að láta fregnina berast austur-
eftir. Líklega dugir ekki að ákveða afhendingardaga fyrr en þú
kemur til þeirra."
Alltaf er frumbýlingsvandinn viðloðandi: „Þú hefir með þér
reislu eða færð þér hana norður frá. Máske fæst líka lánuð vigt á
Skeljavík. Guðjón vill fá skipið inn á Kollafjörð og styður þú að því
ef veður ekki hindrar. Ég hef skrifað skipstjóra um það. Faktúr-
urnar tekur þú hjá skipstjóra og notar. Ég finn þig á Borðeyri og
máske á Óspakseyri ef ég fæ að vita um komu þína þangað.
Guðjón kynni að senda til mín á meðan þú verður á Kollafirði. —
Breiðafjarðarskip væntanlegt um 6. júlí eða 7. Gott útlit með
hrossasölu, dauft með fé og ull en ekki að marka ennþá. Segðu
Pétri á Hlaðhamri að vera viðbúinn að láta mig vita þegar „Allina"
kemur á Borðeyri ef þeir vilja senda fleira fé í haust en lofað var í
vetur.“
1897,12. júlí. Margan vanda ber að höndum: „Ég legg hér með
bréf til skipstjórans, þar sem ég læt hann vita, að ég verði að senda
íslensku vörurnar til Liverpool eftir fyrirmælum Zöllners. Ég býst
við að skipstjórinn taki þessu illa, því sagt er í áætluninni að skipið
fari til Leith, Newcastle eða Hull en ekki minnst á Liverpool. Bið
þig að tala um þetta við skipstjórann. Neiti hann að fara til Liver-
44