Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 52
Sveinbjörn Valgeirsson
frá Norðurfirði:
Eftir-
minnilegur
róður
Það var á höfuðdaginn sumanð 1922 að faðir okkar, Valgeir
Jónsson í Norðurfirði, vakti okkur snemma morguns til að beita.
Við Albert bróðir og Finnbogi Jónsson vorum þá hásetar hjá
honum. Ég var þá óharðnaður unglingur 16 ára gamall, bróðir
rninn fjórum árum eldri og þrekmenni rnikið, Finnbogi var
nokkru eldri. Faðir minn var þá orðinn 54 ára og tekinn að lýjast
eftir margra ára erfiði og vosbúð á hákarlaskipum. Fyrrnefndan
morgun var veðri svo háttað, að það var hæg austanátt og þoka
niður í miðjar hlíðar.
Við byrjum að beita lóðirnar. Garnli maðurinn er eitthvað
ókyrr, alltaf að fara út og gá til veðurs, svo að ég spyr hvort honum
lítist ekki á sjóveðrið. Svar hans var þetta: „Ætli hann haldist ekki
hægur. En mig dreymdi reyndar hálfilla. Mig dreymdi að það
kom til mín rauðbirkinn og ljótur maður og hann heimtaði að fá
að raka af mér skeggið. Ég svaraði því til, að skeggið færi mér svo
vel, að ég vildi ekki missa það. Þá snýr hann frá mér með reiðisvip
og segir: Þó ég fái það ekki núna, þá skal ég samt ná toppi úr því,
þó seinna verði“. Að tarna var hvimleiður draumur, en ekki
hvarflaði þó að okkur að hætta við róðurinn og til marks um það,
50