Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 56

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 56
um æsingi, og því ákaflegar sem hestana ber hraðara yfir. Að gangandi vegfarendum geltir hann miklu hægar, næstum því með dumbu hljóði sem hann sækir langt niður í kok. Yfirleitt eru hundar töluvert spenntir á taugum þegar þeir gelta að bílum, svo spenntir að geltið nálgast að vera ýlfur. Nú er til dæmis hundur heima, mesta skýrleikskepna. Hann geltir alls ekki að vörubílum eða dráttarvélum sem um veginn fara. Hinsvegar geltir hann eins og vitlaus skepna að benzínknúð- um fólksbílum og því meir sem þeir eru fínni og viðhafnarmeiri. Þegar hundurinn heima sér bíl beygja út af þjóðveginum og keyra heim á hlaðið geltir hann rólega, með dumbu soghljóði og því líkast að hann sé með virðingarhreim í andardrættinum. Svo þagnar hann alveg þegar bíllinn stoppar og bíður meðan farþeg- arnir eru að stíga út. En meðan þeir ganga heim að húsinu rekur hann upp bofs með nokkru millibili, en rekur svo upp nokkur snörp bofs um leið og gestirnir kveðja dyra. Það er mjög auðvelt fyrir mig að vita þegar pósturinn kemur, hundurinn segir mér mjög greinilega frá því. Hann geltir að póstbílnum eins og öðrum bílum. Pósturinn setur blöð og bréf í póstkassa við túngirðinguna rétt hjá hliðinu. En meðan pósturinn er að losa sig við blöð og bréf stendur hundurinn hjá, horfir á og rekur upp bofs með nokkru millibili, með raddblæ sem mjög auðvelt er að þekkja. Þegar pósturinn hefur lokið verki sínu og ekur af stað tekur seppi til starfa síns af fullum krafti og fylgir bílnum spottakorn á leið. Hann Lubbi, hundurinn heima, segir mér fleira en af ferðum vegfarenda, akandi eða ríðandi. Hann segir mér sitt af hverju um athafnir heimafólksins og störf. Þegar hann geltir í sérstakri tón- tegund, sem ég hef lært að þekkja, þegar hann geltir fremur lágt en ber ört á, eiginlega töluvert óðamála, veit ég að einhver er að nálgast einhverja dráttarvélina. Þegar hann brýnir röddina enn meir veit ég að einhver er að stíga upp á vélina. Þegar maðurinn byrjar að ræsa vélina herðir Lubbi á geltinu um allan helming og kemst auðheyrilega í mikinn hugaræsing. Svo verður hlé á gelt- inu. Lubbi bíður spenntur eftir því að næsta atriði leiksins hefjist. Þegar ekið er af stað tekur Lubbi á öllu því sem hann á til og fylgir 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.