Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 57
vélinni eftir nokkurn spöl. Svo heyrir maður ekkert annað en mal
dráttarvélarinnar sem að lokurn deyr út í fjarska.
Hann Smali í Norðurfirði gerir í raun og veru flest af því sama
og hann Lubbi á Ljótunnarstöðum og áður hefur verið lýst. Þar að
auki er hann enn meiri vinur minn en Lubbi, enda miklu eldri og
lífsreyndari. Gleði hans er næstum ólýsanleg þegar ég kem eftir
langa burtveru, og því meiri hamingju endurspegla endurfund-
irnir sem burtvera mín hefur verið lengri.
Hann fylgir mér eins og skuggi hvert spor sem ég geng utan
dyra. Nei, hann fylgir mér ekki, hann gengur á undan mér. En
þegar ég sezt niður til þess að hvíla mig kemur hann hlaupandi til
baka, sezt hjá mér og stingur trýninu í handarkrika minn, en ég
reyni að endurgjalda atlotin með því að klóra honum á bringunni
og klappa á trýnið, sem stendur framúr handarkrikanum.
A einurn stað við gönguleiðir okkar stendur rúlla undan raf-
streng. Á þessari rúllu sitjum við oft. Það er uppáhaldshvíldar-
staður okkar. Þegar hann hefur um stund legið með trýnið í
handarkrika mínum og ég hef klórað lionum á bringunni, sezt
hann á rassinn við hlið mér og við hugsum um lífið eins og sannir
heimspekingar.
Nú vendum við okkar kvæði í kross og hverfum til baka í
tímanum, er ég man fyrsta. Það mætti kalla þá aldamótahunda.
Engir þeirra voru mér nákunnir. Þeir komu og fóru með þeim
gesturn er að garði báru. Þó man ég nokkra þeirra er heima áttu á
nágrannabæjum. Til dæmis man ég að Prestsbakkahundurinn hét
Dóni. Eg held að hann hafi fylgt Sigurði gamla frá Skárastöðum.
Hann var einhvernveginn grámórauður, töluvert loðinn og ygld-
ur á brá. Mér var lítið urn hann gefið og stóð hálfgerður stuggur af
honum, eins og eigandanum. Annað man ég líka. Þegar Halla
gamla, húsmóðirin, nefndi nafn hundsins, þá birtist svo hyldjúp
fyrirlitning í rödd hennar, að ég hef ekki heyrt aðra meiri og mér
finnst sem að þessi fyrirlitningartónn hljómi enn í eyrum mér:
Dóni.
Fyrsti hundurinn sem ég minnist hér heima var tík og hét Týra.
Hún drapst úr hundapest svo snemma að ég man hana mjög
óljóst. Þó minnir mig að hún væri gul á lit og nokkuð stór.
55