Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 57

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 57
vélinni eftir nokkurn spöl. Svo heyrir maður ekkert annað en mal dráttarvélarinnar sem að lokurn deyr út í fjarska. Hann Smali í Norðurfirði gerir í raun og veru flest af því sama og hann Lubbi á Ljótunnarstöðum og áður hefur verið lýst. Þar að auki er hann enn meiri vinur minn en Lubbi, enda miklu eldri og lífsreyndari. Gleði hans er næstum ólýsanleg þegar ég kem eftir langa burtveru, og því meiri hamingju endurspegla endurfund- irnir sem burtvera mín hefur verið lengri. Hann fylgir mér eins og skuggi hvert spor sem ég geng utan dyra. Nei, hann fylgir mér ekki, hann gengur á undan mér. En þegar ég sezt niður til þess að hvíla mig kemur hann hlaupandi til baka, sezt hjá mér og stingur trýninu í handarkrika minn, en ég reyni að endurgjalda atlotin með því að klóra honum á bringunni og klappa á trýnið, sem stendur framúr handarkrikanum. A einurn stað við gönguleiðir okkar stendur rúlla undan raf- streng. Á þessari rúllu sitjum við oft. Það er uppáhaldshvíldar- staður okkar. Þegar hann hefur um stund legið með trýnið í handarkrika mínum og ég hef klórað lionum á bringunni, sezt hann á rassinn við hlið mér og við hugsum um lífið eins og sannir heimspekingar. Nú vendum við okkar kvæði í kross og hverfum til baka í tímanum, er ég man fyrsta. Það mætti kalla þá aldamótahunda. Engir þeirra voru mér nákunnir. Þeir komu og fóru með þeim gesturn er að garði báru. Þó man ég nokkra þeirra er heima áttu á nágrannabæjum. Til dæmis man ég að Prestsbakkahundurinn hét Dóni. Eg held að hann hafi fylgt Sigurði gamla frá Skárastöðum. Hann var einhvernveginn grámórauður, töluvert loðinn og ygld- ur á brá. Mér var lítið urn hann gefið og stóð hálfgerður stuggur af honum, eins og eigandanum. Annað man ég líka. Þegar Halla gamla, húsmóðirin, nefndi nafn hundsins, þá birtist svo hyldjúp fyrirlitning í rödd hennar, að ég hef ekki heyrt aðra meiri og mér finnst sem að þessi fyrirlitningartónn hljómi enn í eyrum mér: Dóni. Fyrsti hundurinn sem ég minnist hér heima var tík og hét Týra. Hún drapst úr hundapest svo snemma að ég man hana mjög óljóst. Þó minnir mig að hún væri gul á lit og nokkuð stór. 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.