Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 58

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 58
í Bæ man ég eftir tveim hundum, Annar hét Vaskur en hinn Kobbi. Guðmundur gamli Bárðarson átti Vask og Matthías hinn. Ég man lítið eftir Vask, hefur líklega verið dauður áður en ég fór að dveljast í Bæ við nám. Eftir Kobba man ég hinsvegar mjög vel. Hann hefur líklega lifað það að flytjast með húsbændum sínum frá Bæ að Jónsseli. Algengast held ég að hafi verið að skíra hunda nöfnum er minntu á útlit þeirra eða líkamlegt ásigkomulag, til dæmis Kolur, Lappi, Krummi, Sámur, Kaffon, Blesi, Skrámur, Strútur, sem of langt yrði allt upp að telja. Önnur höfðuðu til eiginleika, raun- verulegra eða ímyndaðra. Þó voru nöfn af erlendum toga töluvert algeng. Til dæmis man ég að hundurinn hans Jóns gamla í Jónsseli hét Týrus. Hann fylgdi karlinum alltaf inn og lagðist við fætur hans þegar hann var setztur á eitthvert rúrnið í baðstofunni. Svo gat karlinn allt í einu vaknað upp úr hróka samræðum og kallað upp yfir sig: „Týrus, Týrus“. Og Týrus stóð þá á fætur, sperrti eyrun og lagði trýnið á milli fóta karlsins. En hann togaði í eyrun á Týrusi og sagði: „Ertu þarna Týrus greyið?" Að því búnu hélt hann svo áfram samræðunum, þar sem frá hafði verið horfið, eins og ekkert hefði í skorizt. Annars var það töluvert algengt að nefna hunda eftir ýmsum þjóðhöfðingjum fortíðarinnar, einkum þeirn er hlotið höfðu mis- jafnan dóm sögunnar, og var Neró þar fremstur í flokki. Til dæmis man ég eftir hundi sem hét Arthúr. Nafnið var reyndar stytt, því það hefur víst verið óþjált í framburði þegar kallað var á hundinn. Þess vegna var alltaf sagt Túri, þegar kallað var á hund- inn. Bismarck nefndist hvolpur sem ólst upp á næsta bæ við mig. En óvænt uppákoma olli því að hvolpur þessi fékk ekki að halda þessu rismikla nafni. Þegar stundir liðu fram kom í ljós að hann hafði ekki verið kyngreindur rétt, hann var nefnilega ekki karlkyns heldur kvenkyns. Þá var úr vöndu að ráða. Það þótti ekki við hæfi að nafn kanzlarans væri notað á tík. Hinsvegar var tík þessi orðin vön Bismarcksnafninu. Þetta vandræðamál var leyst á þann hátt að tíkinni var gefið nýtt nafn sem hljómaði líkt og Bismarck. Hún 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.