Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 71
Sveinsina Ágústsdóttir
frá Kjós:
Mín síðasta
ferð yfir
Trékyllisheiði
Það var hásumar 1944. A þeim árum var fjölfarið yfir Tré-
kyllisheiði, aðallega þó þann tíma er verksmiðjan í Djúpavík mal-
aði gull úr silfri hafsins, síldinni. Þannig stóð á, að ég þurfti endi-
lega að vera komin inn á Hólmavík íyrir ákveðinn dag. Tann-
smiðurinn var kominn þangað, og þeir sem höfðu beðið um að
fá smíðaðar tennur í sinn auða góm, urðu tafarlaust að hlýða
kallinu. Að öðrum kosti missa af þeirri lystisemd sem gervitennur
veittu þeim sem árum saman höfðu gengið með tannpínu, og
verða svo endanlega tannlausir. Mér var kunnugt um að Lára
Loftsdóttir frá Bólstað í Steingrímsfirði, sem þá vann í eldhúsinu
í Djúpavík, ædaði að skreppa heim til sín og njóta þar síns frí-
dags. Ákvað ég því að fara með henni, þegar hún yrði laus frá
sínum störfúm. Það var því orðið áliðið, þegar við lögðum á
bratta Kjósarhjalla. Nótt var að mestu björt, aðeins skuggsýnt um
lágnættið, og veður gott svo allt lék í lyndi. Héldum við ótrauðar
áfram okkar ferð, sem var seinfarin. Vegur var að mestu sá sem
fætur hesta höfðu troðið í holt og hraun. Þegar upp í Kjósarlægð-
'rnar kom, fór þokuslæðingur að koma á móti okkur, og jókst
eftir því sem ofar dró, og varð all dimmt á Kjósarhrauninu.