Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 77
Ingólfur Jónsson
fní Prestsbakka:
Ferðalok
Austan fjarðar
Rótgróinn siður var á æsku- og unglingsárum mínum á Prests-
bakka að gá til áttar ef út var komið árla morguns. A þann veg var
hugað að væntanlegu veðri dagsins, en oft mátti sjá á hraðfara
skýjum, óvenjulegum blikum eða kólgubökkum hvort breytingar
væru í nánd.
Oft varð mér þá um leið litið yfir fjörðinn ogjafnframt hugsað
hl þess fólks sem þar bjó, svo sem frændfólksins á Ospaksstöðum,
bálkastöðum inn, Fallandastöðum og Fossi sem og annarra, er
þar bjuggu og ég átti eftir að kynnast síðar.
Nú á þessu hugarreiki mínu uni heimabyggðina verður mér
þráfaldlega hugsað til tveggja góðbænda þar eystra, Gísla Eiríks-
sonar á Stað og Þorvaldar Böðvarssonar á Þóroddsstöðum, sem
báðir voru stjórnarmenn í Kaupfélagi Flrútfirðinga á Borðeyrar-
árum mínum.
Þeir voru og kjörnir til flestra annarra trúnaðarstarfa í héraði
°g þótt ólíkir væru í mörgu báru þeir með sér þá reisn og
höfBingsskap sem var aðall hinnar fornu bændamenningar, sem
enn er við líði, þótt hún hafi breytt um svip í samræmi við tíðar-
andann.
Gísla á Stað man ég sem stórvaxinn mann er lá hátt rómur,
skapmikinn og fastan fyrir, en er á reyndi var hjartað hlýtt sem í
barmi sló, og honum var eðlilegt að sýna rausn og taka af öll
tvímæli hver sem í hlut átti. Þannig man ég hann á kaupfélags-
fundum á Borðeyri.
Nú er Gísli fallinn frá fyrir löngu, en synir hans Eiríkur og
Magnús halda uppi reisn Staðar í hugum ferðafólks, því að þeir
75