Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 80
Gísli Jónatansson
í Naustavík
Nautin
í Grímsey
Þegar Gísli Sigurðsson ríki bjó í Bæ á Selströnd er sagt að hann
hafi komið tveimur nautum fram í Grímsey. Þau voru höfð á
norðanverðri eynni, þar sem klettar vörnuðu því, að þau gætu
rásað um alla eyna. Og nóg var grasið fyrir þau og káltegundir
geta hafa verið þar, því fuglalíf var mikið í eynni, en vatn hefur
líklega verið af skornum skammti, þó mér sé ekki fullkunnugt um
það. Sagt var að stærra nautið væri mannýgt og svo úrillt að það
væði öskrandi út í sjóinn þegar bátar fóru þar hjá.
Svo segir sagan að nautin hafi lagst til sunds í land. En þegar
þau eru komin eitthvað nálægt miðju sundi sneri yngra nautið við
og synti til baka, hefur ekki treyst sér lengra, en eldra nautið
svamlaði áfram alla leið til lands, um hálfs annars km vegalengd.
Að líkindum hefur það gengið á land á Drangsnessgrundum.
Ólafur Hafliðason hét bóndinn, sem þá bjó á Drangsnesi. Hann
var þarna nálægur þegar nautið kom á land. Ekki var nú skapið
betra í bola en það, að hann ræðst strax á manninn, þótt hann væri
búinn að synda alla þessa löngu leið í köldum sjónum. Ólafur var
sagður vel að manni og tókst honum að snúa nautið niður, en til
slíkra verka þarf sérstakt lag og skerpu og er ekki á allra færi. Það
78
J