Strandapósturinn - 01.06.1987, Qupperneq 82
túnhliðinu. Þá kemur ein ærin mín allt í einu hlaupandi framan úr
Vík til mín.
Hún átti reyndar að vera með lambi og nú jarmaði hún rnikið
og bar sig illa eins og hún vildi gefa í skyn, að nú væri komið í óefni
fyrir sér. Mér varð því að orði: „Þá er nú þessi búin að missa
lambið sitt“. Eg kláraði við það, sem ég var að gera, er reyndar tók
nú stutta stund, kom af mér verkfærunum og fór svo að svipast
eftir lambinu. Kindin hafði á meðan farið út á Höfðann, sem er
skammt frá bænum, því að þar voru kindur, sem ég átti og hún
auðvitað þekkti.
En þegar ég legg á stað í leitina kemur hún þjótandi til mín og
alltaf jarmandi og þannig hleypur hún á undan mér. Eg hugsa
sem svo, að kannski geti hún vísað mér á lambið sitt, dautt eða
lifandi ef eitthvað hefði komið fyrir það. Eg fylgdi henni eftir
þangað til við erum komin upp undir brekkur þar sem er svo-
nefnd Grænabreið, sem orðin er til við framburð úr gili nokkru.
Þar rennur lækjarsytra ofurlítil og niðurgrafin og sums staðar
voru bakkar lækjarins fallnir saman, en þó laut yfir sytrunni. Þar
var skjól fyrir lamb að liggja og mjúk mosaþemba. Við þennan læk
stansar ærin á bakkanum eins og hún viti af einhverju þarna niðri í
læknum. Þegar ég kem nær sé ég á höfuð á lambi í mosaþemb-
unni. Þarna var þá lambið týnda, standandi upp á endann, með
afturfæturna niðri í dálitlu vatni, skjálfandi af kulda en vel frískt
að öðru leyti. Það mun hafa lagst í lautina þar sem bakkarnir féllu
saman, en svo þegar það hefur ætlað að standa upp þá hefur það
runnið niður í rifu milli bakkanna. Afturfæturnir hafa alltaf farið
lengra og lengra, þangað til það stóð alveg upp á endann og gat sig
hvergi hreyft. Þarna hefði það orðið að deyja ef móðurinni hefði
ekki hugkvæmst að hlaupa alla leið heim til mín eftir hjálp.
Ég fór með kindina heim á tún og lét hana vera þar með
lambinu þangað til daginn eftir. Það var að sjá, að það ætti ekki
neitt bágt með að fylgja mömmu sinni heim frá læknum og var hið
brattasta þegar það var búið að fá að sjúga.
Um haustið kom það með móðurinni af fjalli sem stór og
fallegur hrútur. En ef það hefði verið gimbur þá hefði ég áreiðan-
80