Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 89
iðaði allur og glitrákir beindust að bátnum úr öllurn áttum. Þetta
var heillandi stund, sem fyllti gljúpa barnssálina æðri töfrum.
Þegar við nálguðumst Litlukleif, hinum megin fjarðarins, sneri
kennarinn bátnum við, og stefndi aftur til sama lands.
En söngnum hélt hann uppi eins og áður. Og það var sannar-
lega glaður hópur, sem hér var á ferð, syngjandi, og heillaður af
yndisleika umhverfisins og stundarinnar.
Eg man sérstaklega eftir einu laginu sem sungið var. Það var við
þetta hugljúfa vorljóð:
Uti kyrrt er allt og hljótt
ekki kvik á nokkru stráú.
Vinclar sofa scett og rótt,
sjávaröldur kúra í dái.
Víður himinn, lögur, láð,
Ijóma sunnu geislum stráð.
Ungleg brosa grös á grund,
gróður prýðir laut og bala.
Blómleg skreyta birkilund
blöðin grœn í hlíðum dala.
Fífill undir fögrum hól,
faðminn breiðir móti sól.
Fuglinn hýr, erfyrrum svaf
fjarri byggð í skorum kletta,
vetrarblundi vakinn af
víða þreytir flugið létta.
Hátt í lofti hörpu slœr,
heilsar vori röddin skcer.
Höfundur Ijóðsins: Helgi Hálfdánarson.
Við sungum erindin öll. Allir kunnu þau. í Firðinum var
söngelskt fólk og börn vöndust snemma söng og ljóðum, sem þau
lærðu af foreldrum sínum og öðru fullorðnu fólki.
87