Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 92
úr þessum lasleika og náði mér að fullu. En allt fram á unglingsár
var ég fölur og hvítur útlits, eftir þennan erfiða lasleika.
Móðir mín hefur sagt mér þessa sögu, og hún taldi sig eiga
Guðrúnu í Asparvík líf mitt að launa.
Eftirmáli
Þessi frásögn Ingvars Agnarssonar um lækningu hans þegar
hann var barn er mjög athyglisverð. Skýringu á því sem þarna
gerðist er sennilega ekki hægt að gefa svo örugg sé. En það sem
hugsanlega gæti hafa verið orsök veikinda hans er of einhæf fæða
sem vantað hefur í einhver efni sem nauðsynleg voru, svo sem B
vítamín. Á þessum tíma, þegar líða tók fram á vetur var oft þröngt
í búi hjá fólki og fæðan þá oft bætiefnasnauð.
Önnur hugsanleg skýring ogjafnvel sennilegri er sú, að gerlar í
þörmum og ristli hafi einhvern veginn horfíð eða dáið, en þessir
gerlar vinna úr næringarefnum fæðunnar á síðasta stigi melting-
arinnar. Ef þessa gerla vantar myndast niðurgangur sem ekki
læknast nema þeir séu til staðar. Ur þessu má bæta með því að nota
saur úr heilbrigðum manni og sprauta honum útþynntum í gegn-
um endaþarm sjúklingsins inn í ristilinn. Þá festast gerlarnir inn-
an á veggjum ristilsins og fara að vinna sitt verk að nokkrum
dögum liðnum og sjúklingnum batnar. Það væri því hugsanleg
skýring á bata drengsins að gerlar sem gerðu sama gagn hafí verið
í fuglaskítnum.
Þessir gerlar hjá mönnum munu fjölga sér mjög ört, því alltaf
berst eitthvað af þeim niður með saurnum.
Þessi kona sem bjargaði lífí Ingvars Agnarssonar var móðir
mín, sjálf eignaðist hún 15 börn og er mér í minni að hún virtist
kunna ráð við allskonar lasleika í okkur krökkunum og væri þar
hægt frá mörgu að segja þó margt sé gleymt. Okkur börnum
hennar fannst svo sjálfsagt að mamma læknaði allt og hugsuðum
ekki um hvernig hún fór að því. Þess vegna festist það ekki í minni
okkar og er því grafið í gleymskunnar djúp, en sjálfsagt hefur
margt af því verið rnjög athyglisvert.
Jóhannes frá Asparvík.
90