Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 112

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 112
Aðeins einn báturinn var með þilfari, Rut, eign frumbyggjans í Hamarsbæli, Halldórs Magnússonar frá Narfeyri. Um byggð í Hamarsbæli er ekki getið svo mér sé kunnugt fyrr en 1929 þegar Halldór Magnússon sest þar að með Matthildi konu sinni, sem síðar verður getið. Jóhann Hjaltason rithöfundur og fræðimaður getur þess í bók sinni um Stranda- sýslu, er hann reit fyrir Ferðafélagið, að róið hafi verið ffá Hamarsbæli á haustum. Til er ein formannavísa er sannar mál hans. Vísan mun vera um Gunnlaug Magnússon á Osi í Stein- grímsfirði og er svona: Gunnlaugs hœla gjöröum má gnoÖ þótt kœla elti, Hamarsbæli fleytir frá fögrum dœlugelti. Tildrögin að því að föst byggð hófst í Hamarsbælinu svo og þar út ströndina að Drangsnesi má eflaust rekja til þess atburðar að fiskiskipið Vanadísin, sem var á leið frá Hafnarfirði til Siglu- fjarðar, lenti í þoku á Húnaflóa og villtist inn á Steingrímsfjörð. Skip þetta átti að stunda handfæraveiðar fyrir Norðurlandi. Skip- ið var gert út frá Hafnarfirði af Þórði Flygenring en fulltrúi hans um borð var roskinn verslunarmaður Andrés Runólfsson, faðir Kristins E. Andréssonar magisters í Reykjavík. Það mun hafa ver- ið aflahrota hjá Selstrendingum þegar Vanadísin lagðist fyrir föstu og Andrés fór að kaupa fisk af árabátunum þar. En ekki er þess getið að skipverjar bleyttu færi sín þetta sumar heldur keyptu fisk af bátum og fóru svo hlaðnir suður þegar skipið bar ekki meir. Sennilega var þetta sumarið 1927. Arið eftir kom svo Andrés aftur og hóf þá að byggja skúra á Drangsnesi til að verka í fisk. Fyrir þann tíma voru tveir aðilar sem keyptu fisk á Drangsnesi, Riís-verslun á Hólmavík og Magnús Thorberg á Isafirði. Var Árni Andrésson fiskmóttökumaður fyrir Magnús Thorberg en Jón Pétur Jónsson á Drangsnesi fyrir Riísverslun. Árni hafði áður 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.