Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 112
Aðeins einn báturinn var með þilfari, Rut, eign frumbyggjans í
Hamarsbæli, Halldórs Magnússonar frá Narfeyri.
Um byggð í Hamarsbæli er ekki getið svo mér sé kunnugt
fyrr en 1929 þegar Halldór Magnússon sest þar að með
Matthildi konu sinni, sem síðar verður getið. Jóhann Hjaltason
rithöfundur og fræðimaður getur þess í bók sinni um Stranda-
sýslu, er hann reit fyrir Ferðafélagið, að róið hafi verið ffá
Hamarsbæli á haustum. Til er ein formannavísa er sannar mál
hans. Vísan mun vera um Gunnlaug Magnússon á Osi í Stein-
grímsfirði og er svona:
Gunnlaugs hœla gjöröum má
gnoÖ þótt kœla elti,
Hamarsbæli fleytir frá
fögrum dœlugelti.
Tildrögin að því að föst byggð hófst í Hamarsbælinu svo og
þar út ströndina að Drangsnesi má eflaust rekja til þess atburðar
að fiskiskipið Vanadísin, sem var á leið frá Hafnarfirði til Siglu-
fjarðar, lenti í þoku á Húnaflóa og villtist inn á Steingrímsfjörð.
Skip þetta átti að stunda handfæraveiðar fyrir Norðurlandi. Skip-
ið var gert út frá Hafnarfirði af Þórði Flygenring en fulltrúi hans
um borð var roskinn verslunarmaður Andrés Runólfsson, faðir
Kristins E. Andréssonar magisters í Reykjavík. Það mun hafa ver-
ið aflahrota hjá Selstrendingum þegar Vanadísin lagðist fyrir
föstu og Andrés fór að kaupa fisk af árabátunum þar. En ekki er
þess getið að skipverjar bleyttu færi sín þetta sumar heldur
keyptu fisk af bátum og fóru svo hlaðnir suður þegar skipið bar
ekki meir. Sennilega var þetta sumarið 1927. Arið eftir kom svo
Andrés aftur og hóf þá að byggja skúra á Drangsnesi til að verka
í fisk.
Fyrir þann tíma voru tveir aðilar sem keyptu fisk á Drangsnesi,
Riís-verslun á Hólmavík og Magnús Thorberg á Isafirði. Var Árni
Andrésson fiskmóttökumaður fyrir Magnús Thorberg en Jón
Pétur Jónsson á Drangsnesi fyrir Riísverslun. Árni hafði áður
110