Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 116

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 116
reistir a.m.k. tveir fiskhjallar með gömlu sniði, fjórir stólpar af grjóti en rekatré lögð á milli og reft yfir með sprekum og torfi. Árni hafði og reist hús undir þurrfiskinn. Ég man eftir balli þar og var þá farið í vefaraleik og sungið: „Vef í vamminn“ o.s.frv. Ég hef grun um að einn hafi þá nótt krækt sér í konuefni. Á þessum árum urðu menn að sækja beitusíldina út á Drangsnes en þar var þá nokkuð gott íshús úr torfi. Stundum var farið þangað á bát, en oft var síldin með sínum klaka borin í pokum inn í Bæli og voru menn óglaðir eftir slíkar ferðir. Þá voru kolaeldavélar í húsunum en ekki notuðu menn þó almennt kol þar fyrstu árin, heldur tóku upp mó uppi á fjalli og þurrkuðu eftir að hafa grindað hann á staðnum. Mest af þessu var reitt heim á hestum en margur mópokinn var þó borinn á bakinu. Uppi undir Bæjarfellinu var staður sem nefndur var Gunnustaða- gróf, að mig minnir. Þar hafði verið tekinn surtarbrandur á stríðsárunum fyrri og lagður þangað vegur. Fóru menn stundum þangað með haka og skóflu til að fá sér í poka. Eitt sinn fóru þangað feðgar tveir og tóku rösklega til starfa en líklega meir af kappi en forsjá, því aurskriða rann á föðurinn og sat hann fastur upp að mitti og gat sig hvergi hreyft. Var þá sonurinn sendur heim eftir hjálp en hann fékk svo mikið hláturskast að það var ekki fyrr en seint og síðarmeir að hann gat beðið um hjálp til að grafa karl föður sinn upp. Ekki voru feðgar þessir úr Hamarsbæli en þó góðir Selstrend- ingar. Það var oft fjörugt mannlíf í Bælinu, ekki bara þegar verið var að meta fiskinn og senda á markað. Mesta fjörið var þegar vel veiddist og dagar og nætur runnu saman í eitt við kríugarg, mótorskelli og masið í fólkinu bæði úti og inni. Slíkt verður ógleymanlegt hverjum sem tekur þátt í því. Enginn safnaði þar auði á þessum árum. Fiskverð var lágt svo og kaupgjald. Fyrir kg af hausuðum og slægðum þorski fengust 10 aurar en helmingi lægra fyrir ýsu. Kaupið var 55 aurar á tímann. Þá var stofnað verkalýðsfélag í hreppnum og tók þrjú ár að fá það gert að samningsaðila. Áður en ég lýk þessu spjalli mínu um Hamarsbælið langar mig 114 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.