Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 117
til að geta nokkurra forraanna sem lögðu fisk sinn upp hjá Árna
Andréssyni á þessum árum (1931 til 1940).
Fyrst skal telja frumbyggjann í Hamarsbæli, Halldór Magnús-
son. Hann var formaður á mótorbátnum Rut er þeir Árni
Andrésson keyptu frá Patreksfirði. Seinna var svo Hermann
Guðmundsson íþróttakennari frá Bæ, mágur Halldórs, meðeig-
andi hans og stundum formaður á Rut. Þeir Halldór og
Hermann byggðu saman hús þarna sem enn stendur eitt uppi.
Þar fæddust 3 elstu börn Hermanns.
Rut var svo seld aftur til síns heima. Um Halldór var þetta
kveðið:
Þó að aldan rjúki reið
röskur er afla starfi
Hlunnablesa hleypir skeið
Halldór Magnúsarfi
Einar Sigvaldason átti sem fyrr segir fallegan bát opinn er hét
Hrefna. Þann bát lét Einar smíða í Reykjavík hjá Lárusi skipa-
smið þar. Um sama leyti lét einn Byrgisvíkurbræðra, Guðmundur
Guðmundsson kenndur við Svanshól í Bjarnarfirði, smíða opinn
vélbát fyrir sig hjá Magnúsi Guðmundssyni í Bátastöðinni í
Reykjavík. Báturinn hlaut naíhið Björg og var síðar dekkaður af
Inga Guðmonssyni á Fiskinesi. Þeir Einar og Guðmundur sigldu
samflota bátum sínum fyrir Látraröst og Hornbjarg. Þetta urðu
mikil happaskip. Báðir voru bátar þessir brenndir um síðir.
Sigurður Þorleifsson frá Arnardal kom norður með lítinn vél-
bát er hét Örninn. Ekki er mér kunnugt um hver var fyrsti vél-
báturinn þarna á ströndinni en Örninn var með þeim fyrstu. Ingi
Guðmonsson átti svo Örninn en þar næst þeir Byrgisvíkurbræð-
ur, Ingimundur og Sveinn, þá búsettir í Hveravík. Hjá þeim
bræðrum reri ég á Erninum sumarið 1931.
Ingi Guðmonsson frá Kolbeinsvík, síðar þekktur skipasmiður á
Akranesi, byggði fyrstur manna hús á Fiskinesi árið 1927. Hann
reri það sumar með Sigurði bróður sínum frá Fiskinesi. Svo átti
hann fjögramannafar, árabát er smíðað hafði Guðmundur Bárð-
115