Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 121
Jóna Vigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá
Strandaferð
4, —8. júlí
1986
„í morgunljómann er lagt af stað — Mér datt ósjálfrátt í hug
þessi ljóðlína, úr „Fákum“ Einars Benediktssonar, þegar við eldra
fólkið á Selfossi, lögðum af stað í Strandaferð þennan dag. Veðrið
hafði verið rysjótt dagana á undan en nú stytti upp með logni og
blíðu.
Við vorum eitthvað um 30 talsins flest úr Árnessýslu. Farar-
stjóri var okkar ágæti félagsformaður, Einar Sigurjónsson og bíl-
stjóri var hann Hafsteinn, uppáhaldið okkar. Ég var eini Stranda-
maðurinn lengst að rekin, eins og sagt er og þó, með okkur var
danskur prestur, mágur einnar konunnar. Hann hefur oft komið
til Islands á sumrin og var hér víst í tíunda sinn. Einhver lét þá von
í ljósi að kannske þyrfti á presti að halda í túrnum, t.d. til að gifta
og gott væri að fá hann næsta ár til að skíra.
Við byrjuðum á að syngja fyrsta erindið úr „Á hendur fel þú
honum“, sem er föst venja og fagur siður, sem má aldrei gleymast.
Við sem erum svolítið hjátrúarfull erum viss um að þá myndi
eitthvert óhapp koma fyrir.
Svo var lagt af stað upp Grímsnesið. Við fengum aðeins að
renna upp á Dráttarhlíðina við Steingrímsstöðina til þess að sjá,
hvernig fjöllin stóðu á höfði í Þingvallavatninu. Farið var Kjósar-
119