Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 122
skarð yfir í Hvalfjörðinn. Þetta er falleg leið og þarna ofan byggð-
ar er Þórufoss, hann er mjög svo skoðunarverður, þó að hann sé
sjaldan nefndur. Fátt eitt varð frásagnarvert á leið okkar fyrir
Hafnarfjall og upp Norðurárdal, en ekki þótti okkur glæsilegt að
líta norður á Holtavörðuheiðina, þar sem þykkur þokubakki
huldi sýn. Marta Jónasdóttir kom með fyrripart vísu um þokuna:
„Silfurgrá og silkimjúk
svífur húnfram dalinn
og ég botnaði:
vefur örmum hlíð og hnjúk
hylur fjallasalinn“
Ekki var meira sett saman í bili, því óhug setti að okkur við að
ösla gegnum þokuvegginn og sjá bílana, sem að norðan komu,
leiruga upp á topp. Allt benti þetta á að Strandirnar myndu ekki
vanda okkur kveðjurnar.
Brúarskálinn — norðangúlpur, súld og nístandi kuldi. Við
hlupum inn til að nota aðstöðuna og fá okkur eitthvað gott í
gogginn.
Ég fór svo sem gamall Hrútfirðingur að benda félögunum á
bæina og þau kennileiti sem sáust í gegnum þokuna. En það var
ekki til skemmtunar fallið að segja frá því sem ekki sást.
Smátt og smátt þynntist þokan hið neðra en þó var hún sótsvört
á Bitruhálsinum. En er vestur af honum kom, var eins og að ganga
úr hömrum að koma út úr þokuveggnum, Broddanes og Stein-
grímsfjörður blöstu við, böðuð í kvöldsólinni.
Það léttist brúnin á mannskapnum og liðkaðist um málbeinið á
mér. Nú birtist fegurð æskustöðva minna í skæru ljósi, þessi mjúk-
dregnu fjöll og iðjagrænu vellir. Þó að ég fengi ekki að sjá mína
bernskubyggð fyrir þokunni, þá þekkti ég þetta allt og hlýnaði um
hjartarætur. Og þegar ég sagðist hafa verið á útiskemmtun á
Skeljavíkurgrundum, þá heyrðist sagt aftur í bílnum: „Allsstaðar
hefur Jóna dansað".
120