Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 133
Allt skartaði sínu fegursta — loft, land og sjór. Gaman var að
»sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast" eins og skáldið
kvað, og glettilega skrítin voru nöfnin á hlutunum. Þar kom þessi
vísa:
Skarðsströnd þótti fögur flá
enfékk þó mesta lofið
þegar blessuð Ballará
birtist gegnum Klofið.
og önnur um sama efni kom hjá Sesselju, þegar við komum til
Búðardals:
Um Klofið rómaða fórum við fyrst
það frœgasta á norðurhjara.
í Búðardal fiestir borðuðu af lyst
og barnaföt keyþtu til vara.
Ég veit ekki hvort hún var að höfða til þess að einhver úr
hópnum myndi þurfa á barnafötum að halda eftir svo sem níu
mánuði, eða til þess að hún átti sjálf von á barnabarni á einum stað
°g barnabarnabarni á öðrum.
Nokkur stans var gerður í Búðardal, enda fást þar landsins
frægasti ís og pylsur, eins og Vilborg sagði:
1 Búðardal við komum og bjart var yfir öllum
í búðirnar við skoðuðum og ýmislegt fékkst þar
etinn var þar ísinn og ein þar fékkst með öllu
að ætla að hugsa um línurnar þá strikað yfir var.
Nú var ekið stanslaust allt suður í Botnsskála, og þar var tappað
af °g á, fyrirgefið, létt á sér og síðan drukkið kaffi eða öl eftir vild
fólksins.
Svo var slegið undir nára og ekið sem leið lá um Hvalfjörð,
Kjalarnes og til Reykjavíkur. Ekki var farið inn í borgina, aðeins
beygtí austur og ekið heim. Með nokkra ferðafélagana fórum við
úl Þorlákshafnar, þar sem þeir áttu heima, en síðan á Selfoss. Þar
131