Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 137
Jón Hrafndal Johnson
Hann drukknaði 14. ágúst 1916 framundan íslenzku nýlendunni á Smith
lsland við mynnið á Skeena River. — Meðfylgjandi æviminning er eftirJ.
Ásgeir J. Lindal í Victoria, B.C.
Jón heitinn var fæddur á Fögrubrekku í Hrútafirði í Stranda-
sýslu þann 27. júlí 1849. Faðir hans var Jón Jónsson sonur Jóns
hjarnasonar bónda í Hrafnadal. En raóðir hans var Valgerður
Jóhannsdóttir bónda í Laxárdal í Hrútafirði, Ólafssonar bónda á
Kveingrjóti í Saurbæ í Dalasýslu. Föðuramma Jóns heitins var
Þuríður Ólafsdóttir (systir Jóhanns föður Valgerðar) en móður-
amma hans var Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Steingrímsfirði. —
Jón heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum, sem bjuggu á ýmsum
stöðum, bæði í Stranda- og Dalasýslu. En 22 ára að aldri fór hann
að Hrafnadal til Jóns bónda Lýðssonar og konu hans Sigríðar
^jarnadóttur. Þar dvaldi hann í 6 ár. Þaðan fór hann að Prests-
bakka til síra Brands Tómassonar. Þá var hann lausamaður í 4 ár.
Á því tímabili vann hann mest að þúfnasléttum og vegabótum.
Árið 1883 fór hann að búa á Fögrubrekku með Guðrúnu systur
sinni, sem síðar varð kona Guðna Einarssonar á Óspaksstöðum.
Næsta ár fór Jón að Stað í Hrútafirði og bjó þar í tvö ár. Þaðan
flutti hann að Fossi í Hrútafirði og bjó þar í eitt ár, en flutti svo
þaðan til Vesturheims sumarið 1887. — Fyrsta veturinn var hann í
Norður-Dakota. Næsta ár í Calgary og Klettafjöllunum, en árið
1889 flutti hann hingað til Victoria. Eftir 16 ára dvöl hér í bænum
°g grenndinni, eða árið 1905 fór hann til íslands. Þar dvaldi hann
1 7 ár, eða þangað til árið 1912, að hann kom frá íslandi hingað
aftur, — eftir að hafa dvalið um hríð á vesturleiðinni hjá dr. Jóni
Einarssyni í Foam Lake í Saskatchewan og öðrum fornvinum
135