Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 142
Þórir Dnníelsson
frá Borgurn
Leiðrétt-
ingar
í 19. árgangi „Strandapóstsins" birtir Skúli heitinn Guðjónsson
á Ljótunnarstöðum bráðskemmtilegan brag um Hrútfirðinga eft-
ir Jósep Jónsson á Melum, ásamt skýringum. I lok skýringanna
segir hann að eins bæjar, Borga, sé ekki getið og sé það trúiega
vegna þess, að bóndinn þar hafi verið nýlátinn. Það getur vel
staðist, en þó því aðeins, að bragurinn sé ortur 1907, en þegar
kemur að nöfnunum hefur minnið svikið hann og þeir, sem um
útgáfuna sáu, ekki gætt þess að bera það, sem þar segir, saman við'
heimildir.
Skúli segir Ólaf „eldra“ á Borgum hafa verið Ólafsson og að
kona hans hafi heitið Guðrún Ögmundsdóttir. Bæði föðurnöfnin
eru röng. Ólafur var Jónsson og Guðrún var Kristjánsdóttir (faðir
hennar var Kristján Ögmundsson í Fjarðarhorni bróðir Guð-
mundar og Kristínar, sem þar bjuggu lengi).
Ólafur Jónssön á Borgum lést 6. apríl 1907, þannig að sú tilgáta
Skúla, að bragurinn sé ortur í námunda við það ár, getur sem best
staðist, hinsvegar vekur athygli, hversvegna Gísla í Kvíslum er
getið í bragnum, því að hann lést líka 1907 — í ágúst.
Þegar ég sá þessar villur í nöfnum afa míns og ömmu á Borg-
um, datt mér í hug, hvort ekki væri um fleiri villur að ræða. Minni
manna er ótraust og sökum þess að Skúli var blindur mjög lengi
var aðstaða hans til þess að bera minni sitt saman við heimildir æði
140