Luxus


Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 14

Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 14
14 LUXUS B Ester og Karl í verslun sinni í Kirkjuhvolí. ljósm : björgvin pálsson Leðurjakki, pils og kápafráfinnska fyrirtæklnu Pentik. Pess má geta, að hægt er að kaupa stakan jakka eða pilslð stakt frá ctragt og bæta síðar inn í í sttl. flokks vara. Þó verslunin sé lítil um sig er mikið úrval af fallegri vöru, pelsum og leðri. Ég spurði fyrst hvers konar fólk verslaði við Pelsinn. Eigendumir kváðu fólk úr öllum stéttum skipta við verslunina. Oftar væri það þó hinn almenni borgari sem liti inn. Erlendir ferðamenn koma mikið á sumrin. Em þeir stór hluti við- skiptavinanna yfir sumartímann. Á því má glöggt sjá, að landanum ætti að vera óhætt að kaupa pelsa hér heima. Verðið er hagstætt á íslandi miðað við það sem gerist víðast er- lendis og þá ekki hvað síst í þeim tilfellum þegar um er að ræða heims- þekkt framleiðslumerki. Og ekki spilla greiðslumögu- leikamir fyrir. Eitt af því sem gerir þessa verslun einmitt svo heimilis- lega er litla bókin í skrifborðsskúff- unni, sem geymir reikninga við- skiptavlnanna. Fólk lítur við einu sinni í mánuði og greiðir sínar mán- aðarlegu afborganir. Allmargir greiða vömna út í hönd. Verðið frá 10 þúsund til 300 þúsund kr. Allflestar tegundir skinna sem unnið er úr í heiminum fást í Pelsin- um. Allt frá flíkum úr kanínuskinni, en það skinn er það ódýrasta á pelsa- markaðinum, upp í minkapelsa. Hægt er að fá pelsa í versluninn fyrir um 300 þúsund krónur, góður kan- ínupels fæst fyrir 10 þúsund krónur. Slíkur pels getur dugað í ein fimm ár eða meira ef vel er farið með hann. Mest segjast eigendur verslunar- innar selja af þrenns konar pelsum, beaver, nutria og kiðling. Slíkir pels- ar kosta frá 19 til 36 þúsund krónur. Em þetta skinn sem hæfa vel ís- lenskri veðráttu og losna ekki úr hámm. „En fólk verður hins vegar að hafa hugfast, að þetta em engar regnkápur," sagði Karl. Þessum þrem tegundum til viðbótar nefndi hann refaskinn, sem alltaf væm vinsæl, enda falleg. En refurinn er aftur á móti lausari í sér. j\f endingargóðum skinnum en dýrari em minka- og þvottabjama- skinn algengust," sagði Ester. Og hún gaf verðhugmyndir: Síðir minkapelsar úr smærri skinnum, eins og t.d. af fram- eða afturlöpp- um, geta kostað frá 39 þúsund krón- um upp í 75 þúsund. Sama er að segja um þvottabjamaskinn og skinn í sambærilegum gæðaflokki. Við létum þess getið áðan, að verð á pelsum væri hagstætt hér á landi. Ester og Karl nefndu dæmi um það: í innkaupaferð til Lundúna í fyrra komu þau auga á flík frá Turkis Turku í Finnlandi í stórversluninni Harrods. Þar kostaði hún 200 pró- sent meira en sams konar flík í Pelsinum. Ef sama verðlagning væri á þessum flíkum hér og erlendis mundi þessi lúxusvara einfaldlega ekki seljast eins vel. Smæð markað- arins heldur verðinu niðri. Einkum vekur verð pelsa frá þekktustu fram- leiðendunum furðu útlendinga sem koma í verslunina. Karl og Ester sögðu að fólk væri farið að umgangast pelsa og aðrar flíkur úr ekta efnum af meiri alúð en áður. Til dæmis er mjög óæskilegt að vera í pels sé setið lengi í bíl, því áklæði bílsætanna, sem eru yfirleitt úr gerviefnum, og loðfeldur fara ekki saman. Einnig fer illa með pelsa að sitja í þeim í upphituðum bíl, kannski í flíkinni rakri. Vilja hárin þá losna og hreinlega nuddast af. Erfitt viðureignar, því við íslending- ar eigum jú ætíð von á öllum afbrigð- um veðurs í sömnu bæjarferðinni, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Pels þarf sérstaka um- hirðu og umhyggju og getur góður pels dugað mannsaldur fái hann rétta meðferð. Um þessar mundir er verslunin Pelsinn að halda upp á tíu ára af- mæli sitt. Viðskiptavinimir hafa haldið tryggð við fyrirtækið frá fyrstu kynnum. Gömul hugmynd og draumur Esterar varð að veruleika þegar verslunin opnaði. Þar fóm saman hrifning á fallegum flíkum og athafnaþrá. „Persónuleg tengsl við viðskiptavinina hefur alla tíð verið kjörorð okkar," sagði Ester. Gæði skinna og fallegur frágangur Snúum okkur nú aðeins að leður- vömnni sem er til sölu í versluninni. Þar em í fyrirrúmi gæði skinna og fallegur frágangur. Merkin sem Pels- inn verslar með em alþjóðleg og fást í fínni verslunum víða um heim. Verð á leðurfatnaði í Pelsinum er mismunandi, en þó ekki það hátt að fólk almennt ráði ekki við það. Litir í leðri em yfirleitt klassískir og snið og útfærsla mjög góð. Reyna þau Ester og Karl að stíla sem mest upp á fatnað sem alltaf hefur nota- gildi. Myndalisti og litasýnishom liggja frammi í versluninni fyrir þá sem vilja láta sérpanta leðurflíkur sem ekki em til í versluninni en framleiddar af fyrirtækjunum sem hún skiptir við. Hægt er að velja saman liti eftir eigin höfði svo og flík sem aðeins er framleidd í nokkmm eintökum. Tekur það aðeins þijár til fjórar vikur að fá sérpantanir af- greiddar. Að síðustu vildu Ester og Karl bæta því við, „að hver kona á Islandi ætti skilið að veita sér þann munað að eignast pels. Pels ætti að sjálf- sögðu að vera eign hinnar sann- kölluðu konu. Greiðsiukjör em orðin svo góð að flestar ættu að ráða við þau.“ Við látum myndirnar tala því máli sem ekki kemst á prent. Þær sýna það sem er á boðstólum í þessari litlu, vinalegu verslun við Kirkju- torg . . . Muscratfrá Bartoli á Ítalíu. Demibujf minkur Jrá YSL. Gott dæmi um sambland leðurs og loðskinns. Er Jrá Turkistukku í Finnlandi. Takið ejtir loðskinnshúj- unni, en slíkar hújur eru vinsælar nú og Jást í góðu úrvali í Pelsinum.-yr Og hér er poplinkápa með loð- skinni. Framleitt ajjinnska fyrir- tækinu Turkistukku. l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Luxus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.