Luxus - 01.12.1984, Side 24

Luxus - 01.12.1984, Side 24
SKARTGRIPHt ,• > mm Demantur fyrir 2,4 millj. krona — meðal sýningargripa á afmæiis- sýningu Félags íslenskra gullsmiða TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON c MYNDIR: MAGNÚS HJÓRLEIFSSON Félag íslenskra gullsmiða fagnaði sextugs afmæli sínu með veglegri skartgripasýningu í Súlnasal Hótel Sögu nýlega. Þar komu fram og gengu um salinn sýningarstúlkur í klæðnaði frá Báru og með skartgripi frá félögum í gullsmíðafélaginu. Luxus var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði stúlkurnar með skartgripina. Þær myndir eru hér í opnunni og einnig á næstu síðu. Mest umtal skartgripanna hlaut að sjálfsögðu perlufesti, sem í héngu tvö hjörtu úr gulli. Þar í var demantur, sem einn út af fyrir sig kostar 2,4 milljónir króna eða gott betur en fjögurra herbergja íbúð. Það voru þeir bræðurnir Magnús og Sigurður í GuIIi & Silfri, sem smíðuðu gripinn, en þeir hafa ekki fengist til að upplýsa, hvort hann sé seldur. Hjartagullið sjáum við hér til hægri, en á myndinni hér fyrir neðan sjáum við skartgripi frá Pétri Hjálmarssyni, sem starfar hjá Hjálmari Torfasyni (t.v.) og gripi smíðaða af Jóni Snorra, en hann starfar við hlið Jens Guðjónssonar. Á síðunni til hægri sjáum við efst herramann í fötum frá Herrahúsinu með hálsfesti og ermahnappa frá Þorbergi Halldórssyni hjá Kjartani Ásmundssyni. Á myndinni þar fyrir neðan sjáum við skemmtilega brjóstnælu frá HalIdóri Kristinssyni. Neðst eru svo stúlkur með smíðagripi frá Ásdísi Thoroddsen (t.v.) og Jens Guð- jónssyni. Jens smíðaði einnig fjólubláu eyrnalokkana og armskartið, sem sést á myndinni fyrir miðri síðu. Dóra Dalmanns, sem rekur Gullkistuna, á heiðurinn af skartinu á myndinni efst til vinstri, en hálsmenið sem sýnt er á myninni þar fyrir neðan smíðaði Steinþór Sæmundsson heitinn, faðir þeirra Sigurðar og Magnúsar í Gulli & Silfri. Þá er loks að geta þess að stúlkan í brúðarkjólnum er með smíðagripi Oskars Kjartanssonar. Og áður en þið flettið yfir á næstu síðu til að skoða meira af skartgripum vill Luxus upplýsa, að formaður Félags íslenskra gullsmiða er Sigurður G. Steinþórsson. Aðrir í stjórn eru Pétur T. Hjálmarsson, Olafur G. Jósepsson, Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir og Björgvin Svavarsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.