Luxus - 01.12.1984, Síða 33

Luxus - 01.12.1984, Síða 33
Ævisaga hennar hefði verið þessi gamla, góða og dæmigerða Hollywood- saga, ef hún hefði ekki endað svona skrambi illa. Gömlu, góðu Holly- woodrómanarnir enda aldrei þann- ig. að eiginmaðurinn skjóti höfuðið af konu sinni og taki síðan eigið líf. Þannig lauk þó ævi Dorothy Stratten, rétt tvítugrar, ljóshærðrar og glæsilegrar stúlku, sem átti svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Og það er þessi stutta ævi, sem er efni- viður kvikmyndarinnar Star 80. Þar fer Mariel Hemingway með hlutverk Dorothy. Leikstjórier Bob Fosse. Þrátt fyrir að ævisaga Dorothy Stratten sá hálf hryllileg í endann, kepptu allnokkrar Hollywoodleik- konur um aðalhlutverkið. Til þess að Mariel Hemingway yrði gjaldgeng sem Stratten varð hún að fá brjóst sín stækkuð. Leikkonan lét slíka smámuni ekki aftra sér. Hún vildi leggja hvað sem var í sölumar til að bijótast úr því smástelpuhlutverki sem hún var að festast í. Enda skart- ar Mariel Hemingway nú línum, sem þættu gjaldgengar hjá Playbokanín- um í hvaða Playboyklúbbi sem er. Dorothy Stratten fæddist í Van- couver í Bresku Kolombíu þann 28. febrúar árið 1960. Faðir hennar var trésmiður. Eitthvað hefur honum mislíkað heimilislífið, því að er Dor- othy var aðeins þriggja ára að aldri hljópst faðirinn að heiman frá móð- urinni, dóttur og enn yngri syni. Líf þykir ekki ýkja mikið í tusk- unum í Vancouver. Skemmtanalífið aftraði Dorothy Stratten alltjent ekki frá því að læra vélritunog hraðritun með öðru skólanámi. Hún vann því almenna skrifstofuvinnu á sumrin. Og að lokaprófinu loknu fékk hún sér vinnu í ísbúð. I þessari sömu íssjoppu lágu leiðir hennar og Pauls Snider saman. Hún var þá átján ára gömul, hann níu árum eldri. Paul þessi átti all vafa- sama fortíð og sjálfsagt hefur honum öðru hvoru skrikað fótur á þröngum vegarslóða réttvísinnar, þó svo að aldrei hafi hann þurft að afplána neinar misgjörðir bakvið lás og slá. Eitthvað hafði hann þó fengist við hórmang, smáhnupl og annað í þeim dúr. Skrautgjarn var Paul með afbrigðum og gekk í skærlitum föt- um með gullkeðjur hangandi alls staðar, þar sem hægt er að hengja slíka gripi. Dorothy var saklaus og bamaleg á þessum ámm og færðist feimnislega undan smjaðri Sniders og fagurgala. Hún var þögul og ekkert fyrir að koma sjálfri sér á framfæri, virtist með öðrum orðum hafa sætt sig ágætlega við ísbúðarstarfið til ævi- loka. Sálfræðingar halda því fram, að barni, sem vanrækt er af föður sínum, finnist það enga ástúð né umhyggju eiga skilið. Feimni Dor- othy og óframfærni kann því að hafa stafað af föðurleysinu. sem hún ólst Paul Snider gafst ekki upp eftir fyrstu tilraun. Smátt og smátt fór Maríel Hemingway sem Dorothy Stratten í STAR 80. Litla myndin: Ásamt Eríc Roberts i hlutverki Payl Snider. TBXTI: ÁSGBIR TÓMASSON Dorothy Stratten að bráðna. Hann bar í hana gjafir, kenndi henni að klæðast þannig, að náttúrleg fegurð hennar fékk betur notið sín og bauð henni oft út á lífið. Hann bauðst jafnvel til þess að gera hana að stór- stjörnu. Og áður en langt um leið vom draumar Sniders orðnir að hennar eigin og hún eygði von til að komast frá Vancouver. Einn var þó galli á gjöf Njarðar. REGNBOGINN SÝNIR BRÁÐLEGA KVIK- MYNDINA STAR 80 SEM GREINIR FRÁ ÖRLÖGUM PLAYBOY- LEIKFÉLAGANS DOROTHY STRATTEN Paul Snider var með afbrigðum skapbráður. Dorothy reyndi eins og hún gat að forðast rifrildi, og því fékk hann oftast sínu framgengt, án þess að neinar mótbámr heyrðust. Snider ætlaði þó ekki að leigja Dor- othy út sem vændiskonu né láta hana taka þátt í keppni um, hvaða stúlka í Vancouver tæki sig best út í blautum nærbol einum fata. Á slíkum tiltækjum hagnaðist Paul Snider einmitt best. Nei, ó nei. Dor- othy Stratten skyldi byrja á toppnum. Hjá Playboy. Það reyndist létt verk fyrir Paul Snider að fá hina feimnu og ófram- færnu Dorothy Stratten til að sitja nakin fyrir hjá ljósmyndara. Ef til vill var það af óttanum við hann, sem hún lét tilleiðast. Myndimar heppnuðust eins og best varð á kosið og Dorothy var boðið á Playboy herragarðinn í Kaliforníu. Reyndar þurfti hún leyfi móður sinnar til að láta birta af sér myndir í Playboy, þar eð hún var undir lögaldri. Móðir- in neitaði að gefa leyfið. Snider bjargaði því máli snarlega: hann falsaði einfaldlega undirskriftina. Snider var ekki boðið, þegar Dor- othy hitti Hugh Hefner, ritstjóra Playboy, á herragarðinum, en hann stjórnaði utan vallar, ef svo má segja. Fljótlega kom hann á eftir Dorothy til Kaliforníu og þau giftu sig þar. Hvers vegna veit enginn, en stúlkan var enn undir lögaldri og varð sjálfkrafa undir ábyrgð eigin- manns síns. Þá hefur hún vafalaust talið sig eiga Snider skuld að gjalda, og hver veit nema hún hafi elskað hann eitthvað líka. Að auki var alltaf auðveldara að láta að vilja Sniders en að rífast við hann. Hefner tók giftingarfréttinni hins vegar illa. Honum líkaði engan veg- inn við Paul Snider. Ekki fór hjá því, að Dorothy og Paul fjarlægðust hvort annað eftir að hún var farin að vekja athygli. Hún var valin mánaðarleikfang Playboy tímaritsins í ágúst 1979 og vakti að vonum mikla athygli. Snider trúði því blátt áfram ekki, að til væri fólk, sem vildi stía honum og konu hans í sundur. Hún var hans uppgötvun og hann vildi fá sín laun. Hann var að auki staurblankur og leit á Dor- othy sem sína einu fjárfestingu í lífinu. Og þá gerðist það alversta, sem fyrir gat komið. Dorothy Stratten varð ástfangin af kvikmyndaleik- stjóranum Peter Bogdanovich. Hann gaf henni tækifæri til að leika smá hlutverk í myndinni They All Laughed og hún tók því fegins hendi að geta komist til New York til að leika í myndinni. Þegar tökum lauk hélt Dorothy til Kalifomíu að nýju - og flutti inn til Bogdanovich. Hann ráðlagði henni að hitta Snider aldrei framar, en honum tókst að þvinga hana til að koma. Þann dag lauk lífi beggja. Ætlaði Paul Snider að myrða konu sína þennan örlagaríka dag eða hafði hann upphaflega aðeins ætlað að skjóta sjálfan sig vegna óstjórn- legrar afbrýðisemi, eins og gengið er út frá í myndinni Star 80? Var það einungis vegna óstjórnlegs skapofsa síns, sem hann beindi byssunni að Dorothy? Þessar spurningar skipta engu máli. Draumur fallegu stúlk- unnar rættist um frægð og frama. En hún keypti þann draum of háu verði. Með lífi sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Luxus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.