Luxus - 01.12.1984, Síða 36

Luxus - 01.12.1984, Síða 36
TBXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Rjómalíkjðrar eru að kom- ast í tísku um víða veröld og hafa víst fáir drykkir náð öðrum eins vinsældum á jafn skömmum tíma síðan sögur hófust. Fyrir 10 árum var þessi drykkur óþekktur í heiminum eða þar til írska vínfyrirtækið Baileys í Dublin kynnti fyrsta ijómalíkjörinn seint á árínu 1974. í dag eru framleiddar um 40 mis- munandi tegundir í heiminum og eitthvað af þeim hefur þegar borist til íslands, s.s. Myers Original Rum Cream. í venjulegum rjómalíkjör er fersk- ur ijómi og viskí. Þar er ekkert óvenjulegt á ferðinni nema hvað ör- lítið af bragðlausu jöfnunarefni er sett í drykkinn til að þessir ólíku vökvar skiljist ekki að í flöskunni. Þar sem samkeppnin er þegar orðin mjög hörð meðal þeirra sem fram- leiða ijómalíkjöra er sífellt bætt um betur þegar nýjar tegundir koma á markaðinn. Baileys er t.d. bragð- bættur með súkkulaði, annar með hunangi, sá þriðji með vanillu og það er karamellubragð að Myers. Þannig mætti lengi telja. Rjómalíkjör þarf enga sérstaka meðhöndlun við geymslu nema hvað hann ætti ekki að vera lengi í mikl- um hita og flaska sem hefur verið opnuð ætti að geymast í kæli. Þetta er ljúfur drykkur eins og hann kem- ur fyrlr beint úr flöskunni, kældur eða við stofuhita, og nýtur sín vel -í eftirfarandi uppskriftum: Bananadraumur 2 sjússar kældur ijómalíkjör '/2 sjúss Ijóst romm 1 tsk bananalíkjör l/2 líttll, þroskaður banani, skorinn í teninga V2 bollt mulinn is Þykk bananasneið til skrauts Þessi drykkur er lagaður á svipað- an hátt og milk-shake. Allt sem þarf {nema bananasneið- in) er sett í blöndukönnuna á hræri- vélinni. Kannan á að vera kæld. Sett er á mesta hraðann og honum haldið þar til drykkurinn er orðinn jafn. Þá er honum hellt í tvö stór og vel kæld vínglös. Bananasneiðina sem eftir er má setja tilskorna á glasbarmirm eða gegn um tein sem lagður er þvert yfir glasið. Sumum finnst gott að strá örlitlum kanil yfir diykkinn til litbrigða. 00 £ X 'P vo CO Black Irish Heitt. svart kaffi írskur ijómalíkjör Sykur eftir smekk Dökkur súkkulaðispænir Kaffinu er hellt í bolla eða krús og einum sjúss af írskum rjómalíkjör er hellt saman við. Hrært í og smakkað. Sykri bætt við eftir smekk og meiri líkjör sé þess óskað. Aftur er hrært í og loks er skreytt með dökkum súkkulaðispænum. Snarkandi Snæfinnur 2-3 sjússar kældur ijómalíkjör 2 sjússar sódavatn Nokkrir ísmolar eru látnir í hátt og mjótt glas og rjómalíkjör hellt ofan á ísinn. Skvettu af sódavatni er bætt við og vel hrært. Afgangnum af sódavatninu er síðan hellt út i og hrært rösklega. Borið fram með sog- röri. Rjómabitter Þetta er einfaldlega ijómalíkjör, styrktur með beiskum bragðtegund- um. Tveim eða þrem slettum af kældum bitterkjama eða orange- bitter er skvett í kælt búðingsglas og látnar velta rækilega ínnan á glas- veggnum. Örlitlum rjómalíkjör er hellt út í og hrært þar til góð blanda hefur náðst. Meiri líkjör er síðan bætt við eftir smekk; allt að 2-3 sjússum. Hrært aftur. í þetta má setja ísmola en bragðið helst ósvikið án hans. Half and Half IV2 sjúss ijómalíkjör 1 '/2 sjúss kaffilíkjör Malaður kanill Líkjörarnir tveir eru rækilega hristir saman ásamt ís. Síðan er þeim hellt gegn um siu í kælt kokk- teilglas og loks er dálitlu af kanil stráð lauslega yfir. Ath.: Ýmsir aðrir líkjörar, s.s. Amaretto, Créme de Cacao, Dramb- uie, Frangelico, Irish Mist eða Triple Sec geta komið í sað kaffilíkjörsins. Hliðarvindur Mjög þægilegur en kröftugur drykkur sem gæti komið aftan að þér svo að það má vara sig á honum. 2 sjússar ijómalíkjör % sjúss gin V2 sjúss Triple Sec eða sambæri- legur líkjör Melónubolla eða kúla, jarðarber, ananasteningur Víntegundimar em hristar saman við ís og hellt gegn um síu í gamal- dags glas yfir nýjan ísmola. Ávextirn- ir em þræddir upp á mjóan bambus- tein og settir i glasið þannig að þeir snúi upp. Southern Cream 2 sjússar tjómalíkjör V2 sjúss bourbon Kældur kóla-drykkur Rjómalíkjör og bourbon eru hristir líflega saman við nokkra ísmola. Þessu er hellt ósíuðu í kældan bikar á fæti eða grannt ölglas. Örlitlu af kóla-drykknum er heílt saman við og vel hrært. Meira kóla notað eftir smekk. Hrært rösklega. Dreypt á í mestu makindum. Skoskur mjólkurpúns Garry Moore’s 2 viskísjússar og 6 mjólkursjússar eru hristir rækilega saman ásamt sykri og ís. Þessu er hellt í hátt glas og múskathnetuspænum dreiftyfir. „Lallah Rookh“, eftirlætiskokkteill Burl Ives Kældur konjakssjúss og '/2 sjúss af dökku Barbados-rommi em látnir í kokkteilhristara ásamt teskeið af þykkum rjóma, hálfri teskeið af sykri og örlitlu af vanilludropum. Hrist saman og síað í kokkteilglas með holum fæti. Alfonso 2 sjússar Créme de cacao '/2 sjúss þykkur ijómi Créme de cacao er hellt í stórt líkjörsglas eða lítið rauðvínsglas. Rjómanum er hellt varlega saman við svo að hann hylurlíkjörinn. Þetta er frægur flagaradrykkur og er einn- ig þekktur sem Engladraumur og Angels Tip. Alexander 3A sjúss konjak 3A sjúss Créme de cacao 3A sjúss þykkur rjómi 3^1 ísmolar Þetta er allt sett í kokkteilhristara og hrist vel. Hellt i kokkteilglas. Alexander númer 2 er að öllu leyti eins nema hvað gin er notað í stað konjaks og Systir Alexanders er frá- bmgðin bróður sínum númer 2 að því leyti að V2 sjúss af Créme de menthe er notaður í staðinn fyrir Créme de cacao. Grasshopper (Engispretta) 1 sjúss grænn Créme de menthe I sjúss hvítur Créme de cacao 1 sjúss léttur ijómi, kaffiijómi eða ijómabland V2 bolli mulinn ís Þessu er öllu hellt í kokkteilhrist- ara, kröftuglega hrist og síðan síað í kampavínsglas. Diykkurinn er ljós- grænn að lit með pasteláferð og mjög vinsæll um víða veröld. Miðnæturpúns V2 bolli strásykur 1 lítri mjólk 5-6 tepokar 10 sjússar konjak eða eplabrandý börkur aj 2 sítrónum, skorinn í þunnar sneiðar. Mjólk. sykur og sítrónubörkur em sett í stóran pott og látin sjóða. Þá er potturinn tekinn af hellunni og tepokarnir settir út í. Þeir em síðan fjarlægðir eftir 1-1'/2 mínútu. Konj- akinu hellt saman við. Látið sjóða í 2- 3 mínútur og borið fram sjóðandi heitt með hnetuspænum stráð yfir drykkinn. Mjólkurpúns (Royal Milk Punch) 1 glas mjólk 1 tsk sykur 1 egg 1 sjúss romm Hristist með muldum ís og síist í hátt glas. Hnetuspænum dreift yfir drykkinn. Hvítur skuggi V3 viskí V3 Pernod V3 ijómi Hristist vel í kokkteilhristara ásamt ísflögum og síist í venjulegt viskíglas. Rússneskur bjór 2 sjússar vodka 1 sjúss Créme de cacao 1 sjúss rjómi Hellist ofan á ísmola í stóru glasi og hrærist vel. Cream Fizz 1 '/2 sjúss gin 1V2 sjúss mjólk 3 teskeiðar sykur 4 teskeiðar sítrónusafi 3- 4 ísmolar V2 bolli mulinn ís sódavatn Mjólk og gini er hellt saman í kokkteilhristara og þar næst sykrin- um og sítrónusafanum. ísmolunum er bætt út í og hrist kröftuglega. Mulinn ís er settur í hátt glas og síðan er drykkurinn síaður út í. Loks er sódavatninu bætt við þar til glasið er fullt og þá er hrært líflega uns drykkurinn freyðir. Sumum finnst betra að nota mjólk í stað rjóma í nokkra af þeim ijóma- drykkjum sem hér hafa verið nefndir. t.d. í Alexander og Grass- hopper. Mjólkurbragðið þykir fersk- ara og áhrifin eru sögð betri fyrir skapið. Og þótt við mælum ekki með drykkju daginn eftir að fullmikið af áfengi hefur verið drukkið (svolítið sem við mælum heldur ekki með) þá finnst mörgum gott að fá sér háift mjólkurglas með ís, sódavatni og einum sjúss af þeirri víntegund sem orsakar höfuðverkinn. Léttvín ganga þó ekki í slíka blöndu. Nokkrir oafengir kokkteilar Ef þú átt von á gestum í kokkteilboð skaltu alltaf reikna með að einhveijir þeirra vilji ekki áfenga drykki. Hing- að til hafa margir bindindismenn verið svo hæverskir að þiggja bara vatnsglas, gosdrykk eða kaffi, en ef þú ætlar að gera öllum gestunum jafn hátt undir höfði verðurðu að sjálfsögðu að kunna skil á nokkrum óáfengum kokkteilum. Þeir eru til í miklu úrvali; sætir, ósætir, heitir, kaldir, „þurrir", nærandi o.s.frv. Hveijum óáfengum drykk hæfir sérstök gerð af glasi, rétt eins og óáfengu drykkjunum, en þeir eru mun ódýrari í framleiðslu jafnvel þótt svo virðist sem bruðlað sé með hráefnin í suma þeirra. Eftirfarandi uppskriftir ættu að gefa nokkra hugmynd um úrval óáfengra drykkja: Byggmjöður 60-70 grömm byggmjöl 3 teskeiðar sykur börkur af hálfri sítrónu 1 lítri sjóðandi vatn Byggmjölið er sett í skaftpott og blandað með köldu vatni. Hitað og látið sjóða í 3 mínútur. Síað í könnu með sykri, sítrónuberki og sjóðandi vatni í. Síðan er breitt yfir könnuna og drykkurinn látinn kólna vel. Þá er síað í aðra könnu og loks er drykknum hellt í breitt hálfglas ofan á ísmola. Sumum finnst gott að bæta sætum sítrónusafa saman við. Þessi drykkur nægir fýrir fjóra og er mjög hressandi. Hörpuhljómur 1 teskeið tómatsósa Vs teskeið seljurótarsalt 2 skvettur tabasco-sósa 5 sjússar hörpudiskssafi (clam juice) 1—2 ismolar Allt er þetta sett í kokkteilhristara og hrist kröftuglega. Síað í lítið ölglas. Hawaii % úr bolla af kældum appelsínu- safa 1 sneið ananas skvetta af sítrónusafa 2-3 ísmolar Allt er sett í rafmagnsblandara nema ísmolarnir. Hrært í hálfa mín- útu á mesta hraða. Borið fram í kældum bikar. Skreytt með mintu- laufi ef tök eru á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Luxus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.