Luxus - 01.12.1984, Side 42

Luxus - 01.12.1984, Side 42
42 LUXUS Q Brown með umboðsmann með sér, {j kolsvört bæði. Þau voru æðislega j jiæs". Við tókum þau með okkur einn sunnudaginn, bara til að gera eitthvað fyrir þau. Við fórum með þau í bíltúr á Þingvöll í mat og síðan gaustur á Laugarvatn í gren-jan-di rigningu. SVEINN: Ja, það var svona íslenskt sumarveður. JANA: Heldur betur. Og við fórum með þau í sumarbústað til systkina hans (Sveins). Þar fengum við kaffi og kleinur og þau voru svo ham- ingjusöm að þau áttu ekki orð yfir að fá að kynnast svona íslensku fjöl- skyldulífi. Svo fórum vfð í Hveragerði og þar keyptu þau þetta rosa tré sem þau gáfu okkur því þau voru svo ánægð með daginn. SVEINN: Þau skrifuðu okkur bréf um daginn og buðu okkur til London. JANA: Þau eru mjög „næs". Og svo var Allan Simonsen, frægasti knatt- spyrnumaður Dana, heiðursgestur á Broadway á knattspymukvöldinu. SVEINN: Og Albert Guðmundsson. JANA: Já, hva . . . Þeð eru fleiri sem líta líka ínn stundum. LUXUS: En svo að við snúum okkur að stórstjörnum á borð við Ray Charles. Er ekki töluvert stúss í kring um svona menn? JANA: Jú, þetta getur verið meiri- háttar mál. En það varð ekkert ves- en - hann þurfti heitt te og hunang út í það. Þá þurfti að redda hunangi og það gekk. Það þurfti að láta smíða sérstaka palla fyrir hljómsveitina, sérstakan stól fyrir hann - og auðvit- að þarf alltaf eitthvað sérstakt. En hann var svo góður og gaman að sjá hann. LUXUS: En Platters? JANA: (flissar): Það vildi svo til að þeir voru á Broadway fyrsta kvöldið sem ég byijaði og (hlær) - það var æðis- lega fínt. Það tókst. Ég á margar góðar minningar um það kvöld. LUXUS: Svo hafa verið þarna ís- lenskir skemmtikraftar í sérflokki. Ómar Ragnarsson til dæmis. JANA: Hann var alveg æðislega góður. Og lukkan sem hann gerði! SVEINN: Hann er bara með eitthvert aukaafl þessi drengur. JANA: Ég næ honum ekki. Ég get svarið það, ég næ honum ekki. Þegar ég horfi á hann og tala við hann . . . Það er svo ofboðslegt energí í honum - ég verð bara þreytt. Og veistu, hann er að skemmta uppi í Broad- way núna með Sumargleðinni. Ég fer oft upp í diskó svona um hálfþijú og þá eru þeir þarna að taka Sveita- ball eða eitthvað og Ómar búinn að skemmta frá því klukkan 9 um kvöldið. Hann er jafrihress klukkan að verða þijú um nóttina og þegar hann kom inn í húsið um níuleytið. SVEINN: Hann virkar stundum eins og hann sé stressaður, en líklega er það bara ódrepandi energí. Hugsaðu þér - að djöflast svona. Þetta er enginn smá djöflagangur í honum. JANA: Fyrir utan allt annað sem hann gerir. Hann er kannski búinn að fljúga austur á land áður en hann kemur til okkar. SVEINN (við Jönu): Manstu einn laug- ardagsmorguninn klukkan hálffimm? Þá var hann nýbúinn að skemmta og þurfti að fljúga með einhvem fréttamann yfir einhveija jökla og svo var hann kominn í fótbolta klukkan 9 fyrir hádegi. JANA: Hann fer alltaf i fótbolta á laugardögum. SVEINN: Og svona var allur dagur- inn. Hann var kominn upp á Broad- way til að skemmta klukkan 9 um kvöldið. Svo er hann svo hress maður. Eins og þegar hann hlær. Hann hlær bókstaflega með öllum líkamanum. JANA: Þessi maður er alveg krafta- verk. Svo á hann alveg æðislega góða konu líka. Ég kynntist henni svolítið vel. Hún kom alltaf með honum og dansaði við hann. SVEINN: Hún er alveg sérstök kona líka. JANA: Já. Hún er mjög hress og kát - og hefur ábyggilega lúmskt gaman af honum. SVEINN: Enda er hann ótrúlegur skemmtikraftur. Hann skemmti þarna a.m.k. 23 sinnum og troðfyllti húsið í hvert einasta skipti - alveg sama hvaða dagur var. LUXUS: Eru einhverjar stórsýningar í undirbúningi á Broadway núna? JANA: Já. Núna er t.d. að koma upp æðislegt tveggja tíma show með Ríó- tríóinu. LUXUS: Verður það þá Ríó-tríóið og gestir þess? JANA: Já. Ég býst við að það verði gömlu lögin, syrpurnar úr Austur- bæjarbíói og íleira. Það kemur í ljós. Þú verður bara að koma og sjá. LUXUS: Hvað er helst framundan hér í Hollywood? SVEINN: Við erum með enskan diskótekara núna. Síðan ætlum við að reyna að fá Forrest aftur. Svo er líka reynt að hafa innlenda skemmti- krafta af og til. Það verður eitthvað um tískusýningar. Við ætlum jafnvel að hafa þær mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fyrir aðeins eldra fólk en diskóliðið og hafa efri hæðina þá opna. Hún er ansi hugguleg. Það er frekar eldra lið héma í miðri viku og við ætlum að reyna að gera eitt- hvað meira fyrir það, jafnvel að spila bara gömul lög og vera með sýningar frá búðum sem em ekki með tískuföt fyrir táninga heldur aðeins eldra fólk, svona 30 ára til fertugt eða eitthvað svoleiðis. JANA: Þakka þér fyrir! (Flissar.) SVEINN: Ja, við emm orðin gömul miðað við þessa krakka. Þeir líta á okkur sem gamalmenni. (Jana hlær.) LUXUS: Eitthvað meira framundan? JANA: Jájá. Ríó-tríóið verður náttúr- lega ekki endalaust hjá okkur. Það koma bæði erlendar hljómsveitir og skemmtikraftar eftir áramótin. LUXUS: Eins og? JANA: Það em ekki komin endanleg svör frá þeim sem við emm spennt fýrir svo að ég vil ekkert segja fyrr en það er komið á hreint. En við viljum að fólk fái eitthvað fyrir pen- ingana sína. SVEINN: Við vinnum bæði hjá Ólafi Laufdal og hann er ofsalega já- kvæður. Það eina sem hann hugsar um er að kúnninn sé ánægður. JANA: Ég get ekki hugsað mér betri mann að vinna hjá. SVEINN: Hann er alltaf að hugsa um að gera eitthvað fýrir staðina sína. Hann lætur peningana sem koma inn beint í staðina aftur. JANA: Hiklaust, það sést á öllu. LUXUS: Er ekki óhemju dýrt að fá JANA: Þúsundkall eða eitthvað álíka. Fólk kaupir það ekki. SVEINN: Það hefur sýnt sig með þessar erlendu hljómsveitir sem hafa verið að koma hingað að kostnaður- inn er svo mikill að það er ekkert upp úr því að hafa. JANA: Og jafnvel bullandi mínus. Enda em menn alveg búnir að gefast upp á þessu. SVEINN: Ég held að þetta sé af því að unga fólkið, kannski 7 eða 8 ára, er komið með stereótæki heima hjá sér, þekkir orðið liðið og er farið að krefjast svo mikilla gæða af músík- inni. Það hlustar ekkert á eitthvert band sem er að spila eitthvað úti í þriggja ára gamalt. Sömu sögu er að segja um Hollywood. LUXUS: Er fólk ekki bara farið að ætlast til þess að stöðugt sé verið að bjóða upp á einhveijar nýjungar? JANA: Eg held það. Þetta er svolítið hættulegt líka. Fólk ætlast til þess af Broadway þar sem búið er að sprengja allt upp - rokkið, bítlaæðið og allt það. SVEINN: Sem hefur heppnast ofs- avel. JANA: Svo að ef það kæmi upp nýtt show sem yrði lélegt. . . Það yrði allt vitlaust. En Óli leggur allt í sölumar til að hafa allt fýrsta flokks: flott, gott, elegant, fötin, sviðið . . . Skipt- Stor stund i sogu Hollywood. Olajur Laufdal afhendir Ungfrú Hollywood logagylltan Colt 1980. hingað svona stór „númer“ eins og Platters og Ray Charles? JANA: Jú, það er það. En Platters koma jafnvel aftur. SVEINN: Eini maðurinn sem getur boðið fólki svona nokkuð er Óli því að hann hefur tímt að . . . BÆÐI: . . .setja peninga í það. JANA: Hann hefur náttúrlega fengið þá til baka með gestafjölda. SVEINN: En margir myndu nota peningana í eitthvað annað. Það er bara með „stóm nöfnin“ að kostnað- urinn við að fá þau er orðinn svo ofboðslegur að það borgar sig ekki. Þá þarf að selja inn á fleiri hundmð krónur. bæ. Það fer bara heim og hlustar á græjurnar — með heymartólum og öllu mögulegu á. Það myndi kannski aðeins vakna ef Michael Jackson kæmi hingað. JANA: Jú - það myndi sko allt verða bijálað. SVEINN: En miðinn þyrfti að kosta svona 2-3000 krónur. Ég er ekki viss um að allt yrði svo brjálað. JANA: Ég myndi kaupa mig inn. LUXUS: Það myndu nú ekki allir gera það. JANA: Það er málið. Þetta er svo dýrt. En Óli er búinn að lyfta stöðu- num upp eins og allir sjá með Bro- adway. Húsið er ekki nema tæplega ir ekki máli hvað það kostar. Þetta á að vera — grand. SVEINN: Þetta byggist svo mikið upp á að fá sama fólkið aftur. Nú er það búið að sjá eitthvað sem heppnaðist ofsavel og þegar það kemur aftur seinna þá miðar það við hvemig show-ið var síðast. Og ef það er ekki alveg eins mikið stuð - þá er ekki alveg nógu gaman. Fólk er svona. JANA: Eins og með rokkið. Það var bgáluð stemmning. Það er með skemmtilegustu tímum sem ég hef verið þarna. LUXUS: En er þetta ekki svolítið undir fólkinu sjálfu komið - þessu sem sækir húsið? Fólk skemmtir sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.