Luxus


Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 43

Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 43
sjálft. Kemur það ekki til að sýna sig og sjá aðra? SVEINN: Það er í þessu sú hefð að fá sama fólkið aftur og aftur. Matsölu- staðir eru t.d. dauðadæmdir nema þeir fái fólkið aftur inn. JANA: Enda veistu það nú sjálfur að þetta fer allt eftir fólkinu. Það þarf ekki að vera annað en einn stórgóður hópur sem kemur öllum salnum til að iða. Eins og þegar Rokkið kom fyrst. Guð minn góður! Fólk stóð uppi á stólum, reif í hárið á sér alveg bijálað. Ég gleymi því ekki. Þú manst hvernig það var. LUXUS: Ætliþaðekki. SVEINN: Og þetta var orðið svo þekkt út um allt. Það komu sko heilu flugvélarnar frá hinum og þessum Plássum. Og Bítlaæðið! Það voru öll Suðurnesin: Sandgerði, Garður, Vogar, Hafnir og . . . jANA: Allt. Það hlýtur hvert einasta mannsbam að vera búið að sjá Bítla- æðið! SVEINN: Og svo var eitt sem hann Laufdal gerði í fyrra sem var æðislega vel heppnað - það var fýrir gamla fólkið. jANA: Já, mjög. Það er að byrja aftur núna. SVEINN: Ég veit ekki hvað mikið af Þakkarbréfum kom eftir það. jANA: Og skrif í blöðin. SVEINN: Afi hennar, hann er 78 ára ~ eldhress karl, skemmti sér svo vel að hann fór tvisvar. jANA: Tvo fimmtudaga í röð (brosir feimnisdlega). jANA: Það er líka gaman að vinna fyrir þetta fólk. Það er svo ánægt. LUXUS: Em þá engin venjuleg böll lengur á Broadway? jANA: Nei. Ekki á veturna, nema þá skólaböll stundum. Þetta byggist allt orðið upp á skemmtunum og mat- argestum; flott, elegant show - og markmiðið er að allir séu ánægðir. LUXUS: Emsvoekkieinhverjirfastir liðir í heildarskipulaginu? JANA: Jújú. Útsýnarkvöld, hár- greiðslusýningar, tískusýningar og allavega kvöld; Módelsamtökin, Mód- el 79, Stefánsblóm o.fl. og allir hver með sitt kvöldið. LUXUS: Og alltaf traffík? JANA: Alltaf. Hugsaðu þér, þjónarn- ir og við hin mætum kannski klukk- an 3 á daginn - jafnvel fyrr - til að dekka upp og svona og svo er allt á fullu til klukkan 5 um morguninn. Þetta getur farið upp í 15-17 tíma vaktir. SVEINN: Maður er með fólki sem „er í glasi“ - sem maður verður alltaf að vera sáttur við. JANA: Og þú verður alltaf að brosa þínu fallegasta brosi og segja já. En ég á mjög auðvelt með það. Ég hef aldrei lent í neinu veseni og ef það er eitthvað að þá hef ég alltaf náð að tala fólk til. SVEINN: Fólkið hjá okkur í Holly- wood er helmingi þægilegri og með- færilegri gestir. Eldra fólkið er miklu tilætlunarsamara, krefst meira af manni og drekkur meira. Það em mun kröfuharðari gestir uppi í Broadway. JANA: Já. Ég finn það stundum. SVEINN: Ágreiningsmál em marg- falt auðleystari meðal unga fólksins. LUXUS: Ertu þá að tala um fólk á aldrinum frá 18 ára til þrítugs? SVEINN: Já. Yngra fólkið virðist hafa miklu betri drykkjusiði en eldra fólkið. LUXUS: Þetta var nú líka svolítið svakalegt í gamla daga. SVEINN: Það var allt svo þvingað. Svo brýst þetta út núna þegar aldur- inn færist yfir. JANA: Gerið ykkur grein fyrir því að þetta er kannski fólk með ekkert bam heima hjá sér eða 18 ára gutta kannski. Það þarf ekki að passa eitt eða neitt. Það er búið að koma sér fyrir - slappar af og lifir lífinu. Dett- ur bara ærlega í það og hefur gaman af. LUXUS: Hver er mesti ókosturtnn við skemmtanabransann ? JANA: Ég get sagt það eins og skot. Mér finnst drykkjan nokkuð mikil. Huggulegt fólk, þú veist, drekkur sig ofurölvi. LUXUS: Kemur þá kannski á skemmtistaðina án þess að borða neitt og drekkur bara? JANA: Gleyma því hreinlega. Sumir sofna hreinlega yfir matarborðun- um. SVEINN: Og maður hugsar oft þegar Ijósin em kveikt eftir að dansleikur er búinn: „Hvað er fólkið að meina?“ Þá er kannski einn - svona: (lympast niður og lætur höfuðið hanga mátt- laust), annar liggur einhvers staðar steinsofandi í hnipri og allt eftir því. JANA (hlær); Þetta er jafnvel út um allt hús. SVEINN: Fólkið kemur kannski þreytt úr vinnu, Jana. JANA: Já. Föstudagskvöldin em verri. Þá er stressið svo rosalegt. Vinna til 7, fara í bað, fá sér í glas, drífa sig á ballið - það fer hreinlega yfirum. LUXUS: Þreytan fer alveg með það. JANA: Já. Én svo er fullt af fólki sem er huggulegt og gott. Það er í meiri- hluta. En þessi minnihluti sem drekkur illa getur sett leiðinlegan heildarsvip á kvöldið. SVEINN: Svo þarf stundum ekki nema 3-4 manneskjur sem geta eyðilagt kvöldið fyrir fullt af liði. LUXUS: Er ekki hægt að gera eitt- hvað við svona fólk? SVEINN: Ja-þessir menn komanei- kvæðir inn og allt ómögulegt. JANA: Maður tekur þá kannski, labbar með þá út svo að þeir geti fengið frískt loft, eða við bjóðum þeim upp á kaffi og kalt vatn. Það er allt reynt. Við hendum þessu fólki ekki út. Gefum því frekar séns á að jafna sig. Ef það tekst ekki þá fer það kannski sjálfkrafa heim. LUXUS: Og virkar þetta? JANA: Jájá. Það er svo mikið sál- fræðilegt atriði að tala við fólk. Það má ekki labba að því og vera dóna- legur. Segja heldur: „Get ég nokkuð hjálpað þér? Viltu ekki koma með mér á bak við? Ég skal gefa þér kaffisopa eða vatn" eða „Viltu kaldan klút á ennið?" eða eitthvað svoleiðis. Yfirleitt kann fólk að meta svona lagað. SVEINN: Svo er það nú helsti ókost- urinn við íslendinga að þeir ætla allir út á sama kortérinu. Svo standa þeir í biðröð langt út á götu. Kannski í klukkutíma. Það fara allir af stað inn í leigubílana 5 mínútum fyrir 11 og allir ætla inn í einu. JANA: Þetta er svona í Broadway líka - og svo fara allir út á sama tímanum líka. LUXUS: Nú er t.d. matur klukkan 7, skemmtiatriði frá klukkan 9. Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? SVEINN: Nei. Það gengur ekki. Ég er búinn að taka eftir því að fólk vill vera í kássunni og ef það er engin kássa - þá er ekkert gaman. Frá hárgreiðslusýningu í Broadway, sem íslenskuaðilarnir að ÍFC stóðu að nýverið. JANA: Ef það er ekki nóg af fólki þá er sagt: „Hva - er tómt?“ SVEINN: Og það þó að í húsinu sé alveg passlega margt og huggulegt. LUXUS: Hvað er til ráða? SVEINN: Ef fólkið færi kannski klukkutíma fyrr af stað þá færi það kannski örlítið fyrr heim líka. JANA: Það getur stundum verið æðislega erfitt a vinna á svona stöðum eins og Broadway, en það sem bjargar málunum þar er mórall- inn. Jónas Jónasson útvarpsmaður kom einu sinni til mín þegar Manstu lagið? var á Broadway og segir svona við mig: „Er góður mórall héma í húsinu?" „Já. Af hverju spyrðu?" segi ég. Þá segir hann: ,Af því að ég fylgdist með einum baraum áðan og þar vom allir svo jákvæðir, allir til- búnir að gera allt fyrir mann og það ljómaði af starfsfólkinu." Þetta er bara einn af hundmðum sem sér þetta. Flestir hafa bara ekki orð á því. Mér fannst æðislega gaman að þessu. LUXUS: Hefur íslenskt skemmtana- líf eitthvað fram yfir skemmtanalíf erlendis? JANA: Ég veit það eiginlega ekki. Þetta er svipað, held ég. Og þó, það er kannski meira fríkað úti. En manni finnst náttúrlega best að skemmta sér héma heima. Maður þekkir fleiri - hittir vini og kunn- ingja sem maður hefur ekki séð lengi. SVEINN: Þú getur verið einmana á diskóteki úti, þótt þar sé fullt af fólki, ef þú þekkir engan. Svo er fullt af diskótekum úti sem em bara hálftóm. íslendingar fylgjast líka vel með því nýjasta sem er að gerast í skemmtanalífinu. LUXUS: Ég hef tekið eftir því að menn hafa verið að smíða héma í allan dag. SVEINN: Það er verið að taka allt í gegn. Við emm eiginlega með fast fólk í því. Það er verið að skipta um spegla, laga til í anddyrinu, yfir- dekkja stóla og mála loftið. LUXUS: Em einhverjar meiriháttar breytingar á döfinni? SVEINN: Héma í Hollywood? Það er nú ekki hægt að breyta svona stað mikið, en við emm nýbúin að setja upp allt það nýjasta í diskóljósum - reyndar ekki laser eins og á Hippo- drome. Það er ekki tilbúið. En þeir Ólafur og Vilhjálmur keyptu heilmik- ið af ljósum úti á Italíu nýlega. JANA: Og Broadway - það er allt annað að sjá það. Þar er búið að taka dansgólfið allt í gegn, lyfta upp loft- inu og hljóðeinangra það og ljósa- showið er orðið bijálæðislegt. Það er verið að breyta öllu, mála, setja ljósa liti inn með þessum svarta. Það er ýmislegt í gangi þar sem á að breyta, enda em iðnaðarmenn þar í vinnu meira og minna alla vikuna. SVEINN: Það þarf að laga stóla, skipta um klósett og svona nokkuð. Það er ýmislegt sem skeður þegar fleiri þúsund manns koma á viku. Frh. á bls. 74 LUXUS 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Luxus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.