Luxus - 01.12.1984, Side 76

Luxus - 01.12.1984, Side 76
76 LUXUS Ö p s M W SKYJAGLOPURMV STEVEN SPŒLBERG Steven Spielberg. Nafnið eitt vekur upp ákveðin hughrif. Sjálfsagt hefur þú séð einhverjar, ef ekki flestar, mynda hans. Það rifjast kannski upp fyrir þér þegar tennur þínar glömruðu og þú stappaðir fótunum ótt og títt af æsingi þegar Roy Scheider barðist við grimma mannætuhákarlinn í Jaws eða kannski manstu betur eftir því hve bergnuminn þú varstyfir tæknibrellunum í Close Encounters of the Third Kind. En vera má að þú minnist einna best þegar þú bæði skelltir upp úr og æptir af skelfingu yfir ævintýrum Indiana Jones í Raiders of the Lost Ark. Þó er líkíegast að þú munir helst eftir því hvemig þú lifðir þig inn í sorg og gleði drenghnokkans og litla geimálfsins í E.T. En auðvitað viðurkennirðu þetta aldrei opinberlega. Þetta er jú bara bíó! TEXTI: ASGRIMUR SVERRISSON eir eru fáir leikstjóramir sem átt hafa svipaðri velgengni að fagna og Spielberg. Það er helst að hægt sé að nefna Alfred Hitchcock og Charlie Chaplin. Og þrátt fyrir að þessir þrír meistarar hvíta tjaldsins séu um flest afar ólíkir þá hafa þeir allir notast við sömu meginregluna við gerð mynda sinna: Að halda áhorfandanum hug- föngnum. Það talar kannski skýrara máli um hylli Spielbergs en flest annað að af tíu mest sóttu myndum kvik- myndasögunnar hefur hann stjórn- að fjómm. Við þetta má bæta að maðurinn hefur aðeins gert sjö bíó- myndir og sú fyrsta þeirra var frum- sýnd fyrir aðeins tíu árum . . . Upphafið Steven Spielberg fæddist í Cincin- atti, Ohio í Bandaríkjunum 18. des- ember 1947. Síðar fluttist fjölskyld- an til Scottsdale, úthverfi stórborg- arinnar Phoenix í Arizona og árið 1959 kom þangað leikstjóri nokkur, Alfred Hitchcock að nafni, til að taka upp hluta af mynd sinni Psycho. Steven litli, þá aðeins tólf ára, varð satt að segja lítið uppnæmur, enda hafði hann ekki heyrt mannsins get- ið né séð myndir hans. „Foreldrar mínir vom hræddir við kvikmyndir," segir hann. .Alveg frá því ég man eftir mér reyndu þau að halda mér frá kvikmyndahúsunum. Þau ákváðu sjálf hvort myndimar væm við mitt hæfi, án tillits til hvernig kvikmyndaeftirlitið hafði metið þær. „Þú mátt sjá þessa mynd því hún er gerð af Walt Disney,“ eða „Þú færð ekki að sjá þessa mynd því hún er eftir Vincente Minnelli . . .“ og, ja þú veist, það gæti hafa verið skugga- mynd af nakinni konu í henni ..." Stuttu eftir að Spielberg fæddist gaf móðir hans manni sínum kvik- myndatökuvél í afmælisgjöf. Um ára- bil mátti fjölskyldan horfa upp á heimabíó sem hristist upp og niður, til hægri og vinstri. Og eitt kvöldið, þegar Spielberg var búinn að horfa á hræðilega misheppnaða tilraun föður síns til að festa Grand Canyon á filmu, valt upp úr honum: „Vá, þú heldur myndavélinni alls ekki nógu stöðugri . . . þetta gengur alls ekki!" Og þar kom að því að faðirinn lét myndavélina í hendur sonar síns og sagði: „Þú verður myndatökumaður fjölskyldunnar, hér eftir sérð þú um þetta." Og þannig hófst þetta allt. Fyrstu myndirnar Um tólf ára aldur höfðu kvikmynd- imar tekið hug Spielbergs allan og hann var tólf ára þegar hann gerði sína fyrstu kvikmynd, 4ra mínútna vestra á 8mm filmu. Nokkrir skóla- félagar hans léku kúreka og hann notaði kaktus sem bakgmnn. Hon- um tókst að skrapa saman fyrir filmum með því að tína sítrónur af tijám nágranna sinna, allt að 30 tré á dag fyrir 75 cent hvert þeirra. Á næstu árum uxu myndir hans að umfangi. Hann einbeitti sér um tíma að stríðsmyndum um atburði síðari heimsstyrjaldarinnar og fann upp ótrúlegustu brögð og brellur til að láta allt líta sem eðlilegast út. í eitt skiptið hafði hann fengið um þrjátíu skólafélaga sína til að leika þýska hermenn en vandamálið var að hann hafði aðeins komið höndum yfir tvo hermannahjálma. Því greip hann til þess ráðs að mynda nokkurs konar keðju, þannig að þegar þeir fyrstu voru komnir framhjá mynda- vélinni hlupu þeir strax aftur fyrir og létu næstu menn fá hjálmana. Þannig tókst að mynda samfellda röð af hermönnum hlaupa fram í rauðan dauðann. „Það var skemmti- legt að klæða þá upp,“ segir Spiel- berg, „en þrátt fyrir það var erfitt að halda áhuga þeirra vakandi. Eg gat aðeins kvikmyndað um helgar. Frá mánudegi til föstudags var ég í skólanum og um helgar, þegar þeir vildu fara eitthvað að skemmta sér, þurfti ég að fá þá til að koma og leika. Fyrstu vikumar fannst þeim mjög gaman. Þeir stóðu sig feykivel! En brátt kom að því að aðrir hlutir náðu athygli þeirra. Þeir fóm að eiga við bíla og elta stelpur. Sumir þeirra létu hreint ekki sjá sig og ég varð að fá aðra leikara eða hreinlega skrifa persónumar út úr handritinu. Það var stærsta vandamálið.” Spielberg hlær. „Það er enn stærsta vandamál- ið . . .“ 1964. Spielberg sautján ára. Það ár gerði hann í raun sína fyrstu „alvöru" kvikmynd. Þessi mynd var stökk hans frá fikti við myndavélar til þess að sýna umtalsverða hæfi- leika sem kvikmyndagerðarmaður. Myndina kallaði hann Firelight og var sagan vísbending um hvert hug- ur Spielberg lá; upp til stjamanna. Hún greindi frá mannfólki sem þurfti að kljást við vemr utan úr geimnum . . . Ekki gekk átakalaust að koma myndinni saman. Tökur virtust ætla að taka heila eilífð, hann varði hverri einustu helgi í heilt ár í þær og kostnaður óx mjög frá upphaflegri áætlun, eða úr 300 doll- umm í 500 dollara. Það em ófá sítrónutré! í dag er aðeins til lítill hluti mynd- arinnar. Spielberg fór með bestu kaflana til manns í Los Angeles sem vann hjá auglýsingafyrirtæki, þegar hann var að svipast um eftir vinnu í kvikmyndaborginni nokkmm ámm síðar. „Þegar ég svo kom viku síðar til að ræða við manninn var búið að reka hann! Skrifstofan hans hafði verið rýmd og nú er þarna Toyota umboð,“ segir Spielberg og hristir hausinn. „Þannig að hluti myndarinnar er enn til en bestu kaílarnir em týndir." En áður en þetta gerðist hafði Firelight orðið upphafið að vel- gengni mynda Spielbergs í kvik- myndahúsum. Faðir hans leigði lítið kvikmyndahús í Scottsdale eitt kvöld til að sýna myndina. Innkom- an var 600 dollarar. Sigurgangan var hafin. í kvikmyndaborginni Kvikmyndaborgin Hollywood er harður heimur og það fékk Spielberg að kynnast. „Ég ætla nú ekki að fara að rifja upp þá leiðinlegu sögu,“ segir Spielberg um fyrstu árin í Holly- wood. „En þó get ég sagt að ég var svo ákveðinn í að fá vinnu að ég hreinlega tjaldaði við dyr fjölda fólks uns mér tókst að fá einhvem til að taka eftir mér og myndum mínum.“ Til er skemmtileg saga um hvemig Spielberg tókst loks að brjótast inn fyrir múra Hollywood. Hann átti að hafa klætt sig í virðuleg föt, keypt sér skjalatösku og gengið þannig útlítandi framhjá öryggisvörðum Universal kvikmyndversins, sem töldu hann bara einn af fjölmörgum skrifstofumönnum sem þarna unnu. Síðan hafi hann fundið sér auða skrifstofu með síma, sett nafnspjald sitt á dymar og fengið nafn sitt skráð í innanhússíma- skrána. Byijað svo að vappa í kring- um sviðsmyndirnar og sniglast í klippiherbergjunum þannig að menn fóm að venjast honum og loks átti að hafa komið að því að einhveij- um hefði einhvem veginn dottið í hug að tími væri kominn til að láta hann fá eitthvað að gera! En þetta var nú aðeins ævintýri. Engu að síður er í þessari sögu sannleikskom. „Ég komst framhjá öiyggisvörðunum," byrjar Spielberg og kímir. „Það var auðvelt þvi ég var klæddur í jakkaföt og bindi og með skjalatösku þannig að ég leit út eins og hver annar sem þama vann. Ég man eftir Scotty - sem vinnur þarna enn sem öryggisvörður. Hann sagði mér síðar að hann hefði haldið að ég væri sonur forstjórans. Svo fann ég auða skrifstofu - það var mikið af auðum skrifstofum á Universal-lóð- inni á þeim tíma. Og ég flutti einfald- lega inn! En sorglega hliðin á sög- unni var að þarna var ég kominn inn í kvikmyndaheiminn en gat í engu notið alls þess sem hann hafði upp á að bjóða. Ég varð jafnvel enn pirraðri á að horfa á aðra leikstjóra vinna og geta ekkert gert sjálfur, ekki fengið neinn til að horfa á myndirnar mínar eða bara talað við einhvem í fimm mínútur. Svo sat ég í skrifstofu með síma en hafði engan til að hringja í. Ekkert að gera.“ Að lokum kom að því að hann var orð- inn svo leiður á að bíða eftir að síminn hringdi að hann rak sjálfan sig. Tók hafurtask sitt og gekk út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.