Luxus - 01.12.1984, Side 81

Luxus - 01.12.1984, Side 81
myndarinnar The Black Stallion. Hann sagði henni að hann vildi gera bamamynd um geimveru sem verð- ur strandaglópur á Jörðinni. Þau urðu síðan bæði sammála um að geimvera þessi yrði að vera áhyggju- full og hrædd en ekki eitthvert skrímsli. Að sögn leikstjórans er hinn nýi handritshöfundur hans (sem nú vinnur að E.T. II) samansett af 80% hjarta og 20% rökvísi. Það þurfti næmni hennar og þekkingu mína til að gera E.T.“ segir Spiel- berg. Melissa Mathison handritshöf- undur segir svo frá um tilurð E.T.: ..Þetta kom svo auðveldlega. Auðvit- að átti ég mína slæmu daga en þegar á heildina er litið var ekki erfitt að skrifa þetta handrit. Mér lærðist fljótt að þykja afar vænt um þennan karakter, E.T. Allt sem ég vissi í upphafi um útlit hans var að hann þurfti að vera minni en bömin og eins ljótur og mögulegt var. Ég var afar hrærð yfir þessu verkefni og á síðustu síðunum flóði ég í támm. Spurningin var bara, hvort nokkur annar myndi bregðast eins við.“ Vonir hennar rættust og raunar gott betur en það. Ótrúlegasta fólk sást missa stjóm á tilfinningum sínum, jafnvel gagnrýnendur sem taldir vom hafa lítið álit á hinni hollýwúddsku „færibandafram- leiðslu" stöppuðu fótunum af æs- ingi, stóðu á fætur, klöppuðu eins og börn og támðust af sorg, þegar á frumsýningu myndarinnar stóð á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Þetta er ástarsaga," staðhæfir Steven Spielberg. „Þetta er saga um dreng sem hittir furðuvem, dreng sem tapar furðuvem, furðuvem sem bjargar dreng, dreng sem bjargar furðuvem. í þeirri von að einhvem veginn muni þeir alltaf vera saman, að vinátta þeirra væri ekki bundin við veraldlegar mílur, heldur jafn- löng eilífðinni.” Framleiðandinn Spielberg Ásamt því að leikstýra myndum hefur Spielberg framleitt nokkrar myndir, ýmist eftir eigin handriti eða annarra. Fýrsta skal telja I Wanna Hold. Your Hand (1978) sem fjallaði um Bítlaæðið í Bandaríkjun- um. Leikaramir vom allir ungir að ámm og mynd þessi hlaut ekki góða dóma, Bítlanna sjálfra var saknað. Árið 1980, sama ár og hann setti á markað endurbætta útgáfu á Close Encounters, var hann framleiðandi léttrar grínmyndar, Used Cars, sem skrifuð var af sömu mönnum og gerðu handritin að 1941 og IWanna Hold Your Hand, þeim Bob Gale og Robert Zemeckis. Zemeckis stýrði og mynd þessi, þrátt íýrir að teljast lítt merkileg, halaði inn jafnmikið á sex mánuðum og endurbætta út- gáfan af Close Encounters gerði á átta mánuðum. Lawrence nokkur Kasdan kom fýr- ir sjónir Spielbergs eftir að hafa skrifað handrit sem hann kallaði Continental Diuide. Spielberg rakst á handritið hjá Universal og varð hrifinn, sér í lagi af vel skrifuðum samtölum. Sagan greindi frá blaða- manni sem sendur er til að taka viðtal við sérkennilega konu sem hreiðrað hefur um sig á fjalli í Wyom- ing. Þar upplifa þau kómískt ástar- ævintýri á la Tracy-Hepbum. Mynd- in var sýnd 1981 og hlaut ágætar viðtökur. En áhugi Spielbergs á hinum snjalla handritshöfundi Lawrence Kasdan var vakinn og hann fékk Kasdan til að skrifa hand- ritið að Raiders. Lucas fékk sömu- leiðis Kasdan til liðs við sig þegar skrifa þurfti handritið að The Em- pire Strikes Back. En Kasdan átti síðan eftir að hefja leikstjóm og ná virkilega góðum árangri á því sviði. Hann skrifaði og stjómaði/iim noir myndinni Body Heat árið 1981 sem var snilldarverk og ekki var síðri The Big Chill sem fmmsýnd var í fýrra. Best heppnaða myndin sem Spiel- berg hefur staðið að sem framleið- andi er sjálfsagt Poltergeist (1982) sem gerð var eftir hugmyndum hans. Sögunni svipar til E.T., en eiginlega með öfugum formerkjum. Illir andar taka að herja á miðstétt- arfjölskyldu í úthverfi stórborgar og ræna meðal annars dótturinni inn í sjónvarpstæki heimilisins! Eftir mikið stríð kemst fjölskyldufaðirinn að því að húsið hafði verið byggt ofan á gömlum kirkjugarði. Líkin vildu sem sagt fá að hvíla í friði, ellegar . . . Spielberg fékk leikstjórann Tobe Hooper til að stjóma en Hooper þessi hafði áður afrekað að sjóða saman hryllingsmyndina þekktu The Texas Chainsaw Massacre. Engu að síður hafði Spielberg vakandi auga með verkefninu og deila má um hve stór hlutur Hoopers hafi verið í mynd- inni. Þeim sem sáu Poltergeist rennur sjálfsagt seint úr minni hin ógurlegu skrímsli sem bellibragðadeildinni tókst að kalla fram með fjölkynngi sinni. Kannski að rifjast hafi upp fýrir einhveiju ykkar atvik úr æsku, þegar þið gátuð ekki sofnað af ótta við myrkrið og það sem hugsanlega bjó í því. í þessari mynd varð óhugn- aðurinn að veruleika, enda hefur Spielberg lýst því yfir að Poltergeist sé sín persónulega martröð . . . í fyrra framleiddi Spielberg og leik- stýrði einum fjórða hluta bíómyndar sem gerð var til heiðurs sjónvarps- þáttunum vinsælu The Twilight Zone, sem birtust á ámnum 1959- 1964. Á þessu ári var hann framleiðandi myndar eftir eigin handriti sem kall- aðist Gremlins. Þessi mynd hefur reyndar notið álíka velgengni og Poltergeist, ef ekki meiri. Sagan er í Harrison Ford sem ævintýramaður- inn Indiana Jones. Þróttmikil þrenning mætir hættun- mn aj stakrí rósemi . . . Ke Huy Quan, Kate Capshaw og Harríson Ford í Indiana Jones . . . Spielberg ásamt kínverska drengn- um Ke Huy Quan. ,Hann er einn sá stórkostlegasti krakki sem ég hef unnið með,“ segir Spielberg um Ke Huy. Hann er alveg ótrúlegajjótur að skilja það sem þarf að gera, bæði gagnvart umhveifinu og öðrum leikurum - en þó hejur hann aldrei leikið áður.“ )■ ætt við E.T. og Poltergeist, fjallar um böm í úthverfi sem komast í kynni við skrýtnar skepnur. nokkurs kon- ar pínubangsa. Vemr þessar virðast við fýrstu sýn vera meinlausar en skjótt skipast veður í lofti og þau breytast í ófrýnileg villidýr með ótil- greindum afleiðingum . . . Síðasta afkvæmið Síðastliðið vor sendu Spielberg og Lucas frá sér aðra myndina um kappann knáa, Indiana Jones. Eins og vænta mátti hefur myndinni verið tekið með kostum og kynjum og gefst okkur hér á klakanum tækifæri til að berja hana augum frá og með jólum. Að sjálfsögðu verið að tala um índiana Jones and the Temple oj Doom. Skal hér gripið niður í viðtal sem birtist við Spielberg í kynning- arriti um myndina. Sp.: Nú eru myndirnar um Indy gfskaplega „karlmannlega" sinn- aðar á þeim tímum er slíkt virðist ekki vera í tísku. Þær virðast hverfa aftur til tíma Jlugbátanna og How- ard Hughes . . . SS: Já, fjórði áratugurinn var vissulega afar „karlmennskulegur" tími, en hann var Iika tími mikilla ævintýra og ástarævintýra. Og þú gast ekki átt ástarævintýri án afar sterkrar kvenpersónu! Þannig að í hverju ævintýri Indys em mismun- andi konur sem allar eiga þó sameig- inlegt að hafa afar sterkan persónu- leika. Sp. : Fjórði áratugurínn vareinnig tími þegar Austurlönd Jjær höjðu heillandi aðdráttarajiJyrír okkur á Vesturlöndum. Sem er kannski eitthvað sem við höfum tapað nú? SS : Við höfum tapað því. Það lítur út fyrir að við höfum uppgötvað hér um bil allt sem hægt er að uppgötva. Það eru miklu færri fyrirbæri hér á Jörðinni sem em hulin okkur held- ur en var þá. Þess vegna væri miklu erfiðara að láta þessa mynd gerast í nútímanum. Það var miklu einfald- ara, rökréttara og trúverðugra að skapa rómantískt ævintýri þegar rómantík var rómantík og ævintýri vom ævintýri. Eins og árið 1935. Sp.: Geturðu lýst því hvað Raid- ers og Indiana Jones eiga sameig- inlegt og hvað ekki? SS: Ég get fullyrt með góðri sam- visku að Indiana Jones er önnur tegund af ævintýramynd. Það er betra jafnvægi á milli hryllings og gríns heldur en var í Raiders, sem var „blátt-áfram", næstum íhalds- samt ævintýri. Við tökum miklu meiri áhættu með þessari mynd, Stemmningin breytist frá einni senu til annarrar. Eina mínútuna hlærðu þig vitlausan en á þeirri næstu æp- irðu upp yfir þig af skelfingu. Þetta er meira eins og rússibanaferð . . . Sameiginleg einkenni? Sama háttstemmda ævintýrtilfinningin, sama „ég-gef-skít-í-þetta-allt" mottó- ið hjá Indiana Jones. Ég hef alltaf Frh. á bls. 83 LUXUS 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.