Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 87

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 87
Víðar er hægt að anda að sér sjávarloftinu og láta sólina baka sig að vetri til en á Kanaríeyjum. Ferðamiðstöðin býður upp á spennandi ferð til Agadir í Marokkó (reyndar ekki ýkja langt frá Kanaríeyjum), sem verður komið nánar að á eftir. Á vegum Útsýnar verður í vetur farið til Costa del Sol. Örn Steinsson hjá Útsýn sagði, að ferðirnar væru frekar við hæfi eldra fólks, sem tæki hlýindi og heilnæmt loftslag fram yfir skammdegisrosann heima á Fróni. Ekki er síður að finna sól og hlýindi ef farið er vestur á bóginn - til Bandaríkjanna. Að vísu er dollar- inn fremur óhagstæður gjaldmiðill um þessar mundir, en Sæmundur Guðvinsson stakk upp á tveimur ferðamöguleikum fýrir ferðavant fólk, sem hefur áhuga á tilbreytingu. Annars vegar að eyða fríinu í Karab- íska hafinu eða í Acapulco í Mexíkó. „Flugleiðir eru með samninga við hótel á Puerto Rico og á St. Thomas, smáeyju, sem er þar rétt hjá. Þetta eru eftirsóttir ferðamannastaðir og verðlag hagstætt miðað við gæði,“ sagði hann. „Þá er hægt að komast nokkuð hagstætt frá dvöl í Acap- ulco, bætti hann við. „Mexíkanar hafa fellt pesosinn ótæpilega, svo að verðlag og gisting eru á ótrúlega góðu verði um þessar mundir.“ Sé vetrarleyfinu eytt í vesturheimi er tilvalið að staldra við í New York og fá smjörþefinn af lífinu þar á bæ. Óli Antonsson hjá Atlantik bætti einum skemmtilegum ferðamögu- leika í sarpinn fyrir þá, sem vilja eyða vetrarleyfinu í hlýju loftslagi. í janúar eða febrúar ætlar ferðaskrif- stofa hans að efna til hópferðar í siglingu á skemmtiferðaskipi á Mið- Ameríkuslóðum. Þetta verður sann- kölluð lúxusferð, sem kemur til með að kosta um 60—80.000 krónur fyrir manninn. Vilji íslendingar bregða sér á skíði í vetur utan við land- steinana, þá liggur straumur- mn sem endranær til Austurríkis. Þangað fer fólk aftur og aftur, vetur eftir vetur. Atlantik og Ferðamiðstöðin leggja hofuðáhersluna á Mayrhofen. Þar tekur Rudi Knapp á móti skíðafólk- mu og leiðbeinir jafnt byijendum sem lengra komnum. - Utan dag- skrár er Knapp liðtækur við fleira en skíðakennslu. Þessi ungi austur- nski verkfræðingur kenndi íslend- 'ngum á seglbretti á Skeijafirði, augarvatni og víðar fyrir nokkrum arum. Isfaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferða- m'ðstöðinni sagði, að hún og henn- ar folk byðu að auki upp á skíðaferð- •r svo til hvert sem fólk vildi fara til a renna sér. Skrifstofan notar sér þa sambönd sín hjá erlendum skrif- stofum og kemur viðskiptavinum sinum í ferðir hjá þeim. Samvinnuferðir-Landsýn senda S'tt skíðafólk til Sölden. Útsýnarfar- Theres a great little dub somewhere round here þegar fara til Lech og skíðafólk, sem ferðast með Úrvali getur valið milli Badkastein í Austurríki og Courch- ervel í Frakklandi, nánar tiltekið í dölunum þrem, um 190 kílómetra í suðaustur frá Genf í Sviss. „Til Courchervel förum við tvær tveggja vikna ferðir í vetur, 15. mars og 30. mars," sagði Inga Engilberts hjá Úrvali. „Þessar Frakklandsferðir eru nokkuð dýrari en skíðaferðirnar til Austurríkis. Hótelgisting með hálfu fæði í tveggja manna herbergi með baði kostar frá 36.100 krónum. En á móti kemur, að þetta mun vera einn mest spennandi skíðastaður- inn, sem við getum boðið upp á í Evrópu." Sem sagt, sannkallaður lúxusskíðastaður. Að þessu öllu viðbættu bjóða ferðaskrifstofumar upp á lengri og skemmri ferðir út um allar trissur til allra helstu borga í Evrópu og víðar. Þá em fýrirhugað- ar hópferðir á sýningar, eins og til dæmis byggingavömsýninguna miklu í Bella Center í Kaupmanna- höfn í byijun næsta árs. Samvinnu- ferðir-Landsýn bjóða til að mynda upp á sannkallaða bændaför á land- búnaðarsýningu í Smithfield í London þann 2. desember. Þar verð- ur fararstjóri með í för. Að því viðbættu, sem hér hefur verið greint frá, em ferðaskrifstof- umar sífellt að bæta við skemmti- legum ferðum, oft á mjög góðu verði. Þær em ætíð auglýstar með góðum íýrirvara. Og að lokum er rétt að láta getið ferðamáta, sem ryður sér sífellt meir og meir til rúms. Hann er sá, að smáir hópar og stórir taka sig til og láta ferðaskrifstofurnar setja upp fýrir sig góða ferð eitthvað út í heim og þá gjarnan eitthvert, sem leið landans liggur ekki alla jafna. LUX- US hefur til dæmis haft spumir af hópum, sem hafa í haust lagt leið sína til Thailands, Egyptalands og víðar. Þessar ferðir em ekki auglýst- ar, enda einungis skipulagðar fýrir ákveðinn hóp, sem er áður búinn að tala sig saman. Hópar sem þessi em nokkuð misstórir, allt frá tíu manns upp í fjömtíu til fimmtíu. Ferðaskrifstofufólkið, sem LUXUS ræddi við, var spurt að því, hvert það myndi leggja leið sína, ætti það tveggja til þriggja vikna frí frá störfum í vetur. Óli Antonsson hjá Atlantik kvaðst án alls efa mundu fara í siglingu um Karabíska hafið. Inga Engilberts hjá Úrvali var ekki viss um, hvort hún myndi heldur kjósa hita eða kulda. „Annaðhvort til Bankok, Singapore og þangað austur eða á skíði í Courchervel í Frakklandi og kynnast landinu að vetri til,“ sagði hún. Helgi Daníelsson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn þurfti ekki að hugsa sig lengi um: „Minn vetrarleyf- isstaður yrði Sri Lanka eða Seychell- eyjar, staðir, sem mig hefur lengi langað til að heimsækja, en ekki látið verða af því.“ íslaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferða- miðstöðinni kvaðst fremur kjósa að fara á hlýjan og sólríkan stað en á skíði. ,Ætli ég færi ekki til Agadir í Marokkó," sagði hún loks eftir nokkra umhugsun. „Þar er margt að sjá fyrir fólk, sem ekki hefur komið til Arabaríkja áður. Veðrið er nokkuð líkt og á Kanaríeyjum, svo að þetta ætti að vera ákjósanlegur staður til að eyða vetrarleyfinu á. Enda höfum við selt nokkmm hópum ferðir þang- að og fólk komið ánægt heim.“ Sæmundur Guðvinsson hjá Flug- leiðum tók sér langan umhugsunar- frest. Loks kvaðst hann mundu fara til Austurríkis, „bara til að sjá, hvað það er, sem dregur fólk þangað aftur og aftur. Þeir sem eyða fríinu sínu í Austurríki koma til baka uppfullir af krafti og lífsorku og tilbúnir að tak- ast á við vinnuna á nýjan leik. - Þetta yrði því meiri rannsóknarleið- angur hjá mér en frí." Orn Steinsson hjá Útsýn ætlar á skíði í vetur, ef hann fær frí. „Ég fer til Lech í Austurríki," sagði hann. „Ég hef farið þangað fjómm sinnum áður og kann alveg dæmalaust vel við mig þar. Fjallaloftið er heilnæmt, veðrið er gott, maður hvílist við hóf- lega áreynslu í skíðabrekkunum og snýr aftur heim hress og endur- nærður.“ r C X c cr> oo '-j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.