Luxus


Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 98

Luxus - 01.12.1984, Qupperneq 98
98 LUXUS SMOTTERI Hóist lífið á jörðinni með óhreinum snjóbolta ? Vísindamenn nútímans halda því almennt fram að lífið á jörðinni hafi byrjað fyrir 3-4 milljörðum ára með samruna lofts, vatns, jarðefna og elds í einhvers konar hrærigraut frumefna (lofttegunda og kristallaðs leirs í hafinu) og að heilmikið eld- ingaél hafi kveikt í þessu fyrsta lífs- neistann - en árið 1940 kom vís- indamaður að nafni Sir Fred Hoyle, prófessor í stjömufræði við Cam- bridge háskólann, með nýja kenn- ingu. Hún vakti ekki mikla athygli í fyrstu en nýjar rannsóknir benda til að hún geti átt við rök að styðjast. Sir Fred heldur því fram að lífið sé ættað frá einhvers konar rykskyjum sem svífa um geiminn. í þeim eiga að vera skilyrði til að örverur geti myndast. Af og til gerist það að halastjörnur draga þessi ský að sér. Þá þéttastþau. frjósa ogfylgja halan- um. Einhvern tímann hefur svo halastjarna ruðst inn fyrir gufuhvolf jarðar með svona „lífssæði". Kenningin virðist nokkuð fjar- stæðukennd en nýlega hafa vísinda- menn fundið margt athyglisvert í þessum rykskýjum sem svífa um á milli stjarnanna, m.a. efni sem eru nauðsynleg til lífkeðjumyndunar, s. s. methyl-hlaðnar gastegundir. líf- rænar sýrur og margt fleira - jafnvel flókin efnasambönd skyld vínanda. Nýlega tókst stjörnufræðingum að sanna að í einu þessara skýja, Orion Nebula, sé að finna tréni (sellulósa) sem er eitt af grundvallarefnunum í fjölda lífrænna sameinda. Ef kenning Sir Hoyles er rétt er ekki heldur loku fyrir það skotið að líf sé að finna á öðrum stjörnum. Hún gæti Hka skýrt margt annað - t. d. þá gömlu hjátrú að halastjörn- um íýlgi stundum plágur og drep- sóttir... Um 56 milljónir manna búa nú á Stóra-Bretlandi og þar eru starf- ræktar um 77 þúsund ölkrár. 1. desember árið 1983 voru íslendingar orðnir 238.175 talsins svo að miðað við höfðatölu (og ef bjór væri leyfður) gætu verið um 330 krár hér á landi. Hér á eftir fer tafla, svona upp á grín, um bjórkráafjölda á einhverjum 15 stöðum umhverfis landið: Sauðárkrókur . . Akureyri ........ Húsavík......... Egilsstaðir...... Höfn í Hornafirði Selfoss.......... Vestmannaeyjar . Grindavík ....... Keflavík......... Hafnarljörður . . . 3 20 4 2 2 5 7 3 10 17 Ein íítíl komma kemur Bandankjaforseta í vanda Reykjavík................. 120 Borgarnes................... 3 Patreksfjörður ............. 1 ísafjörður.................. 5 Blönduós.................... 1 Samkvæmt þessu er Borgarnes þriggja pöbba bær og Búðardalur fengi einn pöbb - fyrir sig og nær- sveitimar. Það kom upp stórmál sem lítið hefur verið rætt um á flokksþingi repúblikana í þeirri frægu borg Dallas, Texas í ágúst sl. Deilan sner- ist um skattamál og kom upp þegar borin var fram ályktun frá Hvíta húsinu þess efnis að flokkurinn væri „mótfallinn sérhverri tilraun til að auka á skattabyrði sem gæti skað- að efnahagslegar endurbætur og snúið við þeirri uppbyggtngu sem þegar hefur orðið á efnalegu ein- staklingsfrelsi Bandarikjamanna. “ Málfræðingar og aðrirsem vit hafa á þingskjölum tóku strax eftir því að þetta er viðkvæm setning og líkleg til mistúlkana. Þar sem þeir gerðu ráð fyrir að repúblikanar væru ekki á móti öllum sköttum. heldur aðeins þeim sem gætu virst skaðlegir fyrir efnahagslegar endurbætur, vildu þeir láta breyta klausunni meðþviað bæta einni lítilli kommu inn í hana. Hún hefði þá orðið á þá leið að ílokk- urinn væri „mófallinn sérhverri til- raun til að auka á skattbyrði. . .. sem gæti skaðað efnahagslegar endurbætur og snúið viðþeirri upp- byggingu sem þegar hefur orðið á efnalegu einstaklingsfrelsi Banda- ríkjamanna. “ Samkvæmt enskri málfræði er setningarhlutinn fyrir aftan komm- una nánari útlistun á hvers kyns skattbyrði átt er við. Hófust nú miklar deilur um bæði afbrigði setningarinnar. Sumir vildu láta afnema alla beina skatta en aðrir vildu að hægt væri að grípa til einhvers konar skatta ef á þyrfti að halda. Loks var samþykkt að setja kommuna á tilskilinn stað í setning- unni með þeim fyrirvara að hana mætti fjarlægja ef ástæða þætti til. TiIIagan var samþykkt, en til að fyrirbyggja að Walter Mondale gæti gert sér mat úr þessu sagði einn af nánustu samstarfsmönnum Reag- ans. Drew Lewis, við blaðamann að fundinum Ioknum: „Ég kann ágæt- lega við kommur." í Reykjavík væru 120 pöbbar ef þar væri sama hlutfall á móti íbúajjölda og í Stóra-Bretlandi . . . ljósm.: magnúS hjörleifsson Rothstein skuldaði Weiner fimm þúsund krónur. Það var komið að skuldadögum svo að hann fékk fimm þúsund krónur lánaðar hjá Spivak og borgaði Weiner. Viku síðar fékk hann aftur, lánaðar fimm þús- und krónur hjá Weiner til að borga Spivak - og enn einni viku seinna fékk hann sömu upphæð lánaða hjá Spivak til að borga Weiner. Þetta endurtók sig nokkmm sinn- um þangað til hann kallaði báða mennina á sinn fund og sagði: „Þetta er allt of mikið vesen. strákar. Haldið þið bara áfram að borga hvor öðrum þessar fimm þúsund krónur í hverri viku en haldið mér utan við það." Og svo er hér að lokum einn úr síðari heimsstyrjöldinni: Berger, sem hafði falið sig ásamt konunni sinni fyrir nasistum uppi a háaiofti í gömlu húsi í Berlín, ákvað að læðast út einn daginn og fá sér ferskt loft. Meðan hann var úti að spásséra mætti hann allt í einu manni sem var enginn annar en Adolf Hitler í eigin persónu. Þýski nasistaforinginn dró fram skammbyssu og benti með henni a hrossaskítshrúgu á götunni. „Jæja, gyðingur, éttu þetta eða ég drep þig,“ öskraði hann. Skjálfandi á beinunum gerði vesl- ings Berger það sem honum var skipað. Þá fór Hitler að hlæja svo óstjórnlega að hann missti skamm- byssuna. Berger náði henni, stóð upp og sagði: ,Jæja karlinn. Ett þu nú hrossaskítinn eða ég hleypi af og stytti þér aldur.“ Nasistaforinginn fór niður á hend- ur og hné og byrjaði að éta. Meðan hann var að því laumaðist Berger a braut, hljóp gegn um skuggasund, stökk yfir girðingu og komst óséður upp á loft til konunnar sinnar. Hann skellti aftur hurðinni og læsti. „Hilda, Hilda,“ hrópaði hann til konunnar. „Gettu með hverjum ég borðaði hádegismat í dag.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Luxus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.