Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 48
Kómedíuleik-
húsið sýnir
brúðuleikinn
Bakkabræður í
Gaflaraleikhúsinu
í dag, laugardag,
og sunnudaginn
26. september kl.
13 báða daga.
Sýningin var
frumsýnd fyrir
vestan í sumar en
kemur nú í leið-
ferð suður. Sýningunni er lýst sem bráðfjörugu brúðu-
leikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla,
Eirík og Helga.
Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson,
sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A.
Heimissyni sem jafnframt leikstýrir. Lögin í sýningunni
eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen
gítarleikari semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir
hannar leikmynd og brúður.
Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Fram hafnar í efsta sæti í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik, Olísdeildinni, ef marka spá fyrirliða, þjálfara
og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil. Val er
spáð öðru sætinu og ríkjandi Íslandsmeisturum KA/
Þórs því þriðja. „Ég held að þetta verði skemmtilegt
mót og við væntum þess að vera í toppbaráttu,“ segir
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, m.a. í grein um deildina
í blaðinu í dag. „Deildin er sterkari núna, flest liðin hafa
bætt mikið við sig,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson þjálf-
ari Vals. » 41
Margir telja deildina vera orðna enn
sterkari en á síðasta tímabili
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Blóðgjafafélag Íslands átti 40 ára af-
mæli í sumar. Á aðalfundi félagsins
skömmu áður hætti Jón Svavarsson
sem formaður eftir sjö ára setu.
Hann er samt ekki hættur að gefa
blóð, hefur gefið svonefnda heilgjöf
168 sinnum og hefur sett stefnuna á
175 skipti. „Ég má bara gefa blóð á
um þriggja mánaða fresti og til sjö-
tugs, ef heilsan heldur, en blóðgjöf
er ekki aðeins lífgjöf heldur veldur
hún ákveðinni endurnýjun og við-
heldur þannig betri heilsu,“ segir
hann.
Jón er menntaður rafeindavirkja-
meistari og einkaflugmaður, hefur
komið víða við, jafnt í atvinnulífinu
sem í félagsstörfum, og alltaf hefur
myndavélin verið með í för. „Þegar
ég var tíu ára fékk ég mína fyrstu
myndavél, Kodak Instamatic 104, og
miða ég fyrstu myndatökurnar við
þann dag, þótt ég hafi byrjað að
taka myndir á vél pabba löngu áður.
Í myndasafninu frá 1966 til alda-
móta eru á aðra milljón mynda og
stöðugt bætist í bunkann, að
minnsta kosti annað eins á stafrænu
formi.“
Ljósmyndun var aðalstarf Jóns
1996 til 2013, en hann byrjaði að
mynda í atvinnuskyni um 1980 og
stofnaði fyrirtækið Motiv-Mynd
1982. „Ég hef myndað fyrir marga í
55 ár og er stoltur af því að hafa
fengið mörg tækifæri til þess að
skrásetja augnablik sem aldrei
koma aftur, verið trúað fyrir að
mynda viðburði sem enginn annar á
myndir frá.“
Afmælisljóð á fésbókinni
Máttur elsku og eilífðar
engu má þar gleyma.
Forsögu okkar fortíðar
farsælt er að geyma.
Undanfarin ríflega 20 ár hefur
Jón samið ljóð og reglulega birt þau
til afmælisbarna dagsins á fésbók-
inni samanber ofanritað. „Ég hef
föndrað við kveðskapinn frá barns-
aldri, fiktaði við ljóðagerð þegar ég
var í skóla en það voru bölvaðar
ambögur og ég geymdi þær ekki.“
Hann segist einu sinni hafa sent ljóð
í samkeppni en ekki haft erindi sem
erfiði. Hins vegar hafi hann reglu-
lega sent afmælisljóð ársins til vina
og vandamanna og gert þeim hærra
undir höfði á stórafmælum. Eins
hafi hann verið fenginn til þess að
semja afmælisljóð fyrir vini til að
gefa þeirra vinum. „Fyrir nokkrum
árum fylltist vinahópurinn minn á
andlitsbókinni og ég sendi að með-
altali tíu til fimmtán manns afmæl-
iskveðju með þessum hætti dag-
lega.“
Ljóðin koma til Jóns með ýmsum
hætti. „Oft verður eitthvað til þegar
ég hlusta á fréttir, sérstaklega ein-
hverjir fyrripartar, og þá er eins
gott að hafa penna og blað til taks
því annars er hætta á að hugmynd-
irnar hverfi og ekkert standi eftir.“
Jón hefur verið í ótal stjórnum, er
ritari stjórnar Iðnaðarmannafélags-
ins í Reykjavík, formaður lóða-
félagsins þar sem hann býr og hús-
félagsins. Hann var lengi í
Frímúrarakórnum, hefur verið í
kirkjukórum um árabil og er í
kirkjukór Víðistaðakirkju. Hann
hefur líka verið í hlutverki jóla-
sveins við ýmis tækifæri í áratugi.
„Ég var hjá móður minni í Svíþjóð
um jólin í fyrra og var þá ekki í jóla-
sveinabúningi á aðfangadag í fyrsta
sinn í yfir 40 ár,“ segir hann. „Ég er
stoltur af öllu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur, markmiðið hefur alltaf
verið að skila einhverju góðu, að láta
gott af mér leiða, og ég held að það
hafi tekist ágætlega.“
Blóðgjöf endurnýjar og
viðheldur betri heilsu
- Jón Svavarsson ætlar að gefa blóð eins lengi og hann má
Ljósmyndari Jón Svavarsson hefur myndað fyrir marga í 55 ár, þar á meðal
ótalmargar danssýningar og -keppni í öllum aldursflokkum.
Kertasníkir Jón hefur verið í hlut-
verki jólasveins í áratugi.
Ljósmynd/(C) MOTIV