Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 4
Útvarpsstjóri segir að Sam-
herjamálið hafi reynst frétta-
fólki stofnunarinnar erfitt.
Helgi Seljan segir að Ríkisút-
varpið sem og aðrir fjölmiðlar
verði að draga lærdóm af því
að svo fór sem fór.
bth@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR „Það segir sig sjálft
að það eru ekki góðar fréttir fyrir
okkur þegar reynslumiklir blaða- og
fréttamenn hverfa frá okkur,“ segir
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, um
hrinu uppsagna hjá starfsfólki RÚV.
Margir burðarásar í hópi frétta-
og dagskrárgerðarfólks hafa hætt
störfum hjá RÚV undanfarið. Helgi
Seljan, rannsóknarblaðamaður í
Kveik, nú síðast í fyrradag. Viðbragð
Samherja í kjölfar Namibíumálsins,
að fara í áróðursherferð gegn Helga
og RÚV, hafði neikvæð áhrif á frétta-
menn RÚV, að sögn útvarpsstjóra.
„Það er ljóst að þetta var nýtt
fyrir okkur öllum, enginn sá fyrir
hvers konar brjálæði skapaðist,“
segir Helgi, spurður hvort skortur
á stuðningi innan RÚV eftir Nami-
bíumál Samherja hafi haft áhrif á
þá ákvörðun hans að segja skilið
við Ríkisútvarpið.
„Auðvitað hefði verið hægt að
taka öðruvísi og betur á málum
þegar árásir Samherja hófust. Það
er hins vegar eitthvað sem ég held
að allir hafi lært af,“ segir Helgi.
Hann segist þó kveðja RÚV
hvorki beiskur né bitur. „Ég vona
að RÚV eins og allir aðrir fjölmiðlar
standi betur í lappirnar ef eitthvað
sambærilegt gerist á ný.“
Uppsagnirnar á RÚV tengjast
fremur álagi og vinnslu stórra mála
líkt og Samherjamálsins en vanda
við mannauðsstjórnun, að mati
Stefáns útvarpsstjóra. Sem dæmi
henti það ekki öllum að ganga
vaktir og vinna á kvöldin og um
helgar. Í sumum tilfellum hafi fólk
hætt störfum þar sem því bjóðist
betri kjör annars staðar fyrir styttri
vinnutíma og minna álag.
„En ég dreg enga fjöður yfir að
þau stóru mál sem okkar fólk hefur
fjallað um að undanförnu hafa
reynst starfsfólki erfið. Ekki síst
fordæmalausar árásir á Helga Selj-
an vegna umfjöllunar um málefni
Samherja,“ segir Stefán.
Spurður hvort líta megi svo á sem
Samherji hafi unnið sigur með því
að áhöfn Kveiks á RÚV sem starfaði
að Namibíumálinu hefur nánast
þurrkast út, svarar útvarpsstjóri að
hann telji svo alls ekki vera.
„Hvað Helga Seljan varðar sér-
staklega þá er það sigur fyrir
íslenska þjóð og blaðamennsku
að þessi öf lugi blaðamaður haldi
áfram sínum störfum.“
Hann segir að það muni taka
tíma að þjálfa þá upp sem eigi að
fylla skarð þeirra sem hafa hætt
störfum, en margt öflugt og hæfi-
leikaríkt fólk standi eftir.
„Við vitum að það er mikið álag
á fréttamenn, það mælist hátt í
vinnustaðagreiningum hjá okkur
og jafnvel meira en hjá öðrum fjöl-
miðlum. Upplifun fólks af álagi hér
er mikil,“ segir Stefán.
Í Fréttablaðinu í dag auglýsir
Ríkis útvarpið bæði eftir fréttastjóra
og dagskrárstjóra Rásar 2. n
Það er ljóst að þetta var
nýtt fyrir okkur öllum.
Helgi Seljan
Hvað Helga Seljan
varðar sérstaklega þá
er það sigur fyrir
íslenska þjóð og blaða-
mennsku að þessi
öflugi blaðamaður
haldi áfram sínum
störfum.
Stefán Eiríksson,
útvarpsstjóri
Enginn sá brjálæðið fyrir segir Helgi
bth@frettabladid.is
COVID-19 Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá
Landlæknisembættinu, segir að
unnið sé að mótvægisaðgerðum
til að verja geðheilsu barna vegna
áhrifa Covid. Þrjú ráðuneyti taki
þátt í þeirri vinnu í samstarfi við
Embætti landlæknis.
Fréttablaðið hefur fjallað um að
neikvæð áhrif af Covid-faraldrinum
hafi mælst meiri meðal framhalds-
skólanema en grunnskólanema. Ein
líkleg ástæða er, samkvæmt upplýs-
ingum frá Landlækni, að meiri tak-
markanir voru í framhaldsskólum
en grunnskólum þegar rannsókn
um líðan barna og ungmenna var
unnin hérlendis.
„Við fylgjumst grannt með óbein-
um áhrifum Covid á lýðheilsu,"
segir Dóra Guðrún.
Settur hefur verið á laggirnar
sérstakur hópur til að fylgjast með
áhrifum Covid á geðheilsu. Land-
læknisembættið hefur skilað af sér
einni áfangaskýrslu og er unnið að
Aðgerðir til að bæta geðheilsu í undirbúningi
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.
þeirri næstu. Í skýrslunni segir að
flestum börnum á grunnskólaaldri
á Íslandi hafi farnast vel.
„Faraldurinn virðist hins vegar
hafa haft afgerandi neikvæð áhrif
á líðan framhaldsskólanema, sem
voru nánast alfarið í fjarnámi frá vori
til ársloka 2020," segir í skýrslunni.
„Það eru einnig vísbendingar um
að þau sem höfðu það erfitt fyrir
Covid hafi farið verst út úr faraldr-
inum. Það er því mikilvægt að huga
sérstaklega að þeim hópi," segir
Dóra Guðrún. n
Helgi Seljan
segir að RÚV
hefði getað
tekið betur á
málum þegar
árásir Samherja
hófust.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
100% RAFMÖGNUÐ
ÍTÖLSK HÖNNUN
FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI
RAFMAGNSSMÁBÍLLINN.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN
MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI.
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Ríkisstjórn Íslands sam-
þykkti á fundi sínum í gær að taka á
móti 35 til 70 manns frá Afganistan,
til viðbótar við þann hóp sem tekið
var á móti í haust, vegna ástandsins
sem ríkir í landinu.
Flóttamannanefnd hefur verið
falið að útfæra tillögu ríkisstjórnar-
innar, en horft verður sérstaklega til
einstæðra kvenna og mæðra í við-
kvæmri stöðu sem hafa náin tengsl
við Ísland og barna þeirra.
Alls komu 78 einstaklingar komið
hingað til lands í haust frá Afgan-
istan. n
Taka á móti enn
fleira flótta fólki
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra, að fundi loknum í gær.
birnadrofn@frettabladid.is
REYK JAVÍK Björgunarsveitir tóku
þátt í útköllum Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins (SHS) á gamlárs-
kvöld. Ásdís Gíslason, upplýsinga-
fulltrúi SHS, segir það ekki vanalegt.
Það hafi þó gerst þegar gróðureldar
geisuðu í Heiðmörk í fyrra.
Síðastliðið gamlárskvöld voru 220
útköll hjá SHS sem er mun meira en
vanalega. Kalla þurfti út fólk á bak-
vakt og var allt starfsfólk á annarri
vakt einnig kallað út til að sinna
útköllum. „Á svipuðum tíma hafði
Landsbjörg samband við okkur
og bauð fram aðstoð sína, sem við
þáðum og þökkum við þeim kærlega
fyrir þeirra starf,“ segir Ásdís.
Hún segir útköllin hafa verið mis-
alvarleg, þau hafi byrjað um klukkan
hálf átta og staðið fram eftir nóttu.
„En aftur á móti var rólegt þegar
Áramótaskaupið var í gangi, strax að
því loknu jókst þunginn í útköllum á
ný,“ segir Ásdís. n
Sinntu útköllum
slökkviliðsins
220 útköll voru á gamlárskvöld og á
nýársnótt.
4 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ