Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 12
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðunOg það
er náttúr-
lega til
marks um
örvænt-
ingu
flokks-
manna að
flestir ef
ekki allir
eru þeir
einstak-
lega sáttir
við það að
sósíalisti
fari fyrir
fána þeirra.
Ekki er
langt síðan
slík saga
hefði vakið
hlátrasköll
og aflað
mönnun-
um klapp á
bakið í ein-
hverjum
gufufyllt-
um bún-
ingsklef-
anum. En
nú er öldin
önnur.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Atburðarás í heitum potti í íslenskum
sumarbústað hefur verið í deiglunni undan-
farið. Atvik í öðrum potti, sem átti sér stað
fyrir nákvæmlega aldarfjórðungi í þessum
mánuði, svífur yfir vötnum.
Handóðir, miðaldra karlar
Hinn 16. janúar 1997 er hin árlega kvik-
myndahátíð Sundance sett í Utah í Banda-
ríkjunum. Þekkt leikkona, Rose McGowan að
nafni, er þangað komin til að kynna nýjustu
kvikmynd sína. Ári áður hafði McGowan
slegið í gegn í myndinni Scream sem hlaut lof
gagnrýnenda og gríðarlega aðsókn.
Þegar áhrifamesti kvikmyndafram-
leiðandi Hollywood boðar McGowan á fund
sinn er hún upp með sér. „Ég held að líf mitt
sé loks að verða auðveldara,“ segir hún, þegar
hún kveður myndatökumenn sjónvarps-
stöðvarinnar MTV, sem eru að gera um hana
heimildarmynd, og bankar á hurð hótelher-
bergis Harvey Weinstein.
Dyrnar opnast. McGowan býður aðstoðar-
mönnum Weinstein góðan daginn en þeir
líta undan og yfirgefa herbergið. McGowan
og Weinstein ræða málin. Þegar fundinum
lýkur vill Weinstein fá að sýna henni nudd-
pottinn sinn. Weinstein vísar McGowan inn
á baðherbergi. Í ævisögu sinni lýsir McGowan
andartakinu þegar líf hennar breytist í mar-
tröð. Weinstein gnæfir yfir henni, stór á alla
kanta, grófgerður, illúðlegur með fitugt andlit
þakið örum – eins og tröll, eins og bráðnandi
ananas. Því næst stekkur hann á hana, rífur
hana úr fötunum, lyftir henni upp og skellir
henni ofan í nuddpottinn. Hann skorðar
hana upp við vegg og þvingar fótleggi hennar
í sundur. Sírenur glymja í höfði McGowan.
„Vaknaðu, Rose. Vaknaðu.“ Það er sem hún
svífi upp úr eigin líkama og horfi niður á
atvikið þegar Weinstein kemur vilja sínum
fram við hana.
Líf Rose McGowan varð aldrei samt.
„Sorgin heltók mig,“ segir hún í ævisögunni.
„Kynferðislegt ofbeldi sviptir mann getunni
til að vera manneskjan sem maður var og það
stelur manneskjunni sem manni var ætlað að
verða.“
Í kjölfar Sundance-hátíðarinnar reyndi
Rose McGowan að leita réttar síns en án
árangurs. Það var ekki fyrr en tuttugu árum
síðar að skriður komst á málið. Metoo-bylt-
ingin hófst árið 2017 þegar fjöldi kvenna, með
Rose McGowan í fararbroddi, sakaði Harvey
Weinstein um kynferðislega áreitni og kyn-
ferðisofbeldi.
Síðan þá hafa margir velt upp spurning-
unni hvort byltingin hafi í raun áorkað ein-
hverju. Svarið virðist vera að skila sér.
Í vikunni hafnaði dómari í New York
kröfu Andrésar Bretaprins um að einkamáli
Virginiu Giuffre gegn honum yrði vísað frá.
Giuffre er eitt fórnarlamba Jeffrey Epstein,
dæmds kynferðisbrotamanns. Í viðtali við
Breska ríkisútvarpið sagði Guiffre frá því
hvernig Epstein misnotaði hana og lét hana
svo ganga á milli valdamikilla vina sinna
„eins og ávaxtabakka“. Þeirra á meðal kveður
hún hafa verið næstelsta son Englands-
drottningar.
Fjórir handóðir, miðaldra karlar og ein ung
kona í heitum potti. Ekki er langt síðan slík
saga hefði vakið hlátrasköll og aflað mönnun-
um klapp á bakið í einhverjum gufufylltum
búningsklefanum. En nú er öldin önnur.
Weinstein situr inni. Epstein fyrirfór sér í
fangaklefa eftir að hafa verið ákærður fyrir
mansal. Andrés prins var í vikunni sviptur
titlum sínum og selur nú skíðahótelið sitt
til að greiða lögfræðingunum sínum. Áhrifa
Metoo-byltingarinnar er farið að gæta innan
réttarkerfisins. En stærsti árangur Metoo-
byltingarinnar kann að vera annar.
Nákvæmlega tuttugu og fimm árum eftir
að líf leikkonunnar Rose McGowan var lagt
í rúst í einum potti gætir skyndilegrar alls-
herjar viðhorfsbreytingar í kjölfar atviks í
öðrum potti. Loksins, árið 2022, virðist ríkja
samhljómur um að konur eru ekki ávaxta-
bakkar. n
Konur eru ekki ávaxtabakkar
Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju verða haldnar í lok janúar.
Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Kórinn æfir á þriðju-
dagskvöldum klukkan 19-22 auk mánaðarlegra raddæfinga.
Í vor mun kórinn meðal annars halda tónleika og syngja aftansöng á Boðunar-
degi Maríu, halda vortónleika með Barokkbandinu Brák og fara í upptökur
á nýrri íslenskri tónlist. Kórinn tekur virkan þátt í helgihaldi Hallgrímskirkju.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason.
Áhugasamir hafi samband fyrir 23. janúar 2022 á netfangið
kor@hallgrimskirkja.is.
Kór Hallgrímskirkju
Raddprufur
Líðan íslenskra stjórnmálaflokka er með
öllu móti, allt frá því að vera bærileg til
þess að vera átakanlega þungbær – og á
það síðastnefnda ekki síst við um Mið-
flokkinn, sem virðist bíða sömu örlaga
og hefðbundinna klofningsframboða á Íslandi
sem hafa komið og farið.
En heilsufarið á elstu flokkum landsins og
þeim sem haldið hafa á lofti sígildum stefnum
stjórnmálanna til hægri og vinstri virðist líka
vera bágborið – og nægir þar að nefna Sjálf-
stæðisflokkinn. Ótvírætt forystuhlutverk hans
í íslenskum stjórnmálum er að baki. Fall hans í
Reykjavík er auðvitað sögulegt, en þar má hann
heita sáttur við tvöfalt minna fylgi en hann naut
á velmektarárum sínum fyrir þrjátíu árum – og
raunar lengst af síðustu aldar þegar flokkurinn
átti borgina með húð og hári.
Á landsvísu er Sjálfstæðisflokkurinn líka í
kreppu og kemst ekki í stjórn nema með endur-
teknu fulltingi vinstrimanna og getur ekki
lengur gert tilkall til forsætisráðuneytisins,
svo lágt er á honum risið í seinni tíð. Og það er
náttúrlega til marks um örvæntingu flokks-
manna að flestir ef ekki allir eru þeir einstaklega
sáttir við það að sósíalisti fari fyrir fána þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn er lentur í málefna-
legum þrengslum. Sú var tíðin að aðrir flokks-
hestar öfunduðu þennan farsæla hægriflokk
fyrir breiðan stuðning landsmanna, enda var
kjörorðið löngum nokkuð þekkilegt, stétt með
stétt – og gott ef það var ekki innistæða fyrir því.
Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn aftur-
hald. Að baki er frjálslyndi og alþjóðasinnaði
flokkurinn sem jafnvel verkafólk var tilbúið að
styðja, enda var hann trúverðugur vettvangur
fólks sem vildi lítil ríkisafskipti og trúði á frelsi
einstaklingsins. Núna trúir sami flokkur á ríkis-
afskipti og treystir ekki frjálsum viðskiptum til
sjávar og sveita.
Að því sögðu verður ekki annað sagt en hefð-
bundnu flokkarnir á vinstri vængnum búi líka
við krankleika. Samfylkingin hefur tapað vægi
sínu sem breiðfylking jafnaðarmanna af því
hún afréð upp á eigið eindæmi að tapa miðju-
fylgi sínu. Vinstri græn eru orðin átakalaus
kerfisflokkur sem sér ekki lengur ástæðu til að
breyta samfélaginu. Og einhvers staðar þarna
í námunda er Framsóknarflokkurinn sem er
hvorki landsbyggðaflokkur lengur né lyftistöng
fyrir landbúnaðinn.
Það er til marks um kreppu gamla fjórflokks-
ins að einn helsti sigurvegari síðustu alþingis-
kosninga á Íslandi er næsta nýr og nokkuð
snúinn flokkur sem kennir sig við fólk. Og í því
felst einmitt sigur hans. Hann hugsar um fólk. n
Líðan flokkanna
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR