Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 12
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðunOg það er náttúr- lega til marks um örvænt- ingu flokks- manna að flestir ef ekki allir eru þeir einstak- lega sáttir við það að sósíalisti fari fyrir fána þeirra. Ekki er langt síðan slík saga hefði vakið hlátrasköll og aflað mönnun- um klapp á bakið í ein- hverjum gufufyllt- um bún- ingsklef- anum. En nú er öldin önnur. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Atburðarás í heitum potti í íslenskum sumarbústað hefur verið í deiglunni undan- farið. Atvik í öðrum potti, sem átti sér stað fyrir nákvæmlega aldarfjórðungi í þessum mánuði, svífur yfir vötnum. Handóðir, miðaldra karlar Hinn 16. janúar 1997 er hin árlega kvik- myndahátíð Sundance sett í Utah í Banda- ríkjunum. Þekkt leikkona, Rose McGowan að nafni, er þangað komin til að kynna nýjustu kvikmynd sína. Ári áður hafði McGowan slegið í gegn í myndinni Scream sem hlaut lof gagnrýnenda og gríðarlega aðsókn. Þegar áhrifamesti kvikmyndafram- leiðandi Hollywood boðar McGowan á fund sinn er hún upp með sér. „Ég held að líf mitt sé loks að verða auðveldara,“ segir hún, þegar hún kveður myndatökumenn sjónvarps- stöðvarinnar MTV, sem eru að gera um hana heimildarmynd, og bankar á hurð hótelher- bergis Harvey Weinstein. Dyrnar opnast. McGowan býður aðstoðar- mönnum Weinstein góðan daginn en þeir líta undan og yfirgefa herbergið. McGowan og Weinstein ræða málin. Þegar fundinum lýkur vill Weinstein fá að sýna henni nudd- pottinn sinn. Weinstein vísar McGowan inn á baðherbergi. Í ævisögu sinni lýsir McGowan andartakinu þegar líf hennar breytist í mar- tröð. Weinstein gnæfir yfir henni, stór á alla kanta, grófgerður, illúðlegur með fitugt andlit þakið örum – eins og tröll, eins og bráðnandi ananas. Því næst stekkur hann á hana, rífur hana úr fötunum, lyftir henni upp og skellir henni ofan í nuddpottinn. Hann skorðar hana upp við vegg og þvingar fótleggi hennar í sundur. Sírenur glymja í höfði McGowan. „Vaknaðu, Rose. Vaknaðu.“ Það er sem hún svífi upp úr eigin líkama og horfi niður á atvikið þegar Weinstein kemur vilja sínum fram við hana. Líf Rose McGowan varð aldrei samt. „Sorgin heltók mig,“ segir hún í ævisögunni. „Kynferðislegt ofbeldi sviptir mann getunni til að vera manneskjan sem maður var og það stelur manneskjunni sem manni var ætlað að verða.“ Í kjölfar Sundance-hátíðarinnar reyndi Rose McGowan að leita réttar síns en án árangurs. Það var ekki fyrr en tuttugu árum síðar að skriður komst á málið. Metoo-bylt- ingin hófst árið 2017 þegar fjöldi kvenna, með Rose McGowan í fararbroddi, sakaði Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kyn- ferðisofbeldi. Síðan þá hafa margir velt upp spurning- unni hvort byltingin hafi í raun áorkað ein- hverju. Svarið virðist vera að skila sér. Í vikunni hafnaði dómari í New York kröfu Andrésar Bretaprins um að einkamáli Virginiu Giuffre gegn honum yrði vísað frá. Giuffre er eitt fórnarlamba Jeffrey Epstein, dæmds kynferðisbrotamanns. Í viðtali við Breska ríkisútvarpið sagði Guiffre frá því hvernig Epstein misnotaði hana og lét hana svo ganga á milli valdamikilla vina sinna „eins og ávaxtabakka“. Þeirra á meðal kveður hún hafa verið næstelsta son Englands- drottningar. Fjórir handóðir, miðaldra karlar og ein ung kona í heitum potti. Ekki er langt síðan slík saga hefði vakið hlátrasköll og aflað mönnun- um klapp á bakið í einhverjum gufufylltum búningsklefanum. En nú er öldin önnur. Weinstein situr inni. Epstein fyrirfór sér í fangaklefa eftir að hafa verið ákærður fyrir mansal. Andrés prins var í vikunni sviptur titlum sínum og selur nú skíðahótelið sitt til að greiða lögfræðingunum sínum. Áhrifa Metoo-byltingarinnar er farið að gæta innan réttarkerfisins. En stærsti árangur Metoo- byltingarinnar kann að vera annar. Nákvæmlega tuttugu og fimm árum eftir að líf leikkonunnar Rose McGowan var lagt í rúst í einum potti gætir skyndilegrar alls- herjar viðhorfsbreytingar í kjölfar atviks í öðrum potti. Loksins, árið 2022, virðist ríkja samhljómur um að konur eru ekki ávaxta- bakkar. n Konur eru ekki ávaxtabakkar Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju verða haldnar í lok janúar. Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Kórinn æfir á þriðju- dagskvöldum klukkan 19-22 auk mánaðarlegra raddæfinga. Í vor mun kórinn meðal annars halda tónleika og syngja aftansöng á Boðunar- degi Maríu, halda vortónleika með Barokkbandinu Brák og fara í upptökur á nýrri íslenskri tónlist. Kórinn tekur virkan þátt í helgihaldi Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason. Áhugasamir hafi samband fyrir 23. janúar 2022 á netfangið kor@hallgrimskirkja.is. Kór Hallgrímskirkju Raddprufur Líðan íslenskra stjórnmálaflokka er með öllu móti, allt frá því að vera bærileg til þess að vera átakanlega þungbær – og á það síðastnefnda ekki síst við um Mið- flokkinn, sem virðist bíða sömu örlaga og hefðbundinna klofningsframboða á Íslandi sem hafa komið og farið. En heilsufarið á elstu flokkum landsins og þeim sem haldið hafa á lofti sígildum stefnum stjórnmálanna til hægri og vinstri virðist líka vera bágborið – og nægir þar að nefna Sjálf- stæðisflokkinn. Ótvírætt forystuhlutverk hans í íslenskum stjórnmálum er að baki. Fall hans í Reykjavík er auðvitað sögulegt, en þar má hann heita sáttur við tvöfalt minna fylgi en hann naut á velmektarárum sínum fyrir þrjátíu árum – og raunar lengst af síðustu aldar þegar flokkurinn átti borgina með húð og hári. Á landsvísu er Sjálfstæðisflokkurinn líka í kreppu og kemst ekki í stjórn nema með endur- teknu fulltingi vinstrimanna og getur ekki lengur gert tilkall til forsætisráðuneytisins, svo lágt er á honum risið í seinni tíð. Og það er náttúrlega til marks um örvæntingu flokks- manna að flestir ef ekki allir eru þeir einstaklega sáttir við það að sósíalisti fari fyrir fána þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn er lentur í málefna- legum þrengslum. Sú var tíðin að aðrir flokks- hestar öfunduðu þennan farsæla hægriflokk fyrir breiðan stuðning landsmanna, enda var kjörorðið löngum nokkuð þekkilegt, stétt með stétt – og gott ef það var ekki innistæða fyrir því. Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn aftur- hald. Að baki er frjálslyndi og alþjóðasinnaði flokkurinn sem jafnvel verkafólk var tilbúið að styðja, enda var hann trúverðugur vettvangur fólks sem vildi lítil ríkisafskipti og trúði á frelsi einstaklingsins. Núna trúir sami flokkur á ríkis- afskipti og treystir ekki frjálsum viðskiptum til sjávar og sveita. Að því sögðu verður ekki annað sagt en hefð- bundnu flokkarnir á vinstri vængnum búi líka við krankleika. Samfylkingin hefur tapað vægi sínu sem breiðfylking jafnaðarmanna af því hún afréð upp á eigið eindæmi að tapa miðju- fylgi sínu. Vinstri græn eru orðin átakalaus kerfisflokkur sem sér ekki lengur ástæðu til að breyta samfélaginu. Og einhvers staðar þarna í námunda er Framsóknarflokkurinn sem er hvorki landsbyggðaflokkur lengur né lyftistöng fyrir landbúnaðinn. Það er til marks um kreppu gamla fjórflokks- ins að einn helsti sigurvegari síðustu alþingis- kosninga á Íslandi er næsta nýr og nokkuð snúinn flokkur sem kennir sig við fólk. Og í því felst einmitt sigur hans. Hann hugsar um fólk. n Líðan flokkanna SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.