Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 26
Myndin er tekin rétt fyrir hreystikeppn- ina. MYND/AÐSEND Hulda fór í þyrlu á ströndina. Með henni á myndinni eru þær Angel frá Kanada og Mayra frá Arg- entínu. MYND/AÐSEND Hulda klæddist ýmsum glæsilegum klæðnaði í keppninni. MYND/AÐSEND banana, eggjum og hnetum. Allt annað áttum við bara að finna á eyjunni. Alger „Survivor“-stemn- ing,“ segir Hulda og hlær. Æfði þar til hana svimaði Hún segir annað verkefni sem þær fengu í keppninni hafa verið hreystikeppni þar sem þær áttu að gera æfingar samfellt á ströndinni í 30 stiga hita án þess að fá hlé eða næringu. „Keppnin kallast Last Woman Standing og snýst um það að sú sem stendur eftir síðust vinnur. Þau hentu smá vatni í okkur (í rauninni bara nokkrum dropum upp í okkur á meðan við vorum að), en ekkert annað en það. Ég held að ég hafi verið í um fjóra og hálfan tíma en sú sem var lengst var í fimm og hálfan. Ég vildi alls ekki hætta, þvertók fyrir það og grátbað í orðsins fyllstu merkingu um að fá að hamast þarna áfram, en það voru eiginlega fram- leiðendur sem létu mig hætta. Enda var það kannski skynsamlegt því mig var farið að svima,“ segir Hulda. Þá segir hún að í annað sinn hafi þeim verið skutlað á ströndina í þyrlum þar sem þær fóru í sjóinn, fengu dóminískan hádegisverð og fóru í reiðtúr eftir strandlengjunni. „Eitt af því fyrsta sem við gerðum var greindarvísitöluprófið. Við feng- um 20 eða 30 mínútur til að svara prófinu. Allar spurningarnar voru sjónrænar því við höfum ólík móð- urmál og því er það sanngjarnt.“ Hulda segir að annað sem henni hafi líkað vel sé að keppnin sé mjög ólík öðrum keppnum sem hún hafi verið í, eins og til dæmis Miss Uni- verse Iceland. „Það er enginn klíkuskapur og einkunnagjöf er byggð á stigagjöf. Það eru engir dómarar og þó að við komum fram í þjóðbúningum, sundfötum og síðkjólum, miðast keppnin ekki við það. Á hverjum degi vorum við búnar að vinna okkur inn ákveðinn stigafjölda í ólíkum áskorunum,“ segir Hulda en vegna þess að keppnin er líka raun- veruleikaþáttur þá varð það að vera skýrt hvernig stigin voru gefin. Hún segir að til greina komi að sýna keppnina á Netflix og að það sé mjög spennandi. „Það er alveg geggjað. Við vorum alltaf í viðtölum og þetta hefur opnað margar dyr nú þegar. Við förum líklega á „prómó túr“ en ég fer í það minnsta aftur til Dómin- íska lýðveldisins þegar ég þarf að krýna þar í desember.“ Góðgerðarstarfið stór þáttur Nokkuð stór hluti af keppninni er góðgerðarstarfsemi þar sem kepp- endur safna fyrir eitthvert ákveðið verkefni. Í ár var lögð áhersla á að byggja upp skóla og undirbúa skóla- starf í Yamasa og öðrum fátækum hverfum í Dóminíska lýðveldinu. „Verkefnið gefur þessum börnum kost á að sækja sér menntun sem þau hafa annars ekki aðgang að. Eins og er þurfa börnin að ferðast langa og óörugga leið til að komast í skólann og langflest þeirra búa við mjög mikla fátækt svo menntunin situr á hakanum,“ segir Hulda og að góðgerðarþáttur keppninnar hafi í raun verið það sem fékk hana til að slá til og taka þátt að lokum. „Góðgerðarstarfið nær út fyrir þátttöku í Miss Multiverse en verk- efnið snerti okkur allar og hreyfði við okkur. Við sem komumst í topp tíu erum f lestar staðráðnar í að halda áfram og ég er þegar farin að skipuleggja næstu ferð til Dómin- íska lýðveldisins. Við tíu komum frá misvelstæðum löndum; Íslandi, Noregi, Nígeríu, Serbíu, Filipps- eyjum, Kanada, Argentínu, Ung- verjalandi, Belgíu og Rúmeníu. Ég á sjálf menntun mikið að þakka og hef fengið mýmörg tækifæri í lífinu vegna hennar. Ég veit að þar spila margir þættir inn í, svo sem hvar og hvenær ég er fædd sem og ómældur stuðningur foreldra minna en ég trúi einlæglega að menntun opni fjölmarga möguleika og sé á vissan hátt lykill að árangri og tækifærum framtíðarinnar,“ segir Hulda einlæg. Hægt að styrkja góðgerðar- verkefnið með því að leggja inn á bankabók á nafni Huldu sem var stofnuð fyrir verkefnið. Kennitala: 2901942299 og reikningsnúmer: 0123-15-044830. „Þannig er hægt að gefa þessum börnum einhverja dýrmætustu gjöf sem völ er á: menntun og betri fram- tíð,“ segir Hulda. ■ Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is illjant þvottaefni fyrir 26 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.