Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 64

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 64
Það er vert að hafa í huga að ef þú ert að kaupa eitthvað sem lítur út fyrir að vera glænýtt og ógallað, þá er yfirleitt ástæða fyrir því að verð- ið er svona lágt. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is „Outlet“ er áhrifaríkt orð sem kveikir upp í frum- stæðu veiði- og söfnunareðli mannsins og bendir til þess að á bak við prósentutöluna sé að finna ógrynnin öll af fínasta varningi á ótrúlegum afslætti. Outlet-verslanir bjóða neytendum alla jafna upp á lægra verð en gengur og gerist í hefðbundnum verslunum og upprunalega voru outlet-verslanir hógvær vöru- hús þar sem seldar voru gallaðar vörur á lágu verði. Síðan þá hafa outlet-verslanir orðið að neytenda- vænum búðum sem slökkva þorsta viðskiptavina í merkjavörur á hag- stæðara verði. Erlendis má jafnvel finna heilu outlet-verslunarmið- stöðvarnar með fjöldanum öllum af afsláttarverslunum. Ekki sömu vörurnar Samkvæmt SmartMoney eru 82% allra vara í outlet-verslunarmið- stöðvum framleiddar sérstaklega fyrir outlet-búðirnar. Þetta þýðir að vörurnar eru sannarlega nýjar, en ekki endilega í sama gæða- flokki og upprunalegu vörurnar sem finna má í hefðbundnum verslunum. Í raun má segja að f lestar þessara vara séu fram- leiddar úr ódýrari efnum og án sérstakra smáatriða, sem gera merkjavöru yfirleitt dýrari en aðrar vörur. Fyrir marga er þetta ekki vanda- mál. En það er vert að hafa í huga að ef þú ert að kaupa eitthvað sem lítur út fyrir að vera glænýtt og ógallað, þá er yfirleitt ástæða fyrir því að verðið er svona lágt. Til að mynda selur Gucci outlet-verslun ekta Gucci vörur, sem eru fram- leiddar af merkinu, en sérstaklega fyrir outlet-verslunina. Þú finnur því ekki endilega nákvæmlega sömu vörur í venjulegri verslun og outlet-verslun. Í sumum til- fellum er þó um að ræða afganga Ekki kaupa köttinn  í tilboðssekknum Það jafnast fátt á við það að finna flíkina sem þig hefur langað í lengi á útsölurekka á niðursettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Verslunareigendur reyna að sjálfsögðu að stilla út dýrustu vörunum til þess að selja okkur það sem þeir græða mest á að selja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY frá liðnum árstíðum og gallaðar eða skemmdar flíkur, sem seldust einfaldlega ekki í hefðbundnu búðunum. Vertu á varðbergi Það er líka mikilvægt að vera á verði gagnvart afsláttarloforðum. Þrátt fyrir að skiltið segi 65% afsláttur af upprunalegu verði, þá er líklegt að varan hafi aldrei verið seld á upprunalega verðinu. En það myndir þú ekki vita nema ef þú hefðir heimsótt hefðbundnu verslunina, þar sem varan á að hafa verið seld á upprunalega verðinu. Einnig má nýta sér snjallsímaforrit eins og RedLaser og ShopSavvy til að gera verð- samanburð. Það er því ekki hægt að ganga út frá því að allt sem þú finnur í outlet-verslun sé endilega á jafngóðu verði og það virðist vera í fyrstu. Hornkerlingar allar hlýðið á Það má þó vel njóta þess að versla í outlet-verslunum og verslana- miðstöðvum, enda hljómar fátt betur í eyrum en fimmtíu pró- senta afsláttur. Þegar þú gengur inn í outlet-verslun er líklegt að við þér blasi fínasta útstilling á nýjum og lokkandi vörum líkt og í hefðbundinni búð. En lát eigi blekkjast því hér finnur þú ekki besta verðið. Mesti afslátturinn er yfirleitt gefinn af vörum sem komnar eru á útsölurekkana úti í hornum verslunarinnar. Eitt sinn sagði fræg kona að engin horn- kerling vildi hún vera, en í outlet- verslunum eru hornin einfaldlega safaríkustu staðirnir. Annað gott ráð er að versla utan árstíðarinnar. Vantar þig til dæmis vetrarúlpu? Þá er best að kaupa hana að vori til. Og eru sundfötin að gefa sig? Þá skaltu bíða þangað til í haust. Verslanir vita að neytendur eru fiska eftir góðum kaupum, en þær vilja einnig hámarka gróðann. Því er varningur frá öðrum árstíðum yfirleitt ekki það fyrsta sem þú sérð í verslunum. n Það er því ekki hægt að ganga út frá því að allt sem þú finnur í outlet-verslun sé endilega á jafngóðu verði og það virðist vera í fyrstu. 20% afsláttur af skíðapökkum #A LL IR Ú TA Ð LE IK A Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300 6 kynningarblað 15. janúar 2022 LAUGARDAGURÚTSÖLUR OG OUTLET
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.