Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 90

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 90
svavamarin@frettabladid.is ninarichter@frettabladid.is Íslenski indíkvartettinn ArnarÁrna, sem skipaður er fjórum Íslending­ um búsettum í Kaupamannahöfn, gefur út nýtt lag á næstu dögum. Hljómsveitin leikur notalegt kántrí­ skotið indí­popp og minnir hressi­ lega á bandaríska popparann John Mayer, en lag sveitarinnar hefur verið lengi á dönskum vinsælda­ lista. ArnarÁrna er nefndur eftir söngv­ aranum Arnari Hrafni Árnasyni, 33 ára kennara sem hefur búið í Dan­ mörku síðan hann var tvítugur og sinnir tónlistinni samhliða starfi sínu með börnum í sértæku náms­ umhverfi vegna einhverfu og ADHD hjá Baunevangens Børnehave. Kynntust í karlakór Kvartettinn fylla síðan Andrés Lár­ usson, Smári Þorsteinsson og Sóla Aradóttir. „Við kynntumst í karla­ kórnum Hafnarbræðrum; ég, Andr­ és og Smári. Sóla stjórnaði kórnum, þar sem hún spilaði líka á píanó og söng bakrödd,“ segir Arnar Hrafn. „Árið 2019 stilltum við saman strengi okkar og ákváðum að stofna hljómsveitina ArnarÁrna. Það er ekki hægt að neita því að faraldur­ inn hafi skemmt örlítið fyrir okkur, þar sem við vorum komin með umboðsmann sem setti okkur á ís.“ Hljómsveitin nýtti tækifærið þegar slaknaði á samkomutak­ mörkunum í fyrra og kom meðal annars fram á tónlistarhátíðinni Copenhagen Songwriters Festival í ágúst. Þá hefur ArnarÁrna skemmt Íslendingum í Kaupmannahöfn. „Við höfum fengið tækifæri til að gleðja samlanda okkar á ýmsum viðburðum á vegum Íslendinga­ félagsins í Kaupmannahöfn, sem og í Óðinsvéum. Á topplista í Danmörku Við erum öll að setja í annan gír á þessu ári og erum að fara að gefa út nýtt lag á næstu dögum,“ segir Arnar Hrafn. Ási Einarsson pródú­ serar lagið sem verður aðgengilegt í streymi á næstu dögum. Arnar Hrafn segir að þrátt fyrir takmörkuð tækifæri til að stíga á svið fyrir fullum sal af fólki hafi hljómsveitin náð að halda sig við efnið. „Við höfum haldið okkar plani til streitu og erum búin að vera fjórðu vikuna í röð á topplista streymisveitunnar Hear Us Music, sem er alveg frábært,“ segir Arnar og vísar til lagsins Country Love Song. Hann bætir við að sveitin stefni á að spila á Íslandi innan tíðar. n Íslenskur kvartett kántrípoppar í Köben Hljómsveitin ArnarÁrna hyggst sækja í sig veðrið á þessu ári. MYND/AÐSEND Þegar kemur að EM í handbolta eru margir glæsilegir á gólfinu. Sumir skreyta sig með flúrum að íþróttamannasið, þó að fáir komist með tærnar þar sem okkar maður Björgvin Páll Gúst­ avsson er með hælana. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði þá sem þykja töff, flúraðir eða ekki. benediktboas@frettabladid.is Flottir og flúraðir á Evrópumótinu Björgvin Páll Gústavsson leikmaður Íslands Björgvin Páll er þekktur fagurkeri og er með svokall- aðar ermar á báðum handleggjum. Byrjaði ungur að fá sér flúr sem hann hefur bætt í, hægt og rólega. Bogdan Radivojevic leikmaður Serbíu Léttur hanakambur, flúr á hálsinum og blóm á höndunum. Radivojevic spilar með Pick Szeged og hefur verið landsliðsmaður síðan 2012 og hefur vakið athygli síðan. Leon Susnja leikmaður Króatíu Alvöru týpa sem birtist í fyrsta leik þar sem Króatar töpuðu fyrir Frökkum. Yfirvaraskegg og flúr um allan líkama en hreyfingar eins og ballerína. Alfreð Gíslason þjálfari Þýskalands Alfreð verður að vera með. Hann er jú svalasti maður Evrópumótsins og það geislar af honum. Alfreð er ekki með húðflúr enda þarf hann ekki að skreyta sig. Stúkan Heimamenn hafa litað mótið fallegum litum og stemning er á pöllunum. Þó sóttvarnir séu litlar í Ungverjalandi eru sumir með sprelligrímu til að brosa yfir. Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana Einhver almesti sigurvegari handboltans, bæði sem leikmaður og þjálfari, er með þrjár stjörnur á handleggnum sem tekið er eftir en hann fékk sér flúrið fyrir margt löngu. Rastislav Trtik þjálfari Tékka Snúður í hár og grátt skegg er lúkk sem aðrir öfunda, hvort sem það eru ungir eða gamlir. Trtik er sex- tugur en samt sjóðheitur á hliðar- línunni – og hefur verið lengi. Við höfum haldið okkar plani til streitu og erum búin að vera fjórðu vikuna í röð á topplista streymisveit- unnar Hear Us Music. 50 Lífið 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.