Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 28

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is List Klukkuturn í háskólanum. – Hvað tekur svona spurningalota langan tíma? Arna: „Það fer eftir faginu. Þú dregur þrjár spurningar, og hefur kannski fimmtán til tuttugu mínútur til að undirbúa þig, svo kemurðu fram fyrir kennarann, byrjar á fyrstu spurningunni og útskýrir svarið. Kennarinn hlustar og þeir geta spurt nánar um efnið ef ein- hverjar upplýsingar vantar.“ Auður: „Við förum í munnleg próf en heima eru þetta mikið lotur. Við förum reglulega í kaflapróf og svo í munnlegt lokapróf í lok áfangans þar sem námsefnið getur verið frá allt að þremur önnum. Þannig að maður man mikið úr efninu frá fyrri árum og það er mikill kostur.“ Skóli lífsins – Styrkir þetta sjálfstraustið? Eva Mey: „Klárlega. Maður þroskast mikið við að koma hingað og taka þetta nám í útlöndum. Þetta er ekki aðeins skóli, læknaskóli, heldur líka skóli lífsins, að vera hér sjálfstæður, eignast nýja vini og læra nýtt tungumál í nýju umhverfi.“ – Þú ert nýkominn, Bjarni Fannar [Kjartansson]. Hvar var inntöku- prófið? „Það fór fram á netinu. Ég tók það heima.“ – Hvernig undirbjóstu þig? „Ég var að undirbúa mig fyrir ís- lenska prófið [hjá læknadeild Há- skóla Íslands]. Það hélst í hendur.“ – Þú hefur tekið bæði prófin? „Já.“ Hver er munurinn á þeim? „Það er prófað í líffræði og efna- fræði í slóvakíska prófinu og farið dýpra í efnið en í íslenska prófinu eru mörg fög undir.“ I forystu Ján Danko, borgarstjóri í Martin, ræddi við Morgunblaðið. – En þú, Edda Þórunn? Hvað sérðu fyrir þér að gera eftir út- skrift? „Ég vildi snemma verða læknir og hugsaði sem svo að ef ég gæti ekki orðið læknir þá vildi ég verða ljós- móðir. Þetta helst svolítið í hendur en mig langaði alltaf mest að verða fæðingar- og kvensjúkdómalæknir.“ – Hvar sjáið þið fyrir ykkur að starfa í framtíðinni? Alexandra: „Ég sé ekki fyrir mér að starfa á Íslandi. Ég er búin að skoða nokkur lönd. Mamma bestu vinkonu minnar er í Sviss. Og hún sagði frábært að vera þar. Þannig að ég er að skoða þann möguleika. Svo er það England en mig langar að komast aðeins frá Skandinavíu og upplifa meira í gegnum starfið.“ Eva Mey: „Ég er opin fyrir öllu, en fjölskylda mín er búsett í Noregi og bróðir minn Victor er að vinna sem læknir á Íslandi svo það er aldr- ei að vita nema við systkinin sam- einum krafta okkar þar!“ Auður: „Ég hugsa að ég muni enda á Íslandi. Það er allavega draumurinn. En ég hugsa að ég sér- hæfi mig í Noregi eða Svíþjóð.“ Ósanngjarnar skerðingar Alexandra: „Mig langar til að nota tækifærið og gagnrýna stefnu LÍN. Við megum nefnilega ekki vinna eins mikið og við viljum á sumrin. Við vinnum oft næturvaktir og um leið og launin ná vissu hámarki, 1,2-1,3 milljónum, þá skerðist lánið, sem ég tel afar ósanngjarnt. Við höldum enda til dæmis áfram að greiða húsaleigu yfir sumarið. Margir af- þakka því vaktir vegna þess að það skerðir lánið en samtímis vantar alltaf starfsfólk á spítölunum.“ Í Martin Erika Halasová og Runólfur Oddsson við skrifstofu ræðismanns. Ján Danko, borgarstjóri Martin, tók á móti blaðamanni og öðrum gestum frá Íslandi á skrifstofu sinni. Danko er menntaður læknir en hann var áður deildar- forseti Jessenius-læknaskólans í Martin. Danko svaraði spurningum á slóvakísku og túlkaði Erika Halašová, ræðismaður Íslands í Slóvakíu, með aðsetur í Martin, svörin yfir á ensku. Eftir stutta kynningu berst talið að læknadeild Martin-háskóla sem Danko segir hafa verið stofnaða árið 1963 sem útibú frá Comenius-háskóla í Brati- slava, sem var stofnaður árið 1919, og 1969 varð lækna- deildin í Martin sjálfstæð. Læknadeildin í Martin hóf að taka við erlendum nem- endum árið 1991 og voru þeir fáir í fyrstu. Um aldamótin var námið fyrir erlenda læknanema endur- skipulagt og var kynning á náminu í Evrópu efld. Voru Norðmenn fyrstu nemendurnir í þeim hópi. Danko segir erlendum nemendum hafa fjölgað eftir því sem gæði námsins spurðust út en ætíð hafi verið lögð áhersla á að kenna í fámennum hópum og ná vel til hvers einasta læknanema. Um 600 erlendir nemar eru í lækna- náminu sem tekur sex ár. Læra slóvakísku fyrstu tvö árin Námið er á ensku og fyrstu tvö árin læra íslensku nem- endurnir slóvakísku til að geta hafið verklega þáttinn á sjúkrahúsi á þriðja ári. Um 90% af þeim sem ná inntökupróf- inu ljúka náminu. Deildin útskrifar nú að jafnaði 40-50 er- lenda nemendur á ári og um hundrað heimamenn. Boðið er sérnám en nemendurnir þurfa að starfa í vissan tíma í Sló- vakíu. Vorið 2012 var ákveðið að bjóða íslenskum nemendum í læknanámið. Tólf þreyttu inntökuprófið í ágúst 2012 og náðu níu prófinu og hófu nám þá um haustið. Danko segir að á þessum tíma hafi læknadeildin í Martin verið álitin sú besta í Slóvakíu og hafi hún haldið því orð- spori síðan. Deildin njóti virðingar um alla Evrópu og víðar um heim, þ.m.t. í Bandaríkjunum, en árið 2004 hafi námið verið samræmt læknanámi í álfunni með tilskipun frá Evr- ópusambandinu. Danko segir íslensku nemana hafa staðið sig vel en ís- lenska menntakerfið sé greinilega gott. Árið kostar tæplega 11 þúsund evrur Læknanámið kostar erlenda nemendur um 10.900 evrur á ári og helst árgjaldið óbreytt, þótt það sé hækkað á náms- tímanum. Um fjórðungur þeirra sem þreyta inntökuprófið kemst í deildina, þar af tíundi hver heimamaður, en að jafn- aði þreyta það 450 á ári. Spurður hvort til standi að fjölga íslenskum læknanemum enn frekar segir Danko skólann ekki geta bætt við nemum að sinni en að það verði skoðað síðar. Fram undan sé uppbygging nýs og fullkomins sjúkrahúss í Martin en það geti skapað tækifæri. Hópurinn kveður þá og þakkar góð kynni. Við göngum næst til fundar við And- reu Calkovská, lækni og prófessor og deildarforseta Jesse- nius-læknaskólans frá árinu 2019. Hún útskrifaðist sem læknir frá Martin árið 1990 og starfaði meðal annars á Kar- olinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Henni til fulltingis er Janík Martin, varadeildarforseti erlendra nema og dósent, rétt- armeinafræðingur og læknir. Spurð um sérstöðu læknadeildarinnar bentu þau meðal annars á þá áherslu skólans að kenna í fámennum hópum. Þá muni nýtt sjúkrahús styrkja Martin í sessi sem miðstöð læknarannsókna í Slóvakíu. Við hittum loks dr. Katarinu Murceková, yfirmann skrif- stofu fyrir erlenda stúdenta, en hún kennir nemendum jafn- framt slóvakísku. Hún hrósar íslensku læknanemunum sem séu iðnir og vel búnir undir námið. Margt sé líkt með hug- arfari íslenskra og slóvakískra læknanema. Það auðveldi Ís- lendingunum að læra slóvakísku að eignast vini meðal heimamanna. Í fremstu röð í Slóvakíu Fjöldi erlendra nema við Jessenius-lækna- skólann í Martin 800 600 400 200 0 '00/'01 '03/'04 '06/'07 '09/'10 '12/'13 '15/'16 '18/'19 '21/'22 52 76 81 101 102 141 156 179 1778 4 26 22 12Úskrifaðir íslenskir nemendur:* Skólaárin 2000/2001 til 2021/2022 Íslenskir læknanemar Aðrir erlendir læknanemar *Þá hafa um 20 Íslendingar lokið læknanámi í Danmörku sem hófu námið í Martin Dr. Andrea Calkovská Janík Martin Katarina Murceková

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.