Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 75
MENNING 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
@CliffordMovie
CliffordMovie.com
#CliffordMovie
ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ ELSKAR HANN
ÞVÍ STÆRRI VERÐUR HANN.
KEMUR Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU TALI
10. DESEMBER
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
SÝNDMEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI
JÓLAMYND
S
öngvamyndir eru ekki eins
og aðrar kvikmyndir þar
sem í söngvamyndum er
ekki verið að vinna með
söguframvindu heldur paranir eða
hliðstæður. Það sem er átt við er að
kvikmyndin er ekki skrifuð eða tek-
in upp þannig að hún fylgi beinu
orsakasamhengi. Í söngvamyndinni
er formgerðin sú að við höfum tvö-
faldan frásagnarfókus. Áhorfandinn
skoðar tvö atriði til jafns en ekki eitt
á eftir öðru. Tökutækninni er ætlað
að mynda paranir með því að sýna
þessar andstæður hlið við hlið að
gera sömu hlutina eða í sama rým-
inu sem neyðir áhorfandann til að
bera þessar andstæðu persónur,
konu og karl, saman. Markmiðið er
að færa þessar andstæðu persónur
hvora nær annarri og erkilausnin er
síðan hjónaband milli persónanna
tveggja. Dæmi um þetta má t.a.m.
finna í söngvamyndinni The Sound
of Music í leikstjórn Roberts Wise
(1965), þar eru María (Julie
Andrews) og Kapteinn Von Trapp
(Christopher Plummer) andstæð-
urnar sem teflt er saman í byrjun en
færast svo nær hvort öðru í hegðun
og ná með hjónabandi fullkomnu
jafnvægi.
Þessari hefðbundnu formgerð
söngvamynda, þar sem áhersla er
lögð á hliðstæður en ekki sögu-
framvindu, er teflt fram í nýju mynd
Leos Carax, Annette. Fyrst kynnast
áhorfendur aðalpersónunum tveim-
ur, andstæðum myndarinnar, sinni í
hvoru lagi. Henry McHenry (Adam
Driver) er sýndur sem skapmikill,
dónalegur og narsissískur karl-
maður á meðan Ann Defrasnoux
(Marion Cotillard) birtist sem ljúf,
falleg og góð kona. Andstæðurnar
eru ekki einungis sýndar í gegnum
persónuleikaeinkenni eða hegðun
heldur líka störf þeirra. Henry er
uppistandari sem leyfir sér að segja
allt hálfnakinn í grænum slopp en
Ann starfar sem óperusöngvari og
syngur fyrir hástéttarfólk klædd
hvítum kjól sem hylur hana frá
toppi til táar. Áhorfendur sjá til
skiptis atriði úr ólíkum sýningum
þeirra og bera þannig andstæðurnar
saman. Hins vegar er ferðalagið þar
sem þessar tvær ólíku persónur
mætast á miðri leið og sameinast í
hjónabandi aðeins lítill en langdreg-
inn hluti myndarinnar en ekki endir
hennar eins og tíðkaðist í söngva-
myndum á gullöld Hollywood. Í
staðinn fer Carax í aðra átt og má
segja að hjónabandið merki upphaf
endaloka þeirra.
Í söng og dansi í söngvamynda-
greininni eiga persónur að geta tjáð
sínar innstu þrár og tilfinningar án
þess að skammast sín fyrir þær, því
söngurinn og dansinn á sér stað í
þykjustuleik eða einhverri fantasíu.
Þannig geta þau tjáð ást sína eins og
sjá má í The Sound of Music þegar
Von Trap og María dansa sinn
fyrsta dans í boðinu. Það er í því at-
riði sem þau átta sig á tilfinningum
hvors til annars. Í Annette gildir hið
sama, þ.e.a.s. hinar innstu þrár og
tilfinningar fá hljómgrunn sinn í
söng og dansi en þær eru ekki endi-
lega fallegar heldur innihalda eitt-
hvað myrkt. Út frá lýsingum þeirra í
lögunum um ást sína hvors til ann-
ars mætti draga þá ályktun að ástin
sé þeim þungbær eins og eitthvað
sem er kvalafullt: „Love hurts.“
Annette er þannig ólík hinum klass-
ísku Hollywood-söngvamyndum
þrátt fyrir að formgerðin sé sú
sama. Myndin er mun myrkari og
tekst á við erfið málefni eins og
flækjur milli ástar og metnaðar en
allt virðist fara á niðurleið þegar
frami Ann verður mun meiri en hjá
Henry. Það er þó ekki nýtt af nál-
inni enda takast allar myndirnar
undir heitinu „A Star Is Born“, eða
Stjarna er fædd, á við það söguefni
en þar endar karlkyns aðalpersónan
alltaf á því að drepa sig af því hann
getur ekki horft á konu sína verða
sigursælli en hann. Carax gengur
skrefinu lengra en þær myndir, en
lesendur sem ekki vilja vita hvernig
ættu að sleppa því að lesa næstu
línu. Í staðinn fyrir að láta aðalkarl-
persónuna drepa sig þá drepur hann
konuna sína.
Eitt af einkennum söngvamynd-
arinnar er flutningur milli raunveru-
leikans og hins ímyndaða eða fant-
asíunnar. Fyrsta atriðið í kvik-
myndinni sýnir þennan flutning á
skemmtilegan máta og ber merki
þess hversu vel Carax þekkir
söngvamyndina sem kvikmynda-
grein. Myndin hefst í hljóðveri þar
sem sést í leikstjórann, Carax,
tæknimennina og tónlistarfólkið á
bak við myndina, þ. á m. Ron Mael
og Russell Mael en þeir sömdu
handritið og tónlistina fyrir mynd-
ina. Tónlistarmennirnir byrja að
syngja opnunarlagið sem heitir „So
May We Start“ og ganga síðan út úr
hljóðverinu á götuna. Með því að
ávarpa áhorfandann á þennan máta
varpa þeir ljósi á gervileika mynd-
arinnar. Aðalleikarar myndarinnar
slást í hópinn og þegar laginu lýkur
setur Adam Driver á sig svarta hár-
kollu og mótorhjólahjálm og Marion
Cotillard sest á mótorhjólið, nú eru
þau komin í karakter, orðin Henry
og Ann.
Þetta er ekki fyrsta og eina skipt-
ið sem Carax leyfir áhorfandanum
að finna fyrir gervileikanum. Einnig
mætti nefna þá töfrandi bakvörpun
þar sem myndir renna saman á milli
atriða á skjánum á listrænan máta,
eða ófríðu brúðuna sem leikur Ann-
ette, dóttur þeirra.
Aðalgagnrýni á söngvamyndir
hefur beinst að tengslum þeirra við
hið óraunverulega eða ímyndaða og
það hlutverk sem tónlist leikur þar.
Ofuráhersla söngvamynda á paranir
og tónlist í stað söguframvindu og
tengslin við hið ímyndaða varð henni
að falli eftir gullöld Hollywood en
svo virðist sem Carax sé óhræddur
við hið ímyndaða og gervileikann.
Eflaust eiga margir áhorfendur eftir
að hneykslast á hinum síendurteknu
tilraunum Carax til þess að minna
áhorfendur á að um sé að ræða kvik-
mynd en ekki raunheim. Markhópur
myndarinnar er þar af leiðandi tak-
markaður en vafalítið eiga margir
unnendur söngvamynda eftir að
hylla Carax fyrir hugrekki sitt, eða
heimsku, að gera söngvamynd eftir
greinarhefðinni.
Allt í plati
Myrk „Myndin er mun myrkari og tekst á við erfið málefni eins og flækjur
milli ástar og metnaðar en allt virðist fara á niðurleið þegar frami Ann
verður mun meiri en hjá Henry, “ segir um kvikmyndina Annette með
Adam Driver og Marion Cotillard í hlutverkunum sem Henry og Ann.
Bíó Paradís
Annette bbbnn
Leikstjórn: Leos Carax. Handrit: Ron
Mael, Russell Mael. Aðalleikarar: Adam
Driver, Marion Cotillard og Simon Hel-
berg. Frakkland, 2021. 140 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Jólatónleikar kórs Fella- og Hóla-
kirkju verða haldnir í kvöld,
fimmtudaginn 16. desember, kl.
20. Efnisskráin verður fjölbreytt en
meðal annars verða flutt sívinsæl
jólalög á borð við Dansaðu vindur
og Hin fyrstu jól.
Einsöngvarar úr röðum kórsins
eru að þessu sinni: Kristín R. Sig-
urðardóttir, Garðar Eggertsson,
Inga J. Backman, Hulda Jónsdóttir
og Bjarki Þór Bjarnason. Kórnum
stýrir Arnhildur Valgarðsdóttir
organisti.
Ekki er krafist hraðprófa þar
sem kirkjunni verður skipt upp í
sóttvarnarhólf.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjan Ljúfir tónar munu óma um Fella-
og Hólakirkju á tónleikunum í kvöld.
Jólatónleikar
kórs Fella- og
Hólakirkju
Unnendur skrifa
glæpasagnahöf-
undarins Ragn-
ars Jónassonar
geta á laugardag
milli kl. 12 og 14
fengið smásögu
eftir hann að gjöf
hjá forlagi Ragn-
ars, Veröld, á
Víðimel 38 í
Reykjavík. Smá-
sagan Jólanótt er prentuð í 100
tölusettum og árituðum eintökum
og verður gefin þennan eina dag.
Þar gildir reglan að fyrstir koma
fyrstir fá.
Í smásögunni snýr lögreglumað-
urinn Ari Þór Arason aftur í stutta
stund en hann er aðalpersónan í
Siglufjarðarseríu Ragnars.
Þess má geta að þýsk þýðing
Hvítadauða eftir Ragnar er núna
fimmtu vikuna í röð á meðal sölu-
hæstu bóka í Þýskalandi.
Gefa 100 eintök af
jólasögu Ragnars
Ragnar
Jónasson