Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 10

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 10
8 Hópurinn skiptist svo fyrir nóttina þar sem 25 gistu í Nesjaskóla en 22 fóru að Hvammi á Höfn í Hornafirði. Lagt var af stað frá Nesjaskóla þann 19. júní um kl. 9:00. Nú lá leið okkar undir Almannaskarð og áfram að Djúpavogi og hélt Kalli áfram að fræða okkur um staðina sem við keyrðum framhjá. Nú vorum við komin til Djúpavogs og var þar mætt Arndís Þorvaldsdóttir leiðsögumaður sem kom þangað á móti okkur. Og tók hún nú við leiðsögn. Eftir stutt stopp á Djúpavogi var ekið til Breiðdalsvíkur þar sem snæddur var hádegisverður á Hótel Bláfelli. Hægt var að velja um matarmikla kjötsúpu, kjúklingasúpu eða plokkfisk. Að máltíð lokinni gafst kostur á að skreppa í gamla kaupfélagið og skoða sýningu á saumaskap í Breiðdal á síðustu öld eða ganga um steinasafn sem nýlega hefur verið opnað í húsi sem hýsti áður Póst og síma. Frá Breiðdalsvík var ekið til Stöðvarfjarðar þar sem „brostið“ var á blíðviðri og spókuðu ferðalangarnir sig í sólskininu í lystigarði Petru og nutu fegurðar grjóts og gróðurs. Einnig fóru einhverjir á markað sem nýlega hefur verið opnaður á staðnum og litu inn hjá Gallerí Snærós. Frá Stöðvarfirði var ekið til Fáskrúðsfjarðar og tekinn rúntur um bæinn. Síðan ekið um jarðgöng til Reyðarfjarðar þar sem stoppað var í verslunarmiðstöðinni Molanum, þar sem verslaðar voru ýmsar nauðsynjar og tékkað á austfirskum tuskubúðum. Næst lá leiðin til Eskifjarðar þar sem drukkið var kaffi með lummum í Randolfshúsi sem er gamalt sjóhús frá því seint á 19. öld. Einnig gafst fólki kostur á að skoða sig um í húsinu en á loftinu er gömul verbúð frá fyrri hluta 20. aldar sem sýnir vel þann aðbúnað sem vertíðarfólk bjó við. Þessi ferðaþjónusta er rekin af ungum hjónum, Berglindi Ingvarsdóttur og Sævari Guðjónssyni. Frá Eskifirði var haldið beint upp á Hérað að Hallormsstað þar sem hópurinn gisti á meðan hann dvaldi á Austurlandi. Þar tók á móti okkur Þurý Bára Birgisdóttir hótelstjóri. Þegar þangað var komið fengu allir þessi líka fínu herbergi með baði svo það var heldur en ekki ánægður hópur sem mætti svo til kvöldverðar sem var bara flott veisluhlaðborð, síðan var sungið og dansað fram á nótt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.