Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 14

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 14
12 Síðasti áfangi dagsins var Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri þar sem skoðað var safn til minningar um Gunnar Gunnarsson. Var mörgum starsýnt á hjónarúmið, en tvö rúm eru þar samhliða og er annað nokkuð lengra. Nokkrir fóru og fengu sér kaffi en þar var örtröð eins og oft er á sunnudögum. Þennan seinni part gerði hressilegar rigningarskúrir, annars var veður gott. Til tals hafði komið að líta við í Trjásafninu á heimleiðinni en af því varð ekki, heldur farið beint heim á hótel því nú var farið að líða að kvöldverði og þurfti Arndís að fá smá tíma fyrir sig svo að hún gæti borðað með okkur lokakvöldverðinn á hótelinu og áttum við skemmtilegt kvöld öll saman. Hér kvöddum við Arndísi og þökkuðum henni fyrir frábæra leiðsögn um Austfirði. En við héldum áfram að dansa og skemmta okkur fram á nótt. Mánudaginn 22. júní héldum við af stað heim á leið. Eftir morgunmat þökkuðum við Þurí og hennar starfsfólki fyrir frábærar móttökur í alla staði og ekki síst herbergin sem komu öllum mjög svo á óvart. Nú lá leið okkar frá Hallormsstað meðfram Lagarfljóti í gegnum Egilsstaði yfir Lágheiði og Jökulsárbrú, síðan að Möðrudal þar sem var stutt stopp. Síðan var haldið áfram að Dettifossi sem er mjög tignarlegur foss að sjá. Þá lá leið okkar að Ásbyrgi og á þeirri leið stoppuðum við í sjoppunni og fengum kaffi í boði hans Sigurbjörns Finnbogasonar sem var mjög notalegt. Síðan var gengið aðeins um í Ásbyrgi. Þaðan var ekið fyrir Tjörnes og komið við á Mánárbakka. Þar er stórmerkilegt safn af gömlum húsum sem gaman er að skoða. Áfram var haldið og stoppað stutta stund á Húsavík því nú var kominn tími til að drífa sig á síðasta gististaðinn okkar í þessari ferð sem var Stórutjarnir. Þar eins og annars staðar í ferðinni var mjög vel tekið á móti okkur. Þegar allir voru komnir með sín herbergi og búnir að laga sig til var sest að borðum. Þetta kvöld var borin fram súpa, síðan kjöt og þá eftirréttur. Eftir matinn fengum við aðstöðu út af fyrir okkur og var þar spilað og sungið fram eftir kvöldi. Nú var komið að síðasta deginum okkar, 23. júní. Eftir góðan svefn og morgunverð voru allir tilbúnir að halda heim á leið. Við þökkuðum fyrir okkur og lögðum af stað, kíktum aðeins á Goðafoss, héldum síðan til Akureyrar þar sem við stoppuðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.