Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 21

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 21
19 þeir fengu eftir að hafa siglt á árabátum fyrir Horn haustið 1615, verða ekki hér til umfjöllunar. Hitt sem gerðist á Ströndum áður en til þess kom er hins vegar kveikjan að þeirri rannsókn sem hér verður sagt frá.1 Í ævikvæði sínu, Fjölmóði, segir Jón einnig frá Spánverja vígunum og nefnir þar að hvalveiðar við Strandir hafi byrjað árið 1613 eftir að skip hraktist undan hafís inn á Kaldbaksvík íbúunum til skelfingar. Ekki getur hræðsla íbúanna talist fullkomlega ótrúleg á jafn afskekktum stað ef tekið er tillit til staðhæfingar Eggerts Ólafssonar um að fólkið í Ingólfsfirði hafi orðið skelkað við komu óvæntra gesta um miðja átjándu öld. Á meðan Trékyllisheiði var aðalleiðin norður hefur Kaldbaksvík verið afar afskekkt, ferðalangar nær óþekktir og stórskip ekki algeng á Flóanum. Á skipinu reyndust vera Baskar frá Spáni sem höfðu ætlað norður í Íshaf til hvalveiða. Að sögn Jóns var Ólafur Halldórsson prestur á Stað fenginn til að ræða við gestina því varla hafa margir Kaldrananeshreppsbúar verið talandi á latínu. Jón ber Ólafi vel söguna og segir hann hafa ráðlagt hvalföngurunum að flytja sig inn á Steingrímsfjörð. Er það í góðu samræmi við síðari fullyrðingar um að þar á firðinum væru hvalir algengari en annars staðar.2 Næstu þrjú sumur fylgdu fleiri skip í kjölfarið og héldu flest til við Steingrímsfjörð. En hvar við Steingrímsfjörð héldu Baskarnir til þau þrjú ár sem Jón getur um? Athyglin hlýtur að beinast að Selströnd því tengsl Jóns við svæðið höfðu alla tíð verið við suðurströndina, og sjálfsagt hefði hann nefnt hvar Baskarnir héldu til ef það hefði verið sunnan fjarðar. Fljótlega beindust sjónir að svæðinu milli Kleifa og Hafnarhólms á Selströnd. Þegar Ólafur Olavius fór þar um 1775 og var ekki síst að leita að hafnarstæðum leist honum lítt á víkur við Hafnarhólm en varð tíðrætt um þær víkur sem taka við þar fyrir innan. Fyrst varð fyrir honum Spanskavík þar sem hann segir vera gamla búð af steini sem „hafi heyrt til spönskum hvalföngurum.“ Nafnið og þessi athugasemd Olaviusar leiddi hugann að víkinni en fátt er þar sem bendir til mikillar starfsemi. Enn ólíklegra er að víkin Paradís innan við Reykjanes hafi verið góður staður fyrir landstöð hvalfangara en þar átti að hafa farist samnefnt spænskt skip. Olaviusi leist betur á Hveravík, eða Reykjarvík eins og hún hét þá, sem hugsanlegt hafnarstæði. Þar „sjást enn tóttir fjögurra gamalla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.