Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 22
20
verzlunarhúsa og kringlótt eldstæði, hlaðið úr tigulsteini, sem
notað hefur verið til lýsisbræðslu.“ Honum hafði einnig verið sagt
að þetta væru minjar eftir Íra, en ekki er ljóst á hverju sú tilgáta
byggist. Ein af þessum tóftum vakti sérstaklega athygli okkar
Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings. Sú tóft var ólík öðrum á
svæðinu, nánast skeifulaga og hækkaði upp frá báðum endum
skeifunnar.
Fleira gerði víkina að hentugum stað fyrir hvalfangara. Séra
Ólafur á Stað hefur eflaust metið að þar væri gott skipalægi,
algengt var að sjá hvali á firðinum og á Reykjanesinu er gott útsýni
yfir allan Steingrímsfjörð frá Grænanesi og út að Grímsey. Uppi á
nesinu má sjá litlar tóftir og vitað er að áður en hvalfangarar tóku
að skera hval við skipshlið voru slíkir staðir nauðsynlegir og
auðvelt að bregðast við og hrinda fram bátum þegar hvalur sást
stutt frá landi.
Þegar uppgröftur á rústunum á Strákatanga hófst árið 2005
kom strax í ljós að um var að ræða hvalstöð. Þarna innarlega á
Strákatanga hafði farið fram töluverð starfsemi og fyrstu
rannsóknir bentu til þess að hún hefði verið árstíðabundin og
staðið yfir um fjölda ára. Greining á þeim gripum sem fundust þá
þegar bentu einnig til þess að stöðin hefði verið starfrækt um það
bil frá 1610 til 1650. Ekkert kom fram við framhald rannsóknar-
innar næstu ár sem benti til annars.
Hvernig hefur Reykjarvík á Selströnd litið út fyrir gestkomandi
meðan starfsemin var í gangi? Úti á víkinni sjálfri hefur legið
seglskip, kannski fleiri en eitt, og þá væntanlega austan til undir
Hverakleifinni þar sem dýpi er meira og gott skjól fyrir
norðanáttum. Hvalfangararnir kusu sléttbak öðrum tegundum
fremur, spikið á þeim var meira en á öðrum hvölum og dauðir
flutu þeir svo auðvelt var að draga þá að landi á árabátum þeim
sem notaðir voru til að skutla úti á firðinum. Líklega hefur
fengurinn verið dreginn innarlega að strönd Strákatanga vestan
til og líklega upp á grynningar þar sem skiptast á sandfjara og
sléttar klappir. Þar hefur hvalurinn verið skorinn og spikið dregið
á land í stórum bitum að aðal athafnasvæðinu. Sjávarmegin við
ofninn hefur spikið verið saxað í smábita. Opið á ofninum var um
tveggja metra breitt og við enda þess þar sem aðal eldhólfið hefur
verið hefur einnig risið vænn skorsteinn svo reykurinn frá