Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 22

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 22
20 verzlunarhúsa og kringlótt eldstæði, hlaðið úr tigulsteini, sem notað hefur verið til lýsisbræðslu.“ Honum hafði einnig verið sagt að þetta væru minjar eftir Íra, en ekki er ljóst á hverju sú tilgáta byggist. Ein af þessum tóftum vakti sérstaklega athygli okkar Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings. Sú tóft var ólík öðrum á svæðinu, nánast skeifulaga og hækkaði upp frá báðum endum skeifunnar. Fleira gerði víkina að hentugum stað fyrir hvalfangara. Séra Ólafur á Stað hefur eflaust metið að þar væri gott skipalægi, algengt var að sjá hvali á firðinum og á Reykjanesinu er gott útsýni yfir allan Steingrímsfjörð frá Grænanesi og út að Grímsey. Uppi á nesinu má sjá litlar tóftir og vitað er að áður en hvalfangarar tóku að skera hval við skipshlið voru slíkir staðir nauðsynlegir og auðvelt að bregðast við og hrinda fram bátum þegar hvalur sást stutt frá landi. Þegar uppgröftur á rústunum á Strákatanga hófst árið 2005 kom strax í ljós að um var að ræða hvalstöð. Þarna innarlega á Strákatanga hafði farið fram töluverð starfsemi og fyrstu rannsóknir bentu til þess að hún hefði verið árstíðabundin og staðið yfir um fjölda ára. Greining á þeim gripum sem fundust þá þegar bentu einnig til þess að stöðin hefði verið starfrækt um það bil frá 1610 til 1650. Ekkert kom fram við framhald rannsóknar- innar næstu ár sem benti til annars. Hvernig hefur Reykjarvík á Selströnd litið út fyrir gestkomandi meðan starfsemin var í gangi? Úti á víkinni sjálfri hefur legið seglskip, kannski fleiri en eitt, og þá væntanlega austan til undir Hverakleifinni þar sem dýpi er meira og gott skjól fyrir norðanáttum. Hvalfangararnir kusu sléttbak öðrum tegundum fremur, spikið á þeim var meira en á öðrum hvölum og dauðir flutu þeir svo auðvelt var að draga þá að landi á árabátum þeim sem notaðir voru til að skutla úti á firðinum. Líklega hefur fengurinn verið dreginn innarlega að strönd Strákatanga vestan til og líklega upp á grynningar þar sem skiptast á sandfjara og sléttar klappir. Þar hefur hvalurinn verið skorinn og spikið dregið á land í stórum bitum að aðal athafnasvæðinu. Sjávarmegin við ofninn hefur spikið verið saxað í smábita. Opið á ofninum var um tveggja metra breitt og við enda þess þar sem aðal eldhólfið hefur verið hefur einnig risið vænn skorsteinn svo reykurinn frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.