Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 30

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 30
28 opinberum skjölum. Ekkert bendir til þess að hvalveiðimenn hafi haft leyfi danskra yfirvalda fyrir slíkri starfsemi og voru þau þó vakandi fyrir öllum brotum á einokuninni. Samt kemur í ljós að íslenskir embættismenn vissu um hvalveiðar útlendinga við Strandir. Tveimur árum eftir galdrabrennurnar í Trékyllisvík skrifaði Brynjólfur biskup Sveinsson, þá staddur að Stað, sóknarprestinum í Árnesi og segist ekki vísitera sóknina. Ein ástæðan sem hann nefnir fyrir því að leggja ekki í ferðina norður er að kirkjusókn muni reynast lítil og þar á meðal „að hvalaskipin mundi mega marga hverja þar frá hindra“.11 Og svo mikið er víst að á vísitasíuferðum sínum hefur reykurinn frá bræðslunni á Strákatanga og skip á Hveravík tæplega farið fram hjá neinum á leið á milli Fells og Tröllatungu og áfram inn að Stað. Þessa leið fór biskup í vísitasíuferðum sínum á þriggja og fjögurra ára fresti frá 1639.12 Þá er heldur ekki hægt að ætla að Ara í Ögri hafi verið ókunnugt um hvalveiðiskip á Steingrímsfirði. Til er bréf frá Ara skrifað 1636 þar sem hann skipar Magnúsi Bessasyni bónda á Heydalsá að koma til sín og svara til saka fyrir að hafa „leigt eða léð manndráparanum er kom af hvalaskipinu, og þar úr járnum slapp, hest þinn.“13 Þögnin um starfsemina á Strákatanga hefur vafalaust verið meðvituð. Sá sem lítur í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalín hlýtur að undrast að ekki skuli minnst á leifarnar af hvalstöðinni fyrst Olavius lýsir þar fjórum tóftum og múrsteinsofninum. Mikið hefur mátt græða á reglulegum heimsóknum hvalfangaranna og ef engin leyfi Danakóngs hafa verið fyrir hendi hefur heimamönnum lítill greiði verið gerður með því að láta yfirvöld vita. Jón lærði segir frá því að Spánverjarnir hafi selt mönnum rengi gegn lágu verði og auk þess hafi heimamenn farið „til þeirra jafnlega og daglega sem í annan kaupskap, bæði á hestum og skipum. Hamra, öxar, járn og striga mátti hjá þeim fá.“14 Fyrir þetta greiddu menn með sauðum, mjólkurmat og prjónlesi. Öll var þessi verslun ólögleg og á seinni hluta aldarinnar var gengið hart fram gegn henni. Jafnframt er ljóst af hollenskum skjölum að Hollendingar hafa flutt úr landi fleira en fisk. Árið 1655 gerðu Danir upptæk tvö hollensk fiskiskip því þeim þótti ljóst að tilgangurinn með ferðum þeirra hefði einnig verið ólögleg verslun. Í skipunum fundu Danirnir dún og heila tunnu af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.