Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 32
30
benti til þess að í námunda við hvalstöðina væri grafir að finna.
Síðastliðið sumar var líklegasti staðurinn grafinn upp og í ljós
kom gröf sem reyndist vera heiðið kuml. Kumlið hafði verið rænt
en í því fannst engu að síður sverðsendi með leifum af slíðri og
heilum döggskó sem bendir eindregið til fyrstu alda Íslandsbygg-
ðar. Sverð með skreyttum döggskó í vönduðu slíðri hefur ekki
verið grafið með kotbónda, hér hlýtur að hafa verið mikils virtur
maður.
Fyrir tilviljun stöndum við sem hófum rannsókn á athöfnum
evrópskra hvalfangara á sautjándu öld nú frammi fyrir því að á
Strákatanga leynast leifar um aðra óskráða sögu. Strákatangi er
því sérstaklega merkilegur staður í sögu Stranda því þar leynist
fleira. Góðan spöl utan við þær fjórar byggingar sem þegar hafa
verið grafnar upp hefur einnig komið í ljós annar ofn til
lýsisbræðslu. Hann er minni en sá sem grafinn hefur verið upp og
hlaðinn úr grjóti og því ekki ólíklegt að hér sé um eitthvað eldra
athafnasvæði að ræða. Á svæðinu eru einnig fleiri rústir sem vert
væri að skoða og vonandi geta Strandagaldur og Náttúrustofa
Vestfjarða haldið rannsókninni áfram.
Heimildir
1 Mörg af ritum Jóns hafa ekki ratað á prent en þau þrjú sem hér eru nefnd
hafa öll verið gefin út. Ein stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur,
Halldór Hermannsson editor, Ithaca N.Y. 1924 (Islandica XV); „Sönn frásaga af
spanskra manna skipbroti og slagi“, Spánverjavígin 1615, Jónas Kristjánsson gaf
út, Kaupmannahöfn 1950; „Fjölmóður. Ævidrápa“, Safn til sögu Íslands og íslenzkra
bókmenta, V. bindi nr. 3, Reykjavík 1916.
2 Ólafur Olavius, Ferðabók, I. bindi, Reykjavík 1964, bls. 256–57.
3 Sama rit, bls. 239.
4 Olavius nefnir þetta, bls. 239, og einnig sr. Sigurður Gíslason: „Lýsing
Kaldrananessóknar.“ Sóknalýsingar Vestfjarða II. Ísafjarðar- og Strandasýslur,
Reykjavík 1952, bls. 246.
5 Ingi Karl Jóhannesson: „Hafísævintýri hollenskra duggara á Hornströndum sumarið
1782.“ Strandapósturinn, 15. árgangur (1981), bls. 31–50.
6 Annálar 1400–1800, III. bindi, Reykjavík 1933–1938, bls. 191.
7 Sama rit, bls. 196.
8 Fjölmóður, 61. erindi, bls. 39.
9 Reisubók Jóns Indíafara, I. bindi, Reykjavík 1946, bls. 142–43.
10 Degn, Ole og Gijsbers, Wilma: „Retmæssigt og redeligt?“ Erhvervshistorisk
Årbog 2009, Århus 2010.
11 Úr Bréfabókum Brynjólfs biskups, Jón Helgason bjó til prentunar,
Kaupmannahöfn 1942, bls. 81.