Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 35

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 35
33 Oft var verið að tala um bæina handan fjarðarins. Ég lærði snemma nöfnin á þeim. Bálkastaðir yst á Bálkastaðanesinu, svo Bessastaðir, Mýrar, Jaðar, Tannstaðir, Tannstaðabakki og Reykir. Þá voru fjöllin, Vatnsnesfjall og Víðidalsfjall, augnayndi. Ekki má gleyma Eyjahyrnu er blasti við þegar horft var út með firðinum. Þegar ég var fjögra eða fimm ára var verið að byggja stórt íbúðarhús á Kollsá, en það er ysti bærinn í sveitinni sem sést frá Hlaðhamri. Mér sýndist Eyjahyrna vera rétt utan við Kollsá og líkjast stórri höll. Borðeyri Á bernsku- og æskuárum mínum, millistríðsárunum, var fjöldi íbúa á verslunarsvæði Borðeyrar, hátt á fimmta hundrað. Sveitirnar beggja megin fjarðarins voru þá býsna fjölmennar. Árið 1930 voru, samkvæmt símaviðtali við Hagstofu Íslands, 301 íbúi í Bæjarhreppi og 150 í Staðarhreppi. Frá fremstu bæjum í Láxárdal var einnig sótt verslun til Borðeyrar. Frystihús var byggt 1932. Illa gekk þá að selja saltkjöt, sem hafði verið aðalverkunaraðferð um árabil. Eftir að frystihúsið reis fóru bændur af fremstu bæjum í Miðfirði að reka fé til slátrunar á Borðeyri. Einnig um tíma nokkrir bændur í Bitrufirði, og versluðu þá að sjálfsögðu um leið. Í miklum eldsvoða í febrúar 1941 brann frystihúsið til grunna og var ekki endurbyggt. Þá breyttist margt. Brúarfoss flutti ekki lengur frosið dilkakjöt til Englands. Ég mun hafa tekið þátt í síðustu útskipun á frosnu kjöti í Brúarfoss haustið 1940. Fram á síðari stríðsár komu allar vörur til Borðeyrar sjóleiðis. Það var því töluvert um skipaferðir inn Hrútafjörð á þessum árum. Þessi skip voru, að mig minnir, Brúarfoss, Lagarfoss, Esja og Súðin. Snemma á fjórða áratug 20. aldar fara að koma einu sinni á ári erlend leiguskip með kol, svokölluð kolaskip. „Hann er að byrja að minnka“ Það var skemmtilegt að fylgjast með ferðum skipanna stíma inn fjörðinn. Fyrst sást örlítill dökkur díll undan Heggstaðanesi, sem við kölluðum oftast Bálkastaðanes eftir Bálkastöðum, ysta bænum Hrútafjarðarmegin á nesinu. Þessi litli svarti blettur færðist inn fjörðinn og stækkaði smátt og smátt. Þegar hann var kominn móts við Kollsá var auðséð að hér var um skip að ræða, sem alltaf var að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.